Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2019 23:27 Sögusagnir höfðu lengið verið á kreiki um að hreinlæti Assange í sendiráðinu hefði verið ábótavant. Vísir/EPA Forseti Ekvadors fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi makað saur sínum á veggi sendiráðs landsins í London þar sem hann hafðist við í tæp sjö ár. Nægilegar ástæður hafi verið fyrir hendi til að afturkalla hæli sem ekvadorsk stjórnvöld höfðu veitt Assange. Breskir lögregluþjónar sóttu Assange í sendiráð Ekvadors í London í síðustu viku eftir að ríkisstjórn Lenín Moreno afturkallaði hæli sem honum hafði verið veitt árið 2012. Í kjölfarið kom fram að bandarísk yfirvöld höfðu krafist framsals Assange vegna ákæru um að hann hefði lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC varði Moreno forseti ákvörðunina um að svipta Assange hælinu og réttlætti hana. Assange hefði meðal annars farið ófögrum orðum um Ekvador og kallað landið ómerkilegt. „Að auki, og mér þykir miður að þurfa að segja það á þennan hátt, makaði hann jafnvel saur, hans saur, á veggi sendiráðs okkar. Ég tel að þetta sé nægileg ástæða til að afturkalla og binda enda á hæli hans,“ segir Moreno í viðtalinu. Lögmaður Assange hefur áður sagt að ásakanir ekvadorskra stjórnvalda á hendur honum sé svívirðilegar. Moreno hefur einnig fullyrt að Assange hafi notað sendiráðið sem „njósnamiðstöð“ og brotið gegn skilmálum hælis hans. Assange var í síðustu viku dæmdur sekur um að hafa brotið gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Á þeim tíma hafði hann tapað baráttu sinni gegn því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Það var þá sem hann leitaði hælis í sendiráði Ekvadors hvar hann dvaldi þar til á fimmtudag. Hann á yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi og gæti einnig verið framseldur til Bandaríkjanna. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Sjá meira
Forseti Ekvadors fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi makað saur sínum á veggi sendiráðs landsins í London þar sem hann hafðist við í tæp sjö ár. Nægilegar ástæður hafi verið fyrir hendi til að afturkalla hæli sem ekvadorsk stjórnvöld höfðu veitt Assange. Breskir lögregluþjónar sóttu Assange í sendiráð Ekvadors í London í síðustu viku eftir að ríkisstjórn Lenín Moreno afturkallaði hæli sem honum hafði verið veitt árið 2012. Í kjölfarið kom fram að bandarísk yfirvöld höfðu krafist framsals Assange vegna ákæru um að hann hefði lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC varði Moreno forseti ákvörðunina um að svipta Assange hælinu og réttlætti hana. Assange hefði meðal annars farið ófögrum orðum um Ekvador og kallað landið ómerkilegt. „Að auki, og mér þykir miður að þurfa að segja það á þennan hátt, makaði hann jafnvel saur, hans saur, á veggi sendiráðs okkar. Ég tel að þetta sé nægileg ástæða til að afturkalla og binda enda á hæli hans,“ segir Moreno í viðtalinu. Lögmaður Assange hefur áður sagt að ásakanir ekvadorskra stjórnvalda á hendur honum sé svívirðilegar. Moreno hefur einnig fullyrt að Assange hafi notað sendiráðið sem „njósnamiðstöð“ og brotið gegn skilmálum hælis hans. Assange var í síðustu viku dæmdur sekur um að hafa brotið gegn skilmálum lausnar sem hann fékk gegn tryggingu árið 2012. Á þeim tíma hafði hann tapað baráttu sinni gegn því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot. Það var þá sem hann leitaði hælis í sendiráði Ekvadors hvar hann dvaldi þar til á fimmtudag. Hann á yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi og gæti einnig verið framseldur til Bandaríkjanna.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Sjá meira
Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45
Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11
Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44
Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42