Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2019 16:12 Greiðslugáttin sem Wikileaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvaralaust 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar. Fréttablaðið/Stefán Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Dómur var kveðinn upp á fjórða tímanum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þarf Valitor að greiða Sunshine Press 1140 milljónir króna og Datacell 60 milljónir króna. Dráttarvextir miðast við uppkvaðningu dóms til greiðsludags. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks. Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sunshine Press, segir í samtali við Vísi að um ákveðinn Salómonsdóm hafi verið að ræða. Farið hafi verið fram á hærri bætur, á áttunda milljarð króna, á sama tíma og Valitor hafi krafist sýknu. Dómurinn, sem var fjölskipaður, hafi farið bil beggja. Tveir dómarar dæmdu Datacell og Sunshine Press í hag en einn skilaði sératkvæði og vildi sýkna Valitor af kröfunni. Valitor er dótturfélag Arion banka sem er einn stærsti kröfuhafinn í þrotabú flugfélagsins WOW air. Arion banki barðist fyrir því að Sveinn Andri yrði settur af sem annar tveggja skiptastjóra þrotabús WOW air vegna deilna sinna við Valitor, fyrir hönd Datacell og Sunshine Press. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Arion banka og Þorsteinn Einarsson, hinn skiptastjórinn í bú WOW air, segist munu alfarið sjá um þau mál sem snúi að Arion banka við uppgjörið. Dómsmál Tengdar fréttir Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23 Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36 Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Dómur var kveðinn upp á fjórða tímanum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þarf Valitor að greiða Sunshine Press 1140 milljónir króna og Datacell 60 milljónir króna. Dráttarvextir miðast við uppkvaðningu dóms til greiðsludags. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks. Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sunshine Press, segir í samtali við Vísi að um ákveðinn Salómonsdóm hafi verið að ræða. Farið hafi verið fram á hærri bætur, á áttunda milljarð króna, á sama tíma og Valitor hafi krafist sýknu. Dómurinn, sem var fjölskipaður, hafi farið bil beggja. Tveir dómarar dæmdu Datacell og Sunshine Press í hag en einn skilaði sératkvæði og vildi sýkna Valitor af kröfunni. Valitor er dótturfélag Arion banka sem er einn stærsti kröfuhafinn í þrotabú flugfélagsins WOW air. Arion banki barðist fyrir því að Sveinn Andri yrði settur af sem annar tveggja skiptastjóra þrotabús WOW air vegna deilna sinna við Valitor, fyrir hönd Datacell og Sunshine Press. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Arion banka og Þorsteinn Einarsson, hinn skiptastjórinn í bú WOW air, segist munu alfarið sjá um þau mál sem snúi að Arion banka við uppgjörið.
Dómsmál Tengdar fréttir Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23 Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36 Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Sjá meira
Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23
Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36
Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent