Fjársvikamál Magnúsar umfangsmeira en talið var í fyrstu Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2019 10:42 Magnús Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Vísir/Eyþór Embætti héraðssaksóknara er enn með mál gegn Magnúsi Ólafi Garðarssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicion, til rannsóknar. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að tilvikunum sem séu undir í rannsókn hafi fjölgað sem jók umfang málsins. Arion banki, fimm lífeyrissjóðir og þrotabú Sameinaðs silicon hf. óskuðu eftir því að embættið tæki til rannsóknar nokkur alvarleg tilvik sem grunur leikur á að feli í sér refsiverð brot af hálfu Magnúsar Ólafs og eftir atvikum annarra stjórnenda, stjórnarmanna og starfsmanna félagsins. Þá hafði stjórn United Silicon einnig kært Magnús Ólaf til héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014 Hlaupa upphæðirnar á hundruðum milljóna króna sem eru til rannsóknar. Ólafur Þór Hauksson segir að eftir því sem vinnu skipstjóra þrotabús Sameinaðs sílicon hf. hefur undið fram hafi fleiri tilvik komið fram sem tilkynnt voru til saksóknara. Greint var frá því í ágúst í fyrra að þrotabúið hefði gert kröfu í 570 þúsund evrur sem talið er að Magnús hafi látið leggja inn á bankareikning í Danmörku. Hefur Magnúsi verið stefnt fyrir að útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikninga. Þá var farið fram á að Magnús yrði dæmdur til að greiða félaginu að jafnvirði rúmlega 520 milljónir króna í bætur en hann er sakaður um að hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. Arion banki var stærsti hluthafi og lánveitandi í United Silicon. Um miðjan september 2017 tóku lífeyrissjóðirnir fimm ásamt bankanum yfir 98 prósent af hlutafé verksmiðjunnar en Arion lánaði verksmiðjunni um átta milljarða króna. Dómsmál Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fundu reikning Magnúsar í Danmörku sem enginn vissi um Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. 23. ágúst 2018 13:22 Sýndi skeytingarleysi um líf annarra og fær ekki Tesluna aftur Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, fái ekki aftur Tesla bifreið sína. Þá var fjögurra mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Magnúsi úr héraðsdómi fyrir umferðarlagabrot. 5. apríl 2019 15:44 Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara er enn með mál gegn Magnúsi Ólafi Garðarssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicion, til rannsóknar. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að tilvikunum sem séu undir í rannsókn hafi fjölgað sem jók umfang málsins. Arion banki, fimm lífeyrissjóðir og þrotabú Sameinaðs silicon hf. óskuðu eftir því að embættið tæki til rannsóknar nokkur alvarleg tilvik sem grunur leikur á að feli í sér refsiverð brot af hálfu Magnúsar Ólafs og eftir atvikum annarra stjórnenda, stjórnarmanna og starfsmanna félagsins. Þá hafði stjórn United Silicon einnig kært Magnús Ólaf til héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014 Hlaupa upphæðirnar á hundruðum milljóna króna sem eru til rannsóknar. Ólafur Þór Hauksson segir að eftir því sem vinnu skipstjóra þrotabús Sameinaðs sílicon hf. hefur undið fram hafi fleiri tilvik komið fram sem tilkynnt voru til saksóknara. Greint var frá því í ágúst í fyrra að þrotabúið hefði gert kröfu í 570 þúsund evrur sem talið er að Magnús hafi látið leggja inn á bankareikning í Danmörku. Hefur Magnúsi verið stefnt fyrir að útgáfu tilhæfulausra og falsaðra reikninga. Þá var farið fram á að Magnús yrði dæmdur til að greiða félaginu að jafnvirði rúmlega 520 milljónir króna í bætur en hann er sakaður um að hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. Arion banki var stærsti hluthafi og lánveitandi í United Silicon. Um miðjan september 2017 tóku lífeyrissjóðirnir fimm ásamt bankanum yfir 98 prósent af hlutafé verksmiðjunnar en Arion lánaði verksmiðjunni um átta milljarða króna.
Dómsmál Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Fundu reikning Magnúsar í Danmörku sem enginn vissi um Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. 23. ágúst 2018 13:22 Sýndi skeytingarleysi um líf annarra og fær ekki Tesluna aftur Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, fái ekki aftur Tesla bifreið sína. Þá var fjögurra mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Magnúsi úr héraðsdómi fyrir umferðarlagabrot. 5. apríl 2019 15:44 Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48
Fundu reikning Magnúsar í Danmörku sem enginn vissi um Þrotabú United Silicon höfðaði fyrr í mánuðinum annað skaðabótamál á hendur Magnúsi Ólafi Garðssyni, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, fyrir fjársvik. 23. ágúst 2018 13:22
Sýndi skeytingarleysi um líf annarra og fær ekki Tesluna aftur Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, fái ekki aftur Tesla bifreið sína. Þá var fjögurra mánaða skilorðsbundinn dómur yfir Magnúsi úr héraðsdómi fyrir umferðarlagabrot. 5. apríl 2019 15:44
Gríðarlangur listi aðfinnslna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um United Silicon Úttekt Vinnueftirlits ríkisins, skortur á athugun á bakgrunni rekstraraðila og kröfuleysi við framkvæmd umhverfismats er meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslu sinni um United Silicon. Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð síðasta haust eftir ítrekaðar uppákomuar í rekstri verksmiðjunnar. 18. maí 2018 08:00