Valur varð Íslandsmeistari í kvennaflokki í fyrsta sinn eftir 3-0 sigur á Keflavík í úrslitaeinvíginu í Dominos-deild kvenna.
Valsstúlkur stilltu fram afar frambærilegu liði í Dominos-deildinni þetta árið og varð ekki veikara er Helena Sverrisdóttir gekk í raðir Vals rétt fyrir áramót.
Þær unnu KR 3-1 í undanúrslitaeinvíginu og skelltu svo Keflavík 3-0 í úrslitaeinvíginu en þær unnu þriðja leikinn í dag, 87-64.
Daníel Þór, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og fangaði stemninguna.
Brittanny náði sér ekki á strik í kvöld. Sterk vörn Vals.vísir/daníelKeflvíkingar þurftu að sætta sig við silfur.vísir/daníelBaráttan var mikil í kvöld en Valur hafði betur.vísir/daníelÞað var eðlilega stemning yfir bekknum hjá Valsliðinu í dag.vísir/daníelBikarinn fer á loft!vísir/daníelGleði, gleði.vísir/daníel