Nálgumst þolmörk margra lífvera Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2019 20:30 Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur að búast megi við því að um níutíu prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan fimmtíu ára vegna loftslagsbreytinga. Sumar færi sig sunnar eða norðar en aðrar deyi út. Áhrifa hnattrænna breytinga gætir einna fyrst hér nyrst í Atlantshafinu. Bæði súrnar sjórinn hér örar, þegar hafið tekur upp hluta þess koltíoxíðs sem losað er í andrúmsloftið, auk þess sem hitastigið er að breytast. „Við höfum fjarlægst upprunalegt ástand og við getum búist við því að þessar breytingar haldi áfram að vera hraðari hér en annars staðar, næstu ár og áratugi," segir Jón Ólafsson, haffræðingur. Breytingar á nytjastofnum blasi við. „Til dæmis loðnan, ég segi ekki að hún sé að hverfa, en hún hefur snarminnkað og það tengist sennilega breytingum hér í norðurhöfum; minnkandi hafísþekju og svoleiðis. Síðan sjáum við makrílinn sem hefur komið. Svo sjáum við líka að það eru breytingar sem við skýrum ekki og höfum engar skýringar á. Eins og til dæmis humarinn. Það hefur engin nýliðun verið í honum síðan 2005," segir Jón. Breytt sýrustig vegna súrnunar sjávar hefur mikil áhrif á kalkmyndandi lífríki, líkt og skeljar og skelfisk. Þolmörk lífvera eru misjöfn en við ákveðin mörk hætta þær að geta myndað skel og drepast þar með. Jón segir þessi áhrif geta komið mjög óvænt fram og því sé nauðsynlegt að leggja mun meira í rannsóknir. „Vegna þess hve breytingarnar eru hraðar hér og líka vegna þess að það er náttúrulega lágt kalkmettunarstig hér, bara vegna þess hve sjórinn er kaldur, að þá er ég býsna hræddur um að við séum nálægt hinum ýmsu mörkum," segir Jón. „Það er svo margt í lífríkinu, til dæmis kalkmyndandi lífverur, sem eru mikilvægar sem grunnur í lífkerfinu. Eru fæða fyrir eitthvað annað en við nýtum þær ekki. Þar geta orðið breytingar án þess að við tökum eftir því," segir Jón. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56 Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur að búast megi við því að um níutíu prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan fimmtíu ára vegna loftslagsbreytinga. Sumar færi sig sunnar eða norðar en aðrar deyi út. Áhrifa hnattrænna breytinga gætir einna fyrst hér nyrst í Atlantshafinu. Bæði súrnar sjórinn hér örar, þegar hafið tekur upp hluta þess koltíoxíðs sem losað er í andrúmsloftið, auk þess sem hitastigið er að breytast. „Við höfum fjarlægst upprunalegt ástand og við getum búist við því að þessar breytingar haldi áfram að vera hraðari hér en annars staðar, næstu ár og áratugi," segir Jón Ólafsson, haffræðingur. Breytingar á nytjastofnum blasi við. „Til dæmis loðnan, ég segi ekki að hún sé að hverfa, en hún hefur snarminnkað og það tengist sennilega breytingum hér í norðurhöfum; minnkandi hafísþekju og svoleiðis. Síðan sjáum við makrílinn sem hefur komið. Svo sjáum við líka að það eru breytingar sem við skýrum ekki og höfum engar skýringar á. Eins og til dæmis humarinn. Það hefur engin nýliðun verið í honum síðan 2005," segir Jón. Breytt sýrustig vegna súrnunar sjávar hefur mikil áhrif á kalkmyndandi lífríki, líkt og skeljar og skelfisk. Þolmörk lífvera eru misjöfn en við ákveðin mörk hætta þær að geta myndað skel og drepast þar með. Jón segir þessi áhrif geta komið mjög óvænt fram og því sé nauðsynlegt að leggja mun meira í rannsóknir. „Vegna þess hve breytingarnar eru hraðar hér og líka vegna þess að það er náttúrulega lágt kalkmettunarstig hér, bara vegna þess hve sjórinn er kaldur, að þá er ég býsna hræddur um að við séum nálægt hinum ýmsu mörkum," segir Jón. „Það er svo margt í lífríkinu, til dæmis kalkmyndandi lífverur, sem eru mikilvægar sem grunnur í lífkerfinu. Eru fæða fyrir eitthvað annað en við nýtum þær ekki. Þar geta orðið breytingar án þess að við tökum eftir því," segir Jón.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56 Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56
Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent