Uppgjör: Hamilton vinnur þúsundasta kappaksturinn Bragi Þórðarson skrifar 15. apríl 2019 16:30 Lewis Hamilton náði sínum öðrum sigri á árinu í kínverska kappakstrinum Getty Lewis Hamilton byrjaði annar á ráspól í þúsundasta kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina. Bretinn fór mun betur af stað heldur en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, sem að sat á ráspól. Strax í fystu beygju hafði fimmfaldi meistarinn náð forustu og lét Lewis hana aldrei af hendi. Bottas varð að sætta sig við annað sætið í nokkuð viðburðalitlum kappakstri. Fyrir vikið missti Finninn fyrsta sætið í heimsmeistarakeppninni til liðsfélaga síns. Mercedes liðið byrjar tímabilið frábæralega, eftir þrjár keppnir er liðið með fullt hús stiga í keppni bílasmiða. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem að lið hefur klárað fyrstu þrjár keppnir ársins í fyrsta og öðru sæti. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á árinuGettyFerrari enn án sigurs í árSebastian Vettel hefur verið að berjast um titilinn við Hamilton síðastliðin tvö ár. Þjóðverjinn komst í fyrsta skiptið á verðlaunapall á árinu er hann kláraði þriðji um helgina. Vettel situr fjórði í mótinu, 31 stigi á eftir Hamilton. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc, tapaði sigri í síðustu keppni á grátlegan hátt er vélarbilun kom upp í Ferrari bíl hans. Segja má að liðið hafi kastað Leclerc í hundana í kínverska kappakstrinum. Charles komst upp í þriðja sætið á undan Vettel í ræsingunni. ,,Hleyptu Vettel framúr’’ fékk Leclerc að heyra í talstöðinni á hring 10. Mónakóbúinn varð að ósk liðsins þrátt fyrir að hraði ökuþóranna virtist vera sá sami. Til að bæta gráu ofan á svart beið liðið alltof lengi með að skipta um dekk á bíl Leclerc, fyrir vikið missti hann Max Verstappen fram fyrir sig í þjónustuhléunum og endaði því fimmti. Nú fer Formúlu 1 sirkusinn yfir í Evrópu þar sem næsta umferð fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton byrjaði annar á ráspól í þúsundasta kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina. Bretinn fór mun betur af stað heldur en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, sem að sat á ráspól. Strax í fystu beygju hafði fimmfaldi meistarinn náð forustu og lét Lewis hana aldrei af hendi. Bottas varð að sætta sig við annað sætið í nokkuð viðburðalitlum kappakstri. Fyrir vikið missti Finninn fyrsta sætið í heimsmeistarakeppninni til liðsfélaga síns. Mercedes liðið byrjar tímabilið frábæralega, eftir þrjár keppnir er liðið með fullt hús stiga í keppni bílasmiða. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem að lið hefur klárað fyrstu þrjár keppnir ársins í fyrsta og öðru sæti. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á árinuGettyFerrari enn án sigurs í árSebastian Vettel hefur verið að berjast um titilinn við Hamilton síðastliðin tvö ár. Þjóðverjinn komst í fyrsta skiptið á verðlaunapall á árinu er hann kláraði þriðji um helgina. Vettel situr fjórði í mótinu, 31 stigi á eftir Hamilton. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc, tapaði sigri í síðustu keppni á grátlegan hátt er vélarbilun kom upp í Ferrari bíl hans. Segja má að liðið hafi kastað Leclerc í hundana í kínverska kappakstrinum. Charles komst upp í þriðja sætið á undan Vettel í ræsingunni. ,,Hleyptu Vettel framúr’’ fékk Leclerc að heyra í talstöðinni á hring 10. Mónakóbúinn varð að ósk liðsins þrátt fyrir að hraði ökuþóranna virtist vera sá sami. Til að bæta gráu ofan á svart beið liðið alltof lengi með að skipta um dekk á bíl Leclerc, fyrir vikið missti hann Max Verstappen fram fyrir sig í þjónustuhléunum og endaði því fimmti. Nú fer Formúlu 1 sirkusinn yfir í Evrópu þar sem næsta umferð fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira