Sjö verslanir hætt rekstri frá áramótum og aðrar fjórar loka um mánaðamótin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. apríl 2019 19:30 Sjö verslanir hafa hætt rekstri á Laugavegi frá áramótum og munu aðrar fjórar loka um mánaðarmótin vegna samdráttar í rekstri. Kaupmenn í miðbænum eru uggandi yfir því að nú eigi að breyta Laugavegi í göngugötu allt árið um kring og segja að þetta sé banabiti svæðisins sem verslunargötu. Þá hugsa fleiri sér til hreyfings en eigandi Máls og menningar sér nú fram á að þurfa flytja búðina. Um næstu mánaðarmót verður þeim sem aka upp Klapparstíg beint til vinstri, upp Laugaveg, og geta þeir beygt niður Vatnsstíg eða haldið áfram upp Laugaveginn og þá beygt Frakkastíg til norðurs. Við Frakkastíg mæta þeir þá bílum sem koma niður Laugaveg og verður báðum beint niður Frakkastíg.Breytingarnar verði banabitinn Á sama tíma, eða næstu mánðarmót, verður götum í miðbæ Reykjavíkur breytt í göngugötur, eins og venjulega á sumrin, en nú hefur borgin ákveðið að þetta verði varanlegar breytingar. Verslunareigendur segja varanlegar lokanir óskiljanlegar á sama tíma og fjöldi verslunarrýma standi nú auð Um 230 kaupmenn hafa skrifað undir lista Miðbæjarfélagsins þar sem breytingunum er mótmælt. „Ég tel að þetta verði banabiti svæðisins sem verslunargötu,“ segir Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi 24. „Það er fáránlegt að ætla að fara loka götunni allt árið um kring. Í alls konar veðri. Það er fáránleg. Það verður enginn á götunni. Það er enginn að labba í bænum á þessum tíma,“ segir Brynjólfur Björnsson, framkvæmdastjóri Brynju og bætir við að Íslendingar sjáist nú varla á Laugaveginum.Sjö verslanir horfið frá áramótum „Við sem viljum halda í þau gildi sem hafa verið að hafa Laugaveginn sem verslunargötu, við erum að tapa. Þá snýr þetta að mér, nú þarf ég kannski að fara,“ segir Gunnar sem hefur rekið verslun sína á Laugavegi í 47 ár. Fjölmargar verslanir hafa þurft að fara úr miðbænum og telja þær sjö frá áramótum. Þá flytja fjórar á næstunni, verslunin Brá, Michelsen, Spaksmannsspjarir og Reykjavík Foto. Þá segia kaupmenn hærri fasteignafjöld og fækkun bílastæða einnig hafa áhrifMál og menning gæti þurft að flytja „Það er sorglegt að borgin skuli ekki hlusta á okkur. Þetta er okkar atvinna og það er bara eins og það sé verið að reyna flæma okkur í burtu,“ segir Hildur Bolladóttir, einn eigandi gullsmiðju Ófeigs á Skólavörðustíg. Þá segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Máls og menningar, í samtali við fréttastofu að hún sjái nú fram á að þurfa flytja búðina af Laugavegi en bókabúðin hefur hún verið í hátt í sextíu ár. Göngugötur Neytendur Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sjö verslanir hafa hætt rekstri á Laugavegi frá áramótum og munu aðrar fjórar loka um mánaðarmótin vegna samdráttar í rekstri. Kaupmenn í miðbænum eru uggandi yfir því að nú eigi að breyta Laugavegi í göngugötu allt árið um kring og segja að þetta sé banabiti svæðisins sem verslunargötu. Þá hugsa fleiri sér til hreyfings en eigandi Máls og menningar sér nú fram á að þurfa flytja búðina. Um næstu mánaðarmót verður þeim sem aka upp Klapparstíg beint til vinstri, upp Laugaveg, og geta þeir beygt niður Vatnsstíg eða haldið áfram upp Laugaveginn og þá beygt Frakkastíg til norðurs. Við Frakkastíg mæta þeir þá bílum sem koma niður Laugaveg og verður báðum beint niður Frakkastíg.Breytingarnar verði banabitinn Á sama tíma, eða næstu mánðarmót, verður götum í miðbæ Reykjavíkur breytt í göngugötur, eins og venjulega á sumrin, en nú hefur borgin ákveðið að þetta verði varanlegar breytingar. Verslunareigendur segja varanlegar lokanir óskiljanlegar á sama tíma og fjöldi verslunarrýma standi nú auð Um 230 kaupmenn hafa skrifað undir lista Miðbæjarfélagsins þar sem breytingunum er mótmælt. „Ég tel að þetta verði banabiti svæðisins sem verslunargötu,“ segir Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi 24. „Það er fáránlegt að ætla að fara loka götunni allt árið um kring. Í alls konar veðri. Það er fáránleg. Það verður enginn á götunni. Það er enginn að labba í bænum á þessum tíma,“ segir Brynjólfur Björnsson, framkvæmdastjóri Brynju og bætir við að Íslendingar sjáist nú varla á Laugaveginum.Sjö verslanir horfið frá áramótum „Við sem viljum halda í þau gildi sem hafa verið að hafa Laugaveginn sem verslunargötu, við erum að tapa. Þá snýr þetta að mér, nú þarf ég kannski að fara,“ segir Gunnar sem hefur rekið verslun sína á Laugavegi í 47 ár. Fjölmargar verslanir hafa þurft að fara úr miðbænum og telja þær sjö frá áramótum. Þá flytja fjórar á næstunni, verslunin Brá, Michelsen, Spaksmannsspjarir og Reykjavík Foto. Þá segia kaupmenn hærri fasteignafjöld og fækkun bílastæða einnig hafa áhrifMál og menning gæti þurft að flytja „Það er sorglegt að borgin skuli ekki hlusta á okkur. Þetta er okkar atvinna og það er bara eins og það sé verið að reyna flæma okkur í burtu,“ segir Hildur Bolladóttir, einn eigandi gullsmiðju Ófeigs á Skólavörðustíg. Þá segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Máls og menningar, í samtali við fréttastofu að hún sjái nú fram á að þurfa flytja búðina af Laugavegi en bókabúðin hefur hún verið í hátt í sextíu ár.
Göngugötur Neytendur Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira