Miklir skógareldar í Svíþjóð og Noregi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2019 20:15 Notast er við þyrlur í slökkvistarfinu. Vísir/AP Slökkviliðsmenn í Svíþjóð og Noregi berjast nú við skógarelda á nokkrum stöðum í löndunum. Erfiðlega gengur að ráða niðurlögum eldanna sökum hvassviðris og þurrka. Íslendingur sem býr í grennd við skógareldanna í Svíþjóð óttast að sumarið verði líkt síðasta sumri sem var mjög heitt og þurrt.Í Svíþjóð berjast slökkviliðsmenn við skógarelda á nokkrum stöðum í suðurhluta landsins, einkum í grennd við bæinn Hästveda á Skáni. Þar hafa hafa fjölmargir íbúar sem búa fyrir utan bæinn þurft að rýma heimili sín vegna eldanna.Í sænskum fjölmiðlum kemurfram að notast sé við þyrlur við slökkvistarfið en töluvert hvassviðri í dag hefur gert slökkvistarfið erfitt. Heimir Tómasson er búsettur í Hästveda og segir hann skógareldana vera í um 30 kílómetra frá heimili hans.Töluverður vatnsskortur er á svæðinu og nær öllu vatni beint að slökkvistarfinu að sögn Heimis sem fylgist grannt með en þrjár íslenskar fjölskyldur eru búsettar í bænum. Eru þær allar öruggar að sögn Heimis en fólk hefur verið beðið um að hafa varann á sér.Reykjarlykt finnst í bænum og íbúar hafa orðið var við mistur. Heimir segir ónotatilfinning sé ráðandi meðal íbúa bæjarins vegna skógareldana, ekki síst vegna þess að síðasta sumar hafi verið bæði heitt og þurrt og nú stefni í það sama aftur.Sömu aðstæður eru fyrir hendi í Noregiþar sem þrjár þyrlur og slökkvilið berjast nú við talsverðan skógareld í Suður-Rogalandi. 30 heimili hafa verið rýmd í Årstad, Haneberg og Åmot í Sokndal en mikill reykur fylgir skógareldunum.Alls taka 150 slökkviliðsmenn þátt í baráttunni en engar fregnir hafa borist af manntjóni, en búist er við að kofar og önnur smáhýsi kunni að hafa brunnið. Noregur Skógareldar Svíþjóð Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Slökkviliðsmenn í Svíþjóð og Noregi berjast nú við skógarelda á nokkrum stöðum í löndunum. Erfiðlega gengur að ráða niðurlögum eldanna sökum hvassviðris og þurrka. Íslendingur sem býr í grennd við skógareldanna í Svíþjóð óttast að sumarið verði líkt síðasta sumri sem var mjög heitt og þurrt.Í Svíþjóð berjast slökkviliðsmenn við skógarelda á nokkrum stöðum í suðurhluta landsins, einkum í grennd við bæinn Hästveda á Skáni. Þar hafa hafa fjölmargir íbúar sem búa fyrir utan bæinn þurft að rýma heimili sín vegna eldanna.Í sænskum fjölmiðlum kemurfram að notast sé við þyrlur við slökkvistarfið en töluvert hvassviðri í dag hefur gert slökkvistarfið erfitt. Heimir Tómasson er búsettur í Hästveda og segir hann skógareldana vera í um 30 kílómetra frá heimili hans.Töluverður vatnsskortur er á svæðinu og nær öllu vatni beint að slökkvistarfinu að sögn Heimis sem fylgist grannt með en þrjár íslenskar fjölskyldur eru búsettar í bænum. Eru þær allar öruggar að sögn Heimis en fólk hefur verið beðið um að hafa varann á sér.Reykjarlykt finnst í bænum og íbúar hafa orðið var við mistur. Heimir segir ónotatilfinning sé ráðandi meðal íbúa bæjarins vegna skógareldana, ekki síst vegna þess að síðasta sumar hafi verið bæði heitt og þurrt og nú stefni í það sama aftur.Sömu aðstæður eru fyrir hendi í Noregiþar sem þrjár þyrlur og slökkvilið berjast nú við talsverðan skógareld í Suður-Rogalandi. 30 heimili hafa verið rýmd í Årstad, Haneberg og Åmot í Sokndal en mikill reykur fylgir skógareldunum.Alls taka 150 slökkviliðsmenn þátt í baráttunni en engar fregnir hafa borist af manntjóni, en búist er við að kofar og önnur smáhýsi kunni að hafa brunnið.
Noregur Skógareldar Svíþjóð Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira