Uppgjör: Hamilton vinnur þúsundasta kappaksturinn Bragi Þórðarson skrifar 15. apríl 2019 16:30 Lewis Hamilton náði sínum öðrum sigri á árinu í kínverska kappakstrinum Getty Lewis Hamilton byrjaði annar á ráspól í þúsundasta kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina. Bretinn fór mun betur af stað heldur en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, sem að sat á ráspól. Strax í fystu beygju hafði fimmfaldi meistarinn náð forustu og lét Lewis hana aldrei af hendi. Bottas varð að sætta sig við annað sætið í nokkuð viðburðalitlum kappakstri. Fyrir vikið missti Finninn fyrsta sætið í heimsmeistarakeppninni til liðsfélaga síns. Mercedes liðið byrjar tímabilið frábæralega, eftir þrjár keppnir er liðið með fullt hús stiga í keppni bílasmiða. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem að lið hefur klárað fyrstu þrjár keppnir ársins í fyrsta og öðru sæti. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á árinuGettyFerrari enn án sigurs í árSebastian Vettel hefur verið að berjast um titilinn við Hamilton síðastliðin tvö ár. Þjóðverjinn komst í fyrsta skiptið á verðlaunapall á árinu er hann kláraði þriðji um helgina. Vettel situr fjórði í mótinu, 31 stigi á eftir Hamilton. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc, tapaði sigri í síðustu keppni á grátlegan hátt er vélarbilun kom upp í Ferrari bíl hans. Segja má að liðið hafi kastað Leclerc í hundana í kínverska kappakstrinum. Charles komst upp í þriðja sætið á undan Vettel í ræsingunni. ,,Hleyptu Vettel framúr’’ fékk Leclerc að heyra í talstöðinni á hring 10. Mónakóbúinn varð að ósk liðsins þrátt fyrir að hraði ökuþóranna virtist vera sá sami. Til að bæta gráu ofan á svart beið liðið alltof lengi með að skipta um dekk á bíl Leclerc, fyrir vikið missti hann Max Verstappen fram fyrir sig í þjónustuhléunum og endaði því fimmti. Nú fer Formúlu 1 sirkusinn yfir í Evrópu þar sem næsta umferð fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton byrjaði annar á ráspól í þúsundasta kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina. Bretinn fór mun betur af stað heldur en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, sem að sat á ráspól. Strax í fystu beygju hafði fimmfaldi meistarinn náð forustu og lét Lewis hana aldrei af hendi. Bottas varð að sætta sig við annað sætið í nokkuð viðburðalitlum kappakstri. Fyrir vikið missti Finninn fyrsta sætið í heimsmeistarakeppninni til liðsfélaga síns. Mercedes liðið byrjar tímabilið frábæralega, eftir þrjár keppnir er liðið með fullt hús stiga í keppni bílasmiða. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem að lið hefur klárað fyrstu þrjár keppnir ársins í fyrsta og öðru sæti. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á árinuGettyFerrari enn án sigurs í árSebastian Vettel hefur verið að berjast um titilinn við Hamilton síðastliðin tvö ár. Þjóðverjinn komst í fyrsta skiptið á verðlaunapall á árinu er hann kláraði þriðji um helgina. Vettel situr fjórði í mótinu, 31 stigi á eftir Hamilton. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc, tapaði sigri í síðustu keppni á grátlegan hátt er vélarbilun kom upp í Ferrari bíl hans. Segja má að liðið hafi kastað Leclerc í hundana í kínverska kappakstrinum. Charles komst upp í þriðja sætið á undan Vettel í ræsingunni. ,,Hleyptu Vettel framúr’’ fékk Leclerc að heyra í talstöðinni á hring 10. Mónakóbúinn varð að ósk liðsins þrátt fyrir að hraði ökuþóranna virtist vera sá sami. Til að bæta gráu ofan á svart beið liðið alltof lengi með að skipta um dekk á bíl Leclerc, fyrir vikið missti hann Max Verstappen fram fyrir sig í þjónustuhléunum og endaði því fimmti. Nú fer Formúlu 1 sirkusinn yfir í Evrópu þar sem næsta umferð fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira