Segir Kárahnjúkavirkjun verða hryggjarstykki auðlindasjóðs Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2019 21:00 Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur um orkumál, rekur ráðgjafafyrirtækið Askja Energy. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Kárahnjúkavirkjun á eftir að skila geysilegum arði og verða hryggjarstykkið í auðlindasjóði þjóðarinnar, að mati Ketils Sigurjónssonar, sérfræðings um orkumál, sem telur að þrátt fyrir neikvæð umhverfisáhrif geti Íslendingar verið stoltir af þessu mikla mannvirki. Rætt var við Ketil í fréttum Stöðvar 2. Tólf ár eru frá því Kárahjúkavirkjun hóf raforkuframleiðslu en hún var afar umdeild. Andstæðingar fjölmenntu meðal annars fyrir utan Ráðhúsið í Reykjavík í ársbyrjun 2003 til að krefast þess að borgin, sem 45 prósent eigandi Landsvirkjunar á þeim tíma, losaði sig undan fjárhagslegri ábyrgð á virkjuninni enda myndu allir tapa á henni, samkvæmt því sem stóð á mótmælaspjöldum.Frá Kárahnjúkastíflu. Hálslón varð til vegna stíflunnar. Framkvæmdin er einhver sú umdeildasta sem ráðist hefur verið í hérlendis.Vísir/Pjetur.„Þetta var auðvitað virkjun sem hafði margvísleg umhverfisáhrif og kannski ekki skrítið að hún fengi neikvæð viðbrögð út af því. En á móti kemur að hún skilar miklum tekjum,“ segir Ketill. „Að vísu er það þannig að upphaflegi samningurinn hljóðaði upp á mjög lágt verð. Þannig að Alcoa má mjög vel við una við verðið fyrstu um það bil 20 ár samningstímans.“ Ketill, sem rekur sjálfstæða ráðgjöf um orkumál, bendir á það í grein í Kjarnanum að orkusamningurinn við álver Alcoa á Reyðarfirði komi líklegast til endurskoðunar árið 2028.Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði.vísir/valli„Og miðað við yfirlýsingar Landsvirkjunar upp á síðkastið þá er greinilegt að Landsvirkjun gerir ráð fyrir því að orkuverðið hækki mikið í þeim samningi árið 2028“. Kárahnjúkavirkjun er langstærsta vatnsaflsvirkjun landsins og stendur undir um þriðjungi af orkuframleiðslu Landsvirkjunar. „Þá eiginlega blasir við að virkjunin mun skila geysilegum arði frá og með 2028 og vera algjört hryggjarstykki í auðlindasjóði, sem mér sýnist að stjórnvöld stefni mjög ákveðið að.“Úr stöðvarhússhvelfingu Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Hún er langstærsta vatnsaflsvirkjun landsins.vísir/gvaKetill kveðst þó ekki geta svarað því hvort viðhorfin til Kárahnjúkavirkjunar eigi eftir að breytast. „Þrátt fyrir umhverfisáhrifin, sem voru af þessu, og mörg hver mjög eflaust neikvæð, að þá held ég að Íslendingar geti verið mjög stoltir af þessari virkjun. Þetta er glæsilegt mannvirki og þetta er stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu, fyrir utan Rússland. Þetta var meiriháttar projekt og það tókst mjög vel til,“ segir Ketill. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fljótsdalshérað Fljótsdalshreppur Orkumál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19 Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Kárahnjúkavirkjun á eftir að skila geysilegum arði og verða hryggjarstykkið í auðlindasjóði þjóðarinnar, að mati Ketils Sigurjónssonar, sérfræðings um orkumál, sem telur að þrátt fyrir neikvæð umhverfisáhrif geti Íslendingar verið stoltir af þessu mikla mannvirki. Rætt var við Ketil í fréttum Stöðvar 2. Tólf ár eru frá því Kárahjúkavirkjun hóf raforkuframleiðslu en hún var afar umdeild. Andstæðingar fjölmenntu meðal annars fyrir utan Ráðhúsið í Reykjavík í ársbyrjun 2003 til að krefast þess að borgin, sem 45 prósent eigandi Landsvirkjunar á þeim tíma, losaði sig undan fjárhagslegri ábyrgð á virkjuninni enda myndu allir tapa á henni, samkvæmt því sem stóð á mótmælaspjöldum.Frá Kárahnjúkastíflu. Hálslón varð til vegna stíflunnar. Framkvæmdin er einhver sú umdeildasta sem ráðist hefur verið í hérlendis.Vísir/Pjetur.„Þetta var auðvitað virkjun sem hafði margvísleg umhverfisáhrif og kannski ekki skrítið að hún fengi neikvæð viðbrögð út af því. En á móti kemur að hún skilar miklum tekjum,“ segir Ketill. „Að vísu er það þannig að upphaflegi samningurinn hljóðaði upp á mjög lágt verð. Þannig að Alcoa má mjög vel við una við verðið fyrstu um það bil 20 ár samningstímans.“ Ketill, sem rekur sjálfstæða ráðgjöf um orkumál, bendir á það í grein í Kjarnanum að orkusamningurinn við álver Alcoa á Reyðarfirði komi líklegast til endurskoðunar árið 2028.Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði.vísir/valli„Og miðað við yfirlýsingar Landsvirkjunar upp á síðkastið þá er greinilegt að Landsvirkjun gerir ráð fyrir því að orkuverðið hækki mikið í þeim samningi árið 2028“. Kárahnjúkavirkjun er langstærsta vatnsaflsvirkjun landsins og stendur undir um þriðjungi af orkuframleiðslu Landsvirkjunar. „Þá eiginlega blasir við að virkjunin mun skila geysilegum arði frá og með 2028 og vera algjört hryggjarstykki í auðlindasjóði, sem mér sýnist að stjórnvöld stefni mjög ákveðið að.“Úr stöðvarhússhvelfingu Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Hún er langstærsta vatnsaflsvirkjun landsins.vísir/gvaKetill kveðst þó ekki geta svarað því hvort viðhorfin til Kárahnjúkavirkjunar eigi eftir að breytast. „Þrátt fyrir umhverfisáhrifin, sem voru af þessu, og mörg hver mjög eflaust neikvæð, að þá held ég að Íslendingar geti verið mjög stoltir af þessari virkjun. Þetta er glæsilegt mannvirki og þetta er stærsta vatnsaflsvirkjun í Evrópu, fyrir utan Rússland. Þetta var meiriháttar projekt og það tókst mjög vel til,“ segir Ketill. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fljótsdalshérað Fljótsdalshreppur Orkumál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19 Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19
Vilja Þjóðarsjóðspeningana í samgöngumál og skattalækkanir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ef ganga á í fjármagn eyrnamerkt Þjóðarsjóði væri æskilegast að nýta það til að lækka álögur á almenning. 18. febrúar 2019 16:30
Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15
Arður Landsvirkjunar komi í stað veggjalda fyrstu árin Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að engin ákvörðun liggi fyrir um veggjöld og varpar því fram hvort skynsamlegra sé að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar í uppbyggingu vegakerfisins. 10. febrúar 2019 13:15