Bann á efni hvítra þjóðernissinna gæti fjarlægt efni stjórnmálafólks Repúblikana Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 19:23 Jack Dorsey, forstjóri Twitter. Getty/Cole Burston Á starfsmannafundi Twitter, sem fram fór þann 22. mars, spurði starfsmaður fyrirtækisins hvernig stæði á því að Twitter hafi náð að fjarlægja hatursorðræðu sem íslamskir öfgahópar bæru ábyrgð á en ekki hatursorðræðu á vegum hvítra þjóðernissinna. Frá þessu er greint á vef Motherboard. Einn stjórnarmanna svaraði að fyrirtækið starfaði innan lagaramma, en starfsmaður tæknideildarinnar sagði að þegar efni væri síað væri alltaf eitthvað meinlaust efni sem væri síað. Hann tók dæmi um að þegar ISIS sían, það er sían sem tekur út hatursorðræðu frá íslömskum öfgahópum, hafi verið sett á, hafi einnig meinlaust efni verið síað út, til dæmis fréttastöðvar sem væru á arabísku. Hann sagði samfélagið í heildina vera samþykkt því að banna efni frá ISIS þrátt fyrir að það kæmi sumum illa. Í öðrum umræðum á starfsmaður fyrirtækisins að hafa sagt Twitter ekki hafa tekið sömu ráðstafanir við efni hvítra þjóðernissinna vegna þess að sumir aðgangar sem yrði lokað væru aðgangar stjórnmálamanna Repúblikanaflokksins. Þessi starfsmaður færði rök fyrir því, að algóriþminn sem notaður væri gæti blandað saman efni frá stjórnmálamönnum Repúblikanaflokksins og öðru efni hvítra þjóðernissinna. Það að banna stjórnmálafólki að vera á forritinu yrði ekki vinsælt meðal almennings þrátt fyrir að það myndi koma í veg fyrir efni hvítra þjóðernissinna, annað en með ISIS. Twitter sagði í samtali við Motherboard að ekkert í stefnu fyrirtækisins gæfi þessa afstöðu til kynna, „þetta er ekki nákvæm lýsing á okkar stefnu eða starfsemi – á neinn hátt.“ Þrátt fyrir það sýna athugasemdir starfsmannsins það hvernig samfélagslegir staðlar hafa áhrif á samfélagsmiðla. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter. Trump hefur gagnrýnt miðilinn mikið fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það viljandi fækka fylgjendum hans. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa kvartað verulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google hafi falið síður þeirra á samfélagsmiðlum, sem þeir kalla „skuggabönn“ (e. Shadow banning). Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter í gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. 24. apríl 2019 10:58 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Á starfsmannafundi Twitter, sem fram fór þann 22. mars, spurði starfsmaður fyrirtækisins hvernig stæði á því að Twitter hafi náð að fjarlægja hatursorðræðu sem íslamskir öfgahópar bæru ábyrgð á en ekki hatursorðræðu á vegum hvítra þjóðernissinna. Frá þessu er greint á vef Motherboard. Einn stjórnarmanna svaraði að fyrirtækið starfaði innan lagaramma, en starfsmaður tæknideildarinnar sagði að þegar efni væri síað væri alltaf eitthvað meinlaust efni sem væri síað. Hann tók dæmi um að þegar ISIS sían, það er sían sem tekur út hatursorðræðu frá íslömskum öfgahópum, hafi verið sett á, hafi einnig meinlaust efni verið síað út, til dæmis fréttastöðvar sem væru á arabísku. Hann sagði samfélagið í heildina vera samþykkt því að banna efni frá ISIS þrátt fyrir að það kæmi sumum illa. Í öðrum umræðum á starfsmaður fyrirtækisins að hafa sagt Twitter ekki hafa tekið sömu ráðstafanir við efni hvítra þjóðernissinna vegna þess að sumir aðgangar sem yrði lokað væru aðgangar stjórnmálamanna Repúblikanaflokksins. Þessi starfsmaður færði rök fyrir því, að algóriþminn sem notaður væri gæti blandað saman efni frá stjórnmálamönnum Repúblikanaflokksins og öðru efni hvítra þjóðernissinna. Það að banna stjórnmálafólki að vera á forritinu yrði ekki vinsælt meðal almennings þrátt fyrir að það myndi koma í veg fyrir efni hvítra þjóðernissinna, annað en með ISIS. Twitter sagði í samtali við Motherboard að ekkert í stefnu fyrirtækisins gæfi þessa afstöðu til kynna, „þetta er ekki nákvæm lýsing á okkar stefnu eða starfsemi – á neinn hátt.“ Þrátt fyrir það sýna athugasemdir starfsmannsins það hvernig samfélagslegir staðlar hafa áhrif á samfélagsmiðla. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter. Trump hefur gagnrýnt miðilinn mikið fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það viljandi fækka fylgjendum hans. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa kvartað verulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google hafi falið síður þeirra á samfélagsmiðlum, sem þeir kalla „skuggabönn“ (e. Shadow banning).
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter í gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. 24. apríl 2019 10:58 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter í gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. 24. apríl 2019 10:58