Bann á efni hvítra þjóðernissinna gæti fjarlægt efni stjórnmálafólks Repúblikana Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 19:23 Jack Dorsey, forstjóri Twitter. Getty/Cole Burston Á starfsmannafundi Twitter, sem fram fór þann 22. mars, spurði starfsmaður fyrirtækisins hvernig stæði á því að Twitter hafi náð að fjarlægja hatursorðræðu sem íslamskir öfgahópar bæru ábyrgð á en ekki hatursorðræðu á vegum hvítra þjóðernissinna. Frá þessu er greint á vef Motherboard. Einn stjórnarmanna svaraði að fyrirtækið starfaði innan lagaramma, en starfsmaður tæknideildarinnar sagði að þegar efni væri síað væri alltaf eitthvað meinlaust efni sem væri síað. Hann tók dæmi um að þegar ISIS sían, það er sían sem tekur út hatursorðræðu frá íslömskum öfgahópum, hafi verið sett á, hafi einnig meinlaust efni verið síað út, til dæmis fréttastöðvar sem væru á arabísku. Hann sagði samfélagið í heildina vera samþykkt því að banna efni frá ISIS þrátt fyrir að það kæmi sumum illa. Í öðrum umræðum á starfsmaður fyrirtækisins að hafa sagt Twitter ekki hafa tekið sömu ráðstafanir við efni hvítra þjóðernissinna vegna þess að sumir aðgangar sem yrði lokað væru aðgangar stjórnmálamanna Repúblikanaflokksins. Þessi starfsmaður færði rök fyrir því, að algóriþminn sem notaður væri gæti blandað saman efni frá stjórnmálamönnum Repúblikanaflokksins og öðru efni hvítra þjóðernissinna. Það að banna stjórnmálafólki að vera á forritinu yrði ekki vinsælt meðal almennings þrátt fyrir að það myndi koma í veg fyrir efni hvítra þjóðernissinna, annað en með ISIS. Twitter sagði í samtali við Motherboard að ekkert í stefnu fyrirtækisins gæfi þessa afstöðu til kynna, „þetta er ekki nákvæm lýsing á okkar stefnu eða starfsemi – á neinn hátt.“ Þrátt fyrir það sýna athugasemdir starfsmannsins það hvernig samfélagslegir staðlar hafa áhrif á samfélagsmiðla. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter. Trump hefur gagnrýnt miðilinn mikið fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það viljandi fækka fylgjendum hans. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa kvartað verulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google hafi falið síður þeirra á samfélagsmiðlum, sem þeir kalla „skuggabönn“ (e. Shadow banning). Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter í gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. 24. apríl 2019 10:58 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Á starfsmannafundi Twitter, sem fram fór þann 22. mars, spurði starfsmaður fyrirtækisins hvernig stæði á því að Twitter hafi náð að fjarlægja hatursorðræðu sem íslamskir öfgahópar bæru ábyrgð á en ekki hatursorðræðu á vegum hvítra þjóðernissinna. Frá þessu er greint á vef Motherboard. Einn stjórnarmanna svaraði að fyrirtækið starfaði innan lagaramma, en starfsmaður tæknideildarinnar sagði að þegar efni væri síað væri alltaf eitthvað meinlaust efni sem væri síað. Hann tók dæmi um að þegar ISIS sían, það er sían sem tekur út hatursorðræðu frá íslömskum öfgahópum, hafi verið sett á, hafi einnig meinlaust efni verið síað út, til dæmis fréttastöðvar sem væru á arabísku. Hann sagði samfélagið í heildina vera samþykkt því að banna efni frá ISIS þrátt fyrir að það kæmi sumum illa. Í öðrum umræðum á starfsmaður fyrirtækisins að hafa sagt Twitter ekki hafa tekið sömu ráðstafanir við efni hvítra þjóðernissinna vegna þess að sumir aðgangar sem yrði lokað væru aðgangar stjórnmálamanna Repúblikanaflokksins. Þessi starfsmaður færði rök fyrir því, að algóriþminn sem notaður væri gæti blandað saman efni frá stjórnmálamönnum Repúblikanaflokksins og öðru efni hvítra þjóðernissinna. Það að banna stjórnmálafólki að vera á forritinu yrði ekki vinsælt meðal almennings þrátt fyrir að það myndi koma í veg fyrir efni hvítra þjóðernissinna, annað en með ISIS. Twitter sagði í samtali við Motherboard að ekkert í stefnu fyrirtækisins gæfi þessa afstöðu til kynna, „þetta er ekki nákvæm lýsing á okkar stefnu eða starfsemi – á neinn hátt.“ Þrátt fyrir það sýna athugasemdir starfsmannsins það hvernig samfélagslegir staðlar hafa áhrif á samfélagsmiðla. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter. Trump hefur gagnrýnt miðilinn mikið fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það viljandi fækka fylgjendum hans. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa kvartað verulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google hafi falið síður þeirra á samfélagsmiðlum, sem þeir kalla „skuggabönn“ (e. Shadow banning).
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter í gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. 24. apríl 2019 10:58 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter í gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. 24. apríl 2019 10:58