Faðir Assange vill son sinn framseldan til Ástralíu Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 11:15 "Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði faðir Assange. Vísir/EPA Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu. Faðir Assange, John Shipton, hvatti forsætisráðherra Ástralíu, John Shipton til þess að stíga inn í og gera eitthvað í máli sonar síns. Julian Assange var eins og fjallað hefur verið um vísað út úr ekvadorska sendiráðinu í London þar sem hann hefur dvalið síðustu sjö ár. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur verið felld niður en handtökuskipun var gefin út vegna þess að Assange mætti ekki fyrir dómara. Assange var á dögunum vísað úr sendiráðinu og hann umsvifalaust handtekinn. „Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann“ Faðir Assange, var til viðtals í ástralska miðlinum Herald Sun en Guardian greinir frá. Shipton sagði að Morrison forsætisráðherra og utanríkisþjónustan ættu að gera eitthvað í málinu. „Það er hægt að leysa þetta mál svo að allir verði ánægðir. Það hefur verið rætt á fundi þingmanns og fulltrúa utanríkisráðuneytisins að Julian verði framseldur til Ástralíu,“ sagði Shipton. Shipton sagðist einnig hafa fengið áfall við að sjá ástandið á syni sínum þegar hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu. „Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði Shipton Fær lögfræðiráðgjöf en enga sérmeðferð Ástralskir stjórnmálamenn hafa einnig verið spurðir út í mál Assange en kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í maí er í fullum gangi. Forsætisráðherrann Morrison hefur tjáð sig um málið og sagði að Assange yrði boðin lögfræðiráðgjöf en hann fengi enga sérmeðferð frá áströlskum stjórnvöldum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Bill Shorten, sagðist glaður vilja að teymi sitt ræddi við lögfræðinga Assange á næstu vikum. „Ég veit ekki hvort Assange hafi verið blaðamaður, sagði Shorten. „Ég ætla ekki að segja að hann hafi verið eins og bakpokaferðalangur sem þarf hjálp frá sendiráðinu eftir að hafa verið á fylleríi í Bangkok, þetta er mikilvægara en það,“ bætti Shorten við. Leiðtogi Græna Flokksins, Richard Di Natale, sagði að fordæmið sem sett yrði væri mikilvægt. „Assange er ábyrgur fyrir því að uppljóstra um stríðsglæpi í Írak, það eru mikilvægar upplýsingar,“ Ástralía Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu. Faðir Assange, John Shipton, hvatti forsætisráðherra Ástralíu, John Shipton til þess að stíga inn í og gera eitthvað í máli sonar síns. Julian Assange var eins og fjallað hefur verið um vísað út úr ekvadorska sendiráðinu í London þar sem hann hefur dvalið síðustu sjö ár. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur verið felld niður en handtökuskipun var gefin út vegna þess að Assange mætti ekki fyrir dómara. Assange var á dögunum vísað úr sendiráðinu og hann umsvifalaust handtekinn. „Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann“ Faðir Assange, var til viðtals í ástralska miðlinum Herald Sun en Guardian greinir frá. Shipton sagði að Morrison forsætisráðherra og utanríkisþjónustan ættu að gera eitthvað í málinu. „Það er hægt að leysa þetta mál svo að allir verði ánægðir. Það hefur verið rætt á fundi þingmanns og fulltrúa utanríkisráðuneytisins að Julian verði framseldur til Ástralíu,“ sagði Shipton. Shipton sagðist einnig hafa fengið áfall við að sjá ástandið á syni sínum þegar hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu. „Ég sá hann, ég sá hvernig löggan dró hann niður tröppurnar. Hann leit alls ekki vel út. Ég er 74 ára og ég lít betur út en hann, hann er 47 ára. Þetta var mikið áfall,“ sagði Shipton Fær lögfræðiráðgjöf en enga sérmeðferð Ástralskir stjórnmálamenn hafa einnig verið spurðir út í mál Assange en kosningabaráttan fyrir þingkosningarnar í maí er í fullum gangi. Forsætisráðherrann Morrison hefur tjáð sig um málið og sagði að Assange yrði boðin lögfræðiráðgjöf en hann fengi enga sérmeðferð frá áströlskum stjórnvöldum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Bill Shorten, sagðist glaður vilja að teymi sitt ræddi við lögfræðinga Assange á næstu vikum. „Ég veit ekki hvort Assange hafi verið blaðamaður, sagði Shorten. „Ég ætla ekki að segja að hann hafi verið eins og bakpokaferðalangur sem þarf hjálp frá sendiráðinu eftir að hafa verið á fylleríi í Bangkok, þetta er mikilvægara en það,“ bætti Shorten við. Leiðtogi Græna Flokksins, Richard Di Natale, sagði að fordæmið sem sett yrði væri mikilvægt. „Assange er ábyrgur fyrir því að uppljóstra um stríðsglæpi í Írak, það eru mikilvægar upplýsingar,“
Ástralía Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29
Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00