Koma á laggirnar sorgarmiðstöð fyrir börn sem misst hafa foreldri sitt Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 19:00 Málþing um bætt og breytt verklag í aðstoð við börn sem misst hafa foreldri sitt var haldið í dag undir yfirskriftinni "Hvað verður um mig". Þar sem staða barna í þessari viðkvæmu stöðu var rædd. Að málþinginu komu Hópur áhugafólks um hag barna við fráfall foreldris, Félags- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Landspítalinn og Krabbameinsfélag Íslands. Þar voru meðal annars kynntar rannsóknir um upplifun barna eftir fráfall foreldris og hvernig nýta má þær upplýsingar til að skapa umgjörð fyrir fagfólk og alla sem standa að börnunum. Silja Úlfarsdóttir, móðir tveggja drengja sem misstu pabba sinn fyrir þremur árum, upplifði sig í frjálsu falli eftir skyndilegt fráfall hans. Hún sagði í raun ekkert hafa tekið á móti þeim í áfallinu. „Skólarnir komu sterkir inn og aðstoðuð okkur. Annars var það ekki neitt annað. Ég fór bara sjálf að gúggla, ég hafði samband við prest sjálf. Ég vissi af Ljónhjarta samtökunum og ég var glöð þegar ég komst í þann félagskap. því að jafningafræðslan skiptir mestu máli. Það er í raun og veru ekkert sem að grípur fólk í okkar stöðu,“ segir hún. Faðir drengjanna varð bráðkvaddur á heimili sínu og bar því andlát hans óvænt að. „Þeir voru fjögurra og sex ára þegar hann lést og skilja misjafnlega dauðan og lífið. Öll orkan mín og púðrið fór bara í að láta þá ganga, líf þeirra halda áfram. Ég fann það að ég setti bara mig á hilluna. Það var bara ekki pláss eða tími fyrir mig,“ segir hún. Á árunum 2009 til 2018 misstu að meðaltali um 100 börn foreldri árlega. Á tímabilinu voru börnin rúm 1000 í heildina, þar af 525 drengir og 482 stúlkur. En alls létust 649 foreldrar á tímabilinu. 448 feður og 201 móðir. Silja segir þessar tölur sláandi og þá líka í samhengi við að að hlúa þurfi betur að börnunum. Það sé að svo mörgu að huga eftir andlát „Það eru fjögur svona minni sorgarfélög á Íslandi að taka saman höndum núna og eru að búa til sorgarmiðstöð. Við erum í raun og veru bara að safna pening fyrir þessu verkefni. sem vonandi fer bara á laggirnar í lok sumars. Þá er það bara vonandi eitthvað sem að mun aðstoðað ríkið við að grípa fólk í þessum aðstæðum,“ segir hún. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira
Málþing um bætt og breytt verklag í aðstoð við börn sem misst hafa foreldri sitt var haldið í dag undir yfirskriftinni "Hvað verður um mig". Þar sem staða barna í þessari viðkvæmu stöðu var rædd. Að málþinginu komu Hópur áhugafólks um hag barna við fráfall foreldris, Félags- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Landspítalinn og Krabbameinsfélag Íslands. Þar voru meðal annars kynntar rannsóknir um upplifun barna eftir fráfall foreldris og hvernig nýta má þær upplýsingar til að skapa umgjörð fyrir fagfólk og alla sem standa að börnunum. Silja Úlfarsdóttir, móðir tveggja drengja sem misstu pabba sinn fyrir þremur árum, upplifði sig í frjálsu falli eftir skyndilegt fráfall hans. Hún sagði í raun ekkert hafa tekið á móti þeim í áfallinu. „Skólarnir komu sterkir inn og aðstoðuð okkur. Annars var það ekki neitt annað. Ég fór bara sjálf að gúggla, ég hafði samband við prest sjálf. Ég vissi af Ljónhjarta samtökunum og ég var glöð þegar ég komst í þann félagskap. því að jafningafræðslan skiptir mestu máli. Það er í raun og veru ekkert sem að grípur fólk í okkar stöðu,“ segir hún. Faðir drengjanna varð bráðkvaddur á heimili sínu og bar því andlát hans óvænt að. „Þeir voru fjögurra og sex ára þegar hann lést og skilja misjafnlega dauðan og lífið. Öll orkan mín og púðrið fór bara í að láta þá ganga, líf þeirra halda áfram. Ég fann það að ég setti bara mig á hilluna. Það var bara ekki pláss eða tími fyrir mig,“ segir hún. Á árunum 2009 til 2018 misstu að meðaltali um 100 börn foreldri árlega. Á tímabilinu voru börnin rúm 1000 í heildina, þar af 525 drengir og 482 stúlkur. En alls létust 649 foreldrar á tímabilinu. 448 feður og 201 móðir. Silja segir þessar tölur sláandi og þá líka í samhengi við að að hlúa þurfi betur að börnunum. Það sé að svo mörgu að huga eftir andlát „Það eru fjögur svona minni sorgarfélög á Íslandi að taka saman höndum núna og eru að búa til sorgarmiðstöð. Við erum í raun og veru bara að safna pening fyrir þessu verkefni. sem vonandi fer bara á laggirnar í lok sumars. Þá er það bara vonandi eitthvað sem að mun aðstoðað ríkið við að grípa fólk í þessum aðstæðum,“ segir hún.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Sjá meira