Arion sendir frá sér afkomuviðvörun vegna Valitor-dóms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2019 18:57 Valitor er í söluferli. Fréttablaðið/Eyþór Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun eftir að dómur féll í máli Sunshine Press og Datacell gegn Valitor, sem er í eigu bankans. Greiðslukortafyrirtækið Valitor var í dag dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. „Að fenginni niðurstöðu Héraðsdóms í máli gegn Valitor verða áhrif óreglulegra liða á afkomu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019 neikvæð um samtals 1,2 milljarða króna,“ að því er segir í tilkynningu frá bankanum. „Í samstæðureikningi Arion banka er Valitor flokkað sem starfsemi til sölu. Dómurinn hefur neikvæð áhrif á afkomu samstæðu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019 sem nema um 600 milljónum króna að teknu tilliti til skattaáhrifa. Þessi dómur, gjaldþrot WOW Air og sala bankans á eignarhlut í Farice hafa samanlagt neikvæð áhrif sem nema um 1,2 milljörðum króna á afkomu fyrsta ársfjórðungs 2019,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að dómurinn muni ekki hafa áhrif á söluferli Valitor auk þess sem að áhrif dómsins á afkomu bankans séu áætluð lægri en ella vegna samkomulags sem gert var þegar Arion banki keypti eignarhlut Landsbankans í Valitor Holding hf. árið 2014 en í því voru ákvæði um hlutdeild seljanda í því tjóni sem Valitor gæti orðið fyrir í tengslum við þetta mál. „Um óreglulega liði er að ræða sem hafa ekki áhrif á reglulegar tekjur og almennan rekstrarkostnað Arion banka og eru fjárhagsleg markmið bankans til næstu 3-5 ára óbreytt,“ segir í tilkynningunni. Dómsmál Tengdar fréttir Niðurstaðan sætir furðu að mati Valitors Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, sætir furðu að mati Valitors. Líklegt er að fyrirtækið áfrýji niðurstöðu dómsins til Landsréttar. 24. apríl 2019 18:48 Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. 24. apríl 2019 16:12 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun eftir að dómur féll í máli Sunshine Press og Datacell gegn Valitor, sem er í eigu bankans. Greiðslukortafyrirtækið Valitor var í dag dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. „Að fenginni niðurstöðu Héraðsdóms í máli gegn Valitor verða áhrif óreglulegra liða á afkomu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019 neikvæð um samtals 1,2 milljarða króna,“ að því er segir í tilkynningu frá bankanum. „Í samstæðureikningi Arion banka er Valitor flokkað sem starfsemi til sölu. Dómurinn hefur neikvæð áhrif á afkomu samstæðu Arion banka á fyrsta ársfjórðungi 2019 sem nema um 600 milljónum króna að teknu tilliti til skattaáhrifa. Þessi dómur, gjaldþrot WOW Air og sala bankans á eignarhlut í Farice hafa samanlagt neikvæð áhrif sem nema um 1,2 milljörðum króna á afkomu fyrsta ársfjórðungs 2019,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að dómurinn muni ekki hafa áhrif á söluferli Valitor auk þess sem að áhrif dómsins á afkomu bankans séu áætluð lægri en ella vegna samkomulags sem gert var þegar Arion banki keypti eignarhlut Landsbankans í Valitor Holding hf. árið 2014 en í því voru ákvæði um hlutdeild seljanda í því tjóni sem Valitor gæti orðið fyrir í tengslum við þetta mál. „Um óreglulega liði er að ræða sem hafa ekki áhrif á reglulegar tekjur og almennan rekstrarkostnað Arion banka og eru fjárhagsleg markmið bankans til næstu 3-5 ára óbreytt,“ segir í tilkynningunni.
Dómsmál Tengdar fréttir Niðurstaðan sætir furðu að mati Valitors Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, sætir furðu að mati Valitors. Líklegt er að fyrirtækið áfrýji niðurstöðu dómsins til Landsréttar. 24. apríl 2019 18:48 Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. 24. apríl 2019 16:12 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Niðurstaðan sætir furðu að mati Valitors Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, sætir furðu að mati Valitors. Líklegt er að fyrirtækið áfrýji niðurstöðu dómsins til Landsréttar. 24. apríl 2019 18:48
Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. 24. apríl 2019 16:12