Beita þjóðir refsiaðgerðum sem kaupa olíu af Íran Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2019 15:31 Bandaríkin endurvöktu refsiaðgerðir gegn Íran í nóvember. Getty/Staton R. Winter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að binda endi á undanþágur á refsiaðgerðum fyrir ríki sem enn kaupa olíu frá Íran. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hvíta húsið sagði að undanþágur sem Kína, Indland, Japan, Suður-Kórea og Tyrkland hafa fengið muni renna út í byrjun maí, en þá myndu þau eiga yfir höfði sér fjárhagslegar refsingar. Með þessum aðgerðum er verið að reyna að stöðva útflutning Íran á olíu, sem er aðal tekjulind íranska ríkisins. Trump endurvakti refsiaðgerðirnar eftir að hann ákvað að yfirgefa samningsborðið þar sem verið var að vinna að kjarnorkusamningi á milli Íran og sex annarra stórríkja. Trump stjórnin vonast til að refsiaðgerðirnar fái Íran til að setjast við samningsborðið til að vinna að nýjum samning sem ekki aðeins myndi ná til kjarnorkuvopna heldur einnig flugskeytahernaðar Íran, sem víða hefur valdið usla í Mið-Austurlöndum. Bandarísk yfirvöld segjast ekki sækjast eftir stjórnarskiptum. Refsiaðgerðirnar hafa valdið miklum samdrætti í hagkerfi Íran og gjaldmiðillinn hefur aldrei haft jafn lágt gildi, verðbólgan hefur fjórfaldast sem hefur valdið því að erlendir fjárfestar hafa yfirgefið landið og mótmæli hafa brotist út. Bandaríkin endurvöktu viðskiptabannið í nóvember, sem nær til orku, skipasmíða, flutninga og bankageirans, sem yfirvöld lýstu sem undirstöðum hagkerfisins þar í landi. Þau veittu hins vegar átta stærstu kaupendum íranskra hrávara undanþágu við viðskiptabanninu, en það náði til Kína, Indlands, Japan, Suður-Kóreu, Taívan, Tyrklands, Ítalíu og Grikklands, að sögn til að veita þeim svigrúm til að færa viðskipti sín annað og koma í veg fyrir högg á olíumarkaði heimsins. Ítalía, Taívan og Grikkland hafa þegar hætt að kaupa íranska olíu. Hin ríkin hafa þó beðið um framlengingu á undanþágunni. Bandaríkin Íran Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að binda endi á undanþágur á refsiaðgerðum fyrir ríki sem enn kaupa olíu frá Íran. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Hvíta húsið sagði að undanþágur sem Kína, Indland, Japan, Suður-Kórea og Tyrkland hafa fengið muni renna út í byrjun maí, en þá myndu þau eiga yfir höfði sér fjárhagslegar refsingar. Með þessum aðgerðum er verið að reyna að stöðva útflutning Íran á olíu, sem er aðal tekjulind íranska ríkisins. Trump endurvakti refsiaðgerðirnar eftir að hann ákvað að yfirgefa samningsborðið þar sem verið var að vinna að kjarnorkusamningi á milli Íran og sex annarra stórríkja. Trump stjórnin vonast til að refsiaðgerðirnar fái Íran til að setjast við samningsborðið til að vinna að nýjum samning sem ekki aðeins myndi ná til kjarnorkuvopna heldur einnig flugskeytahernaðar Íran, sem víða hefur valdið usla í Mið-Austurlöndum. Bandarísk yfirvöld segjast ekki sækjast eftir stjórnarskiptum. Refsiaðgerðirnar hafa valdið miklum samdrætti í hagkerfi Íran og gjaldmiðillinn hefur aldrei haft jafn lágt gildi, verðbólgan hefur fjórfaldast sem hefur valdið því að erlendir fjárfestar hafa yfirgefið landið og mótmæli hafa brotist út. Bandaríkin endurvöktu viðskiptabannið í nóvember, sem nær til orku, skipasmíða, flutninga og bankageirans, sem yfirvöld lýstu sem undirstöðum hagkerfisins þar í landi. Þau veittu hins vegar átta stærstu kaupendum íranskra hrávara undanþágu við viðskiptabanninu, en það náði til Kína, Indlands, Japan, Suður-Kóreu, Taívan, Tyrklands, Ítalíu og Grikklands, að sögn til að veita þeim svigrúm til að færa viðskipti sín annað og koma í veg fyrir högg á olíumarkaði heimsins. Ítalía, Taívan og Grikkland hafa þegar hætt að kaupa íranska olíu. Hin ríkin hafa þó beðið um framlengingu á undanþágunni.
Bandaríkin Íran Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira