Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures. „Það er alrangt að dregið hafi úr gæðum í ferðaþjónustu samhliða vexti Arctic Adventures. Það endurspeglast meðal annars í fjölbreyttara vöruframboði, sem margir ferðamenn sækjast í, og auknu öryggi ferðamanna,“ segir Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures. Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. Stéttarfélag leiðsögumanna, með Indriða Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóra, í stafni, lagðist gegn samruna Arctic Adventures og Into the Glacier og fleiri félaga, sem Samkeppniseftirlitið heimilaði og taldi hann geta haft áhrif á kjör leiðsögumanna. „Viðskiptavinum fjölgaði verulega í fyrra. Þeir töldu 300 þúsund og það stefnir í verulega aukningu í ár. Ef þjónustan væri slök myndu ferðamennirnir leita annað. Á tímum samfélagsmiðla og ferðasíðna spyrst fljótt út þegar fyrirtæki veita slæma þjónustu,“ segir Jón Þór. Í bréfi Leiðsagnar segir að fjöldi starfsmanna hjá Arctic Adventures hafi leitað til stéttarfélagsins vegna vanefnda fyrirtækisins á kjarasamningi. Aukinheldur séu starfsmenn, fyrst og fremst erlendir, skráðir í önnur stéttarfélög sem ekki fylgi kjarasamningi fyrir störfin og hóti atvinnumissi leiti þeir til félagsins. „Þetta er ekki rétt. Við höfum ekki fengið kvartanir frá starfsfólki og ef það koma upp vandamál leysum við að sjálfsögðu úr þeim. Okkur er annt um starfsmenn okkar. Hér starfa hátt í 200 leiðsögumenn, íslenskir og erlendir. Margir íslensku leiðsögumannanna eru með þeim reyndari sem starfa á landinu. Starfsmenn hafa frjálsar hendur í hvaða stéttarfélagi þeir eru, enda er félagafrelsi mikilvægt í íslenskum lögum. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að þeir kjósi að vera í öðrum stéttarfélögum, til að mynda sjúkraréttindi eða aðgangur að orlofshúsum. Kjarasamningur leiðsögumanna stendur sama í hvaða stéttarfélagi fólk er.“ Jón Þór segir að það sé misskilningur að laun leiðsögumanna hafi lækkað við samruna við Extreme Iceland árið 2017. Samlegð hafi verið í samrunanum sem hafi gert það að verkum að færra starfsfólk þurfi til. „Arctic Adventures tók yfir framkvæmd á öllum ferðum og þegar í ljós kom að bæta þurfti við starfsfólki hjá Arctic voru þau störf auglýst, og sóttu margir um sem áður höfðu unnið fyrir Extreme Iceland og eru núna mikilvægur hluti af okkar leiðsögumannahópi. Þetta snerist ekki um að ráða fólk á lægra kaupi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjóður GAMMA selur í Arctic Adventures Er salan sögð í samræmi við þá stefnu sjóðsins, GAMMA:Equity, að draga úr vægi óskráðra eigna í eignasafninu. 9. janúar 2019 08:00 Risar í íslenskri ferðaþjónustu sameina krafta sína Arctic Adventures hf. og Icelandic Tourism Fund (ITF) hafa gert samkomulag um sameiningu Into the Glacier ehf. og Arctic Adventures. Sameinað félag mun starfa undir merkjum Arctic Adventures. 9. janúar 2019 14:58 Lenti í hættulegustu aðstæðunum á Íslandi Ása Steinarsdóttir er með tvær háskólagráður og nærri 130 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún gaf 9-5 lífið upp á bátin og lagðist í ferðalög með myndavélina í farteskinu. Ása ruddi sér leið í karlaheimi náttúruljósmyndunar. 9. mars 2019 14:00 Mest lesið Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Sjá meira
„Það er alrangt að dregið hafi úr gæðum í ferðaþjónustu samhliða vexti Arctic Adventures. Það endurspeglast meðal annars í fjölbreyttara vöruframboði, sem margir ferðamenn sækjast í, og auknu öryggi ferðamanna,“ segir Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures. Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. Stéttarfélag leiðsögumanna, með Indriða Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóra, í stafni, lagðist gegn samruna Arctic Adventures og Into the Glacier og fleiri félaga, sem Samkeppniseftirlitið heimilaði og taldi hann geta haft áhrif á kjör leiðsögumanna. „Viðskiptavinum fjölgaði verulega í fyrra. Þeir töldu 300 þúsund og það stefnir í verulega aukningu í ár. Ef þjónustan væri slök myndu ferðamennirnir leita annað. Á tímum samfélagsmiðla og ferðasíðna spyrst fljótt út þegar fyrirtæki veita slæma þjónustu,“ segir Jón Þór. Í bréfi Leiðsagnar segir að fjöldi starfsmanna hjá Arctic Adventures hafi leitað til stéttarfélagsins vegna vanefnda fyrirtækisins á kjarasamningi. Aukinheldur séu starfsmenn, fyrst og fremst erlendir, skráðir í önnur stéttarfélög sem ekki fylgi kjarasamningi fyrir störfin og hóti atvinnumissi leiti þeir til félagsins. „Þetta er ekki rétt. Við höfum ekki fengið kvartanir frá starfsfólki og ef það koma upp vandamál leysum við að sjálfsögðu úr þeim. Okkur er annt um starfsmenn okkar. Hér starfa hátt í 200 leiðsögumenn, íslenskir og erlendir. Margir íslensku leiðsögumannanna eru með þeim reyndari sem starfa á landinu. Starfsmenn hafa frjálsar hendur í hvaða stéttarfélagi þeir eru, enda er félagafrelsi mikilvægt í íslenskum lögum. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að þeir kjósi að vera í öðrum stéttarfélögum, til að mynda sjúkraréttindi eða aðgangur að orlofshúsum. Kjarasamningur leiðsögumanna stendur sama í hvaða stéttarfélagi fólk er.“ Jón Þór segir að það sé misskilningur að laun leiðsögumanna hafi lækkað við samruna við Extreme Iceland árið 2017. Samlegð hafi verið í samrunanum sem hafi gert það að verkum að færra starfsfólk þurfi til. „Arctic Adventures tók yfir framkvæmd á öllum ferðum og þegar í ljós kom að bæta þurfti við starfsfólki hjá Arctic voru þau störf auglýst, og sóttu margir um sem áður höfðu unnið fyrir Extreme Iceland og eru núna mikilvægur hluti af okkar leiðsögumannahópi. Þetta snerist ekki um að ráða fólk á lægra kaupi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjóður GAMMA selur í Arctic Adventures Er salan sögð í samræmi við þá stefnu sjóðsins, GAMMA:Equity, að draga úr vægi óskráðra eigna í eignasafninu. 9. janúar 2019 08:00 Risar í íslenskri ferðaþjónustu sameina krafta sína Arctic Adventures hf. og Icelandic Tourism Fund (ITF) hafa gert samkomulag um sameiningu Into the Glacier ehf. og Arctic Adventures. Sameinað félag mun starfa undir merkjum Arctic Adventures. 9. janúar 2019 14:58 Lenti í hættulegustu aðstæðunum á Íslandi Ása Steinarsdóttir er með tvær háskólagráður og nærri 130 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún gaf 9-5 lífið upp á bátin og lagðist í ferðalög með myndavélina í farteskinu. Ása ruddi sér leið í karlaheimi náttúruljósmyndunar. 9. mars 2019 14:00 Mest lesið Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Sjá meira
Sjóður GAMMA selur í Arctic Adventures Er salan sögð í samræmi við þá stefnu sjóðsins, GAMMA:Equity, að draga úr vægi óskráðra eigna í eignasafninu. 9. janúar 2019 08:00
Risar í íslenskri ferðaþjónustu sameina krafta sína Arctic Adventures hf. og Icelandic Tourism Fund (ITF) hafa gert samkomulag um sameiningu Into the Glacier ehf. og Arctic Adventures. Sameinað félag mun starfa undir merkjum Arctic Adventures. 9. janúar 2019 14:58
Lenti í hættulegustu aðstæðunum á Íslandi Ása Steinarsdóttir er með tvær háskólagráður og nærri 130 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún gaf 9-5 lífið upp á bátin og lagðist í ferðalög með myndavélina í farteskinu. Ása ruddi sér leið í karlaheimi náttúruljósmyndunar. 9. mars 2019 14:00