Kolsvört kómedía sem kemur skemmtilega á óvart Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 07:15 Ingvar Guðni Brynjólfsson, Ása Óðinsdóttir og Hrefna Vestmann í hlutverkum sínum Fréttablaðið/Eyþór Blúndur og blásýra er hrollvekjandi gamanverk á fjölum Bæjarleikhússins í Mosfellsbæ. Guðný María Jónsdóttir leikstýrir þar einum öflugasta áhugaleikhópi landsins. Þetta er svört kómedía sem kemur skemmtilega á óvart. Hún er skrifuð 1939 en eldist vel. Ég held það sé vegna þess að þar á sér stað nokkuð sem öllum finnst vera óhugsandi,“ segir Guðný María Jónsdóttir leikstjóri þegar reynt er að toga upp úr henni eitthvað um leikritið Blúndur og blásýra sem Leikfélag Mosfellssveitar sýnir í Bæjarleikhúsinu í Mosó. Hún vill lítið tjá sig um efnið, svo eldfimt er það. Upplýsir þó að það hverfist mest um systurnar Mörtu og Abbý sem virðist elskulegar og hlýjar persónur – en annað komi smátt og smátt í ljós. Ellefu leikarar taka þátt. „Blúndur og blásýra er farsi eftir Joseph Kesselring. Hann var fyrst settur upp á Broadway og Frank Capra gerði síðar fræga svarthvíta bíómynd eftir honum. Karl Ágúst gerði nýjustu íslensku þýðingu leikritsins, þá sem við notum,“ fræðir Guðný mig um. Hún segir hlutverkaskipan breytast í tímans rás. Til dæmis séu löggurnar í upphaflega verkinu skrifaðar fyrir karlmenn en Mosfellingar breyti þeim öllum í kvenlöggur.Guðný María leikstjóri segir gaman að vinna með jafn þjálfuðum áhugaleikurum og Leikfélag Mosfellssveitar hafi á að skipa.„Vestmannaeyingar frumsýndu Blúndur og blásýru degi á undan okkur og þar eru karlmenn í hlutverkum systranna. Ég fylgdist dálítið með því, því ég kenni leiklist í Borgarholtsskóla og einn af nemendum mínum þar er í stóru hlutverki í Eyjum.“ Guðný María segir grósku í Leikfélaginu í Mosfellssveit. „Það er eitt öflugasta áhugaleikhús á Íslandi. Ég er alin upp í Mosó og leikstarfsemin hefur alltaf verið stór hluti af menningarlífinu. Á síðustu árum hefur leikfélagið boðið upp á námskeið fyrir börn og unglinga, það skilar sér. Starfið er samt í pínu hættu núna því mér skilst að bæjarskipulagið vilji leikhúsið burt, sem er óskiljanlegt því nóg pláss er í Mosfellssveit. Þar er leikmunadeild sem er haldið vel utan um. Bæði stúlka sem hannaði sviðsmynd og önnur sem hannaði búninga eru með rætur hér og nýkomnar úr námi í Bretlandi í sínum greinum. Þannig að ég var með einvalalið,“ segir Guðlaug María sem sjálf lærði leikstjórn á Ítalíu. „Það var á annarri öld,“ segir hún hlæjandi. „En margir leikaranna í Mosó hafa sótt ótal námskeið og aðra fræðslu og eru með brennandi áhuga. Fólk í fullri vinnu en tilbúið að leggja á sig enn meiri vinnu sem er svo skemmtilegt við áhugaleikfélögin. Þar mætast allar stéttir samfélagsins, ekkert ólíkt og í kórastarfi.“ Næsta sýning á Blúndum og blásýru verður annað kvöld, 27. apríl, og svo verða sýningar á laugardögum fram eftir maí. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mosfellsbær Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Blúndur og blásýra er hrollvekjandi gamanverk á fjölum Bæjarleikhússins í Mosfellsbæ. Guðný María Jónsdóttir leikstýrir þar einum öflugasta áhugaleikhópi landsins. Þetta er svört kómedía sem kemur skemmtilega á óvart. Hún er skrifuð 1939 en eldist vel. Ég held það sé vegna þess að þar á sér stað nokkuð sem öllum finnst vera óhugsandi,“ segir Guðný María Jónsdóttir leikstjóri þegar reynt er að toga upp úr henni eitthvað um leikritið Blúndur og blásýra sem Leikfélag Mosfellssveitar sýnir í Bæjarleikhúsinu í Mosó. Hún vill lítið tjá sig um efnið, svo eldfimt er það. Upplýsir þó að það hverfist mest um systurnar Mörtu og Abbý sem virðist elskulegar og hlýjar persónur – en annað komi smátt og smátt í ljós. Ellefu leikarar taka þátt. „Blúndur og blásýra er farsi eftir Joseph Kesselring. Hann var fyrst settur upp á Broadway og Frank Capra gerði síðar fræga svarthvíta bíómynd eftir honum. Karl Ágúst gerði nýjustu íslensku þýðingu leikritsins, þá sem við notum,“ fræðir Guðný mig um. Hún segir hlutverkaskipan breytast í tímans rás. Til dæmis séu löggurnar í upphaflega verkinu skrifaðar fyrir karlmenn en Mosfellingar breyti þeim öllum í kvenlöggur.Guðný María leikstjóri segir gaman að vinna með jafn þjálfuðum áhugaleikurum og Leikfélag Mosfellssveitar hafi á að skipa.„Vestmannaeyingar frumsýndu Blúndur og blásýru degi á undan okkur og þar eru karlmenn í hlutverkum systranna. Ég fylgdist dálítið með því, því ég kenni leiklist í Borgarholtsskóla og einn af nemendum mínum þar er í stóru hlutverki í Eyjum.“ Guðný María segir grósku í Leikfélaginu í Mosfellssveit. „Það er eitt öflugasta áhugaleikhús á Íslandi. Ég er alin upp í Mosó og leikstarfsemin hefur alltaf verið stór hluti af menningarlífinu. Á síðustu árum hefur leikfélagið boðið upp á námskeið fyrir börn og unglinga, það skilar sér. Starfið er samt í pínu hættu núna því mér skilst að bæjarskipulagið vilji leikhúsið burt, sem er óskiljanlegt því nóg pláss er í Mosfellssveit. Þar er leikmunadeild sem er haldið vel utan um. Bæði stúlka sem hannaði sviðsmynd og önnur sem hannaði búninga eru með rætur hér og nýkomnar úr námi í Bretlandi í sínum greinum. Þannig að ég var með einvalalið,“ segir Guðlaug María sem sjálf lærði leikstjórn á Ítalíu. „Það var á annarri öld,“ segir hún hlæjandi. „En margir leikaranna í Mosó hafa sótt ótal námskeið og aðra fræðslu og eru með brennandi áhuga. Fólk í fullri vinnu en tilbúið að leggja á sig enn meiri vinnu sem er svo skemmtilegt við áhugaleikfélögin. Þar mætast allar stéttir samfélagsins, ekkert ólíkt og í kórastarfi.“ Næsta sýning á Blúndum og blásýru verður annað kvöld, 27. apríl, og svo verða sýningar á laugardögum fram eftir maí.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mosfellsbær Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira