Hæstiréttur synjar um málskot vegna óvissu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. apríl 2019 07:15 Hæstiréttur synjaði beiðnum um málskot vegna óvissu. Fréttablaðið/Eyþór Hæstiréttur mun ekki fjalla efnislega um mál sem vísað hefur verið til réttarins á grundvelli nýs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um skipun dómara við Landsrétt fyrr en fyrir liggur hver endanleg niðurstaða málsins verður í Strassborg. „Þessi afstaða Hæstaréttar er í sjálfu sér skiljanleg,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður eins þriggja manna sem synjað var um áfrýjunarleyfi í gær. „Maðurinn var samt saklaus dæmdur,“ bætir Einar Gautur við en beiðni mannsins byggði einnig á þeirri forsendu að dómur Landsréttar hefði verið bersýnilega rangur. Hæstiréttur hafnaði í gær þremur beiðnum um ómerkingu dóma Landsréttar. Byggt var á því í beiðnunum að annmarkar hefðu verið á skipan dómaranna sem brytu í bága við ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð. Í tveimur málanna hafði Arnfríður Einarsdóttur setið í dómi en í einu tilviki Ásmundur Einarsson. Bæði voru þau meðal þeirra fjögurra dómara sem ráðherra bætti á fimmtán manna lista dómaraefna án þess að gæta réttra málsmeðferðarreglna. Fram kemur að ákæruvaldið telji efni til að verða við beiðnum um ómerkingu en Hæstiréttur synjar beiðnunum hins vegar á þeim grundvelli að dómur hafi þegar verið kveðinn upp í Hæstarétti um sama sakarefni. Í dómi MDE er vísað til umrædds dóms Hæstaréttar og túlkun hans á ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð gagnrýnd. Í ákvörðununum segir að ekki verði tekin afstaða til dóms MDE fyrr en endanlegur dómur hafi verið kveðinn upp eða niðurstaðan látin standa óröskuð við endurskoðun. „Ótækt er, vegna þessa álitaefnis eins út af fyrir sig, að heimila í þessu sakamáli áfrýjun sem fyrirsjáanlega hefði þá afleiðingu að hér fyrir dómi yrði að fresta því um ótiltekinn tíma án þess að nokkru verði nú slegið föstu um hvert vægi þessa álitaefnis kynni að verða.“ Fram kemur einnig hjá Hæstarétti að alls óvíst sé hvenær málinu verði endanlega lokið ytra. Þeir sem til þekkja telja að allt að tvö ár geti liðið þar til niðurstaða efri deildar liggi fyrir, verði fallist á að taka málið til endurskoðunar í efri deild MDE. Þeir, sem synjað var um áfrýjunarleyfi í dag, munu ekki eiga annan kost á að æskja áfrýjunarleyfis hjá Hæstarétti að nýju, en Hæstiréttur veitir þó þá leiðbeiningu í niðurlagi ákvörðunarinnar. „Kæmi á síðari stigum til þess að dómur Landsréttar í öðru máli yrði fyrir Hæstarétti ómerktur vegna atvika hliðstæðum þeim sem hér eru uppi, gæti leyfisbeiðandi jafnframt eftir atvikum leitað endurupptöku málsins fyrir Landsrétti.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Hæstiréttur mun ekki fjalla efnislega um mál sem vísað hefur verið til réttarins á grundvelli nýs dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um skipun dómara við Landsrétt fyrr en fyrir liggur hver endanleg niðurstaða málsins verður í Strassborg. „Þessi afstaða Hæstaréttar er í sjálfu sér skiljanleg,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður eins þriggja manna sem synjað var um áfrýjunarleyfi í gær. „Maðurinn var samt saklaus dæmdur,“ bætir Einar Gautur við en beiðni mannsins byggði einnig á þeirri forsendu að dómur Landsréttar hefði verið bersýnilega rangur. Hæstiréttur hafnaði í gær þremur beiðnum um ómerkingu dóma Landsréttar. Byggt var á því í beiðnunum að annmarkar hefðu verið á skipan dómaranna sem brytu í bága við ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð. Í tveimur málanna hafði Arnfríður Einarsdóttur setið í dómi en í einu tilviki Ásmundur Einarsson. Bæði voru þau meðal þeirra fjögurra dómara sem ráðherra bætti á fimmtán manna lista dómaraefna án þess að gæta réttra málsmeðferðarreglna. Fram kemur að ákæruvaldið telji efni til að verða við beiðnum um ómerkingu en Hæstiréttur synjar beiðnunum hins vegar á þeim grundvelli að dómur hafi þegar verið kveðinn upp í Hæstarétti um sama sakarefni. Í dómi MDE er vísað til umrædds dóms Hæstaréttar og túlkun hans á ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð gagnrýnd. Í ákvörðununum segir að ekki verði tekin afstaða til dóms MDE fyrr en endanlegur dómur hafi verið kveðinn upp eða niðurstaðan látin standa óröskuð við endurskoðun. „Ótækt er, vegna þessa álitaefnis eins út af fyrir sig, að heimila í þessu sakamáli áfrýjun sem fyrirsjáanlega hefði þá afleiðingu að hér fyrir dómi yrði að fresta því um ótiltekinn tíma án þess að nokkru verði nú slegið föstu um hvert vægi þessa álitaefnis kynni að verða.“ Fram kemur einnig hjá Hæstarétti að alls óvíst sé hvenær málinu verði endanlega lokið ytra. Þeir sem til þekkja telja að allt að tvö ár geti liðið þar til niðurstaða efri deildar liggi fyrir, verði fallist á að taka málið til endurskoðunar í efri deild MDE. Þeir, sem synjað var um áfrýjunarleyfi í dag, munu ekki eiga annan kost á að æskja áfrýjunarleyfis hjá Hæstarétti að nýju, en Hæstiréttur veitir þó þá leiðbeiningu í niðurlagi ákvörðunarinnar. „Kæmi á síðari stigum til þess að dómur Landsréttar í öðru máli yrði fyrir Hæstarétti ómerktur vegna atvika hliðstæðum þeim sem hér eru uppi, gæti leyfisbeiðandi jafnframt eftir atvikum leitað endurupptöku málsins fyrir Landsrétti.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira