Sjö verslanir hætt rekstri frá áramótum og aðrar fjórar loka um mánaðamótin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. apríl 2019 19:30 Sjö verslanir hafa hætt rekstri á Laugavegi frá áramótum og munu aðrar fjórar loka um mánaðarmótin vegna samdráttar í rekstri. Kaupmenn í miðbænum eru uggandi yfir því að nú eigi að breyta Laugavegi í göngugötu allt árið um kring og segja að þetta sé banabiti svæðisins sem verslunargötu. Þá hugsa fleiri sér til hreyfings en eigandi Máls og menningar sér nú fram á að þurfa flytja búðina. Um næstu mánaðarmót verður þeim sem aka upp Klapparstíg beint til vinstri, upp Laugaveg, og geta þeir beygt niður Vatnsstíg eða haldið áfram upp Laugaveginn og þá beygt Frakkastíg til norðurs. Við Frakkastíg mæta þeir þá bílum sem koma niður Laugaveg og verður báðum beint niður Frakkastíg.Breytingarnar verði banabitinn Á sama tíma, eða næstu mánðarmót, verður götum í miðbæ Reykjavíkur breytt í göngugötur, eins og venjulega á sumrin, en nú hefur borgin ákveðið að þetta verði varanlegar breytingar. Verslunareigendur segja varanlegar lokanir óskiljanlegar á sama tíma og fjöldi verslunarrýma standi nú auð Um 230 kaupmenn hafa skrifað undir lista Miðbæjarfélagsins þar sem breytingunum er mótmælt. „Ég tel að þetta verði banabiti svæðisins sem verslunargötu,“ segir Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi 24. „Það er fáránlegt að ætla að fara loka götunni allt árið um kring. Í alls konar veðri. Það er fáránleg. Það verður enginn á götunni. Það er enginn að labba í bænum á þessum tíma,“ segir Brynjólfur Björnsson, framkvæmdastjóri Brynju og bætir við að Íslendingar sjáist nú varla á Laugaveginum.Sjö verslanir horfið frá áramótum „Við sem viljum halda í þau gildi sem hafa verið að hafa Laugaveginn sem verslunargötu, við erum að tapa. Þá snýr þetta að mér, nú þarf ég kannski að fara,“ segir Gunnar sem hefur rekið verslun sína á Laugavegi í 47 ár. Fjölmargar verslanir hafa þurft að fara úr miðbænum og telja þær sjö frá áramótum. Þá flytja fjórar á næstunni, verslunin Brá, Michelsen, Spaksmannsspjarir og Reykjavík Foto. Þá segia kaupmenn hærri fasteignafjöld og fækkun bílastæða einnig hafa áhrifMál og menning gæti þurft að flytja „Það er sorglegt að borgin skuli ekki hlusta á okkur. Þetta er okkar atvinna og það er bara eins og það sé verið að reyna flæma okkur í burtu,“ segir Hildur Bolladóttir, einn eigandi gullsmiðju Ófeigs á Skólavörðustíg. Þá segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Máls og menningar, í samtali við fréttastofu að hún sjái nú fram á að þurfa flytja búðina af Laugavegi en bókabúðin hefur hún verið í hátt í sextíu ár. Göngugötur Neytendur Reykjavík Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Sjö verslanir hafa hætt rekstri á Laugavegi frá áramótum og munu aðrar fjórar loka um mánaðarmótin vegna samdráttar í rekstri. Kaupmenn í miðbænum eru uggandi yfir því að nú eigi að breyta Laugavegi í göngugötu allt árið um kring og segja að þetta sé banabiti svæðisins sem verslunargötu. Þá hugsa fleiri sér til hreyfings en eigandi Máls og menningar sér nú fram á að þurfa flytja búðina. Um næstu mánaðarmót verður þeim sem aka upp Klapparstíg beint til vinstri, upp Laugaveg, og geta þeir beygt niður Vatnsstíg eða haldið áfram upp Laugaveginn og þá beygt Frakkastíg til norðurs. Við Frakkastíg mæta þeir þá bílum sem koma niður Laugaveg og verður báðum beint niður Frakkastíg.Breytingarnar verði banabitinn Á sama tíma, eða næstu mánðarmót, verður götum í miðbæ Reykjavíkur breytt í göngugötur, eins og venjulega á sumrin, en nú hefur borgin ákveðið að þetta verði varanlegar breytingar. Verslunareigendur segja varanlegar lokanir óskiljanlegar á sama tíma og fjöldi verslunarrýma standi nú auð Um 230 kaupmenn hafa skrifað undir lista Miðbæjarfélagsins þar sem breytingunum er mótmælt. „Ég tel að þetta verði banabiti svæðisins sem verslunargötu,“ segir Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi 24. „Það er fáránlegt að ætla að fara loka götunni allt árið um kring. Í alls konar veðri. Það er fáránleg. Það verður enginn á götunni. Það er enginn að labba í bænum á þessum tíma,“ segir Brynjólfur Björnsson, framkvæmdastjóri Brynju og bætir við að Íslendingar sjáist nú varla á Laugaveginum.Sjö verslanir horfið frá áramótum „Við sem viljum halda í þau gildi sem hafa verið að hafa Laugaveginn sem verslunargötu, við erum að tapa. Þá snýr þetta að mér, nú þarf ég kannski að fara,“ segir Gunnar sem hefur rekið verslun sína á Laugavegi í 47 ár. Fjölmargar verslanir hafa þurft að fara úr miðbænum og telja þær sjö frá áramótum. Þá flytja fjórar á næstunni, verslunin Brá, Michelsen, Spaksmannsspjarir og Reykjavík Foto. Þá segia kaupmenn hærri fasteignafjöld og fækkun bílastæða einnig hafa áhrifMál og menning gæti þurft að flytja „Það er sorglegt að borgin skuli ekki hlusta á okkur. Þetta er okkar atvinna og það er bara eins og það sé verið að reyna flæma okkur í burtu,“ segir Hildur Bolladóttir, einn eigandi gullsmiðju Ófeigs á Skólavörðustíg. Þá segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Máls og menningar, í samtali við fréttastofu að hún sjái nú fram á að þurfa flytja búðina af Laugavegi en bókabúðin hefur hún verið í hátt í sextíu ár.
Göngugötur Neytendur Reykjavík Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira