Er barnið þitt með raunhæfar kröfur í íþróttum? Helgi Héðinsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Margt íþróttafólk dreymir um að ná fullkominni frammistöðu í keppni og uppskera árangur í samræmi við það. Slæmu fréttirnar eru þær að það að reyna að vera fullkominn er oft það versta sem hægt er að hugsa um fyrir og í keppni. Þegar iðkanda finnst hann þurfa að standa sig fullkomlega þá er í raun ekkert svigrúm fyrir mistök og verður hugurinn heltekinn af því að forðast að gera mistök.Afleiðingarnar Kröfuharðar og ósveigjanlegar hugsanir eins og „ég verð að vinna“, og „ég má ekki vera lélegur í dag“ geta haft veruleg áhrif. Fyrir það fyrsta eykur þetta andlegt álag sem birtist í auknum kvíða og streitu. Í öðru lagi getur þetta hæglega stýrt hegðuninni sem kemur í kjölfarið. Þessar hugsanir vekja upp sterka tilhneigingu til að forðast að gera mistök sem leiðir til þess að iðkandi verður of varkár. Dæmi um þetta: Iðkandi í boltaíþrótt sendir bara einfaldar sendingar til hliðar eða til baka, reynir ekki krefjandi sendingar og tekur helst engar áhættur. Í tennis, badminton og blaki byrjar iðkandi að hugsa meira um að verjast frekar en að sækja og sendir boltann/fluguna nær miðjusvæði andstæðingsins í stað þess að senda til hliðanna og gera andstæðingnum erfiðara fyrir. Einnig er sterk tilhneiging til að gefast fyrr upp þegar illa gengur því iðkanda finnst hann búinn að klúðra og betra sé að lágmarka skaðann í stað þess að taka sénsinn á að snúa vörn í sókn. Í þriðja lagi hefur þetta veruleg áhrif á einbeitingu því þessar hugsanir heltaka athyglina. Það gefur auga leið að á sama tíma er minni athygli á þeim afmörkuðu verkefnum sem krefjast einbeitingar svo hægt sé að ná góðri frammistöðu. Þó ber að taka fram að það er gott að vera meðvitaður um mistök svo hægt sé að læra af þeim en þegar þegar hugur iðkanda er orðinn heltekinn af ótta við mistök grefur það undan bæði frammistöðu hans og sjálfstrausti. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir vísbendingum um þetta, eins og þegar iðkandi forðast krefjandi aðstæður t.d. að taka vítaskot þrátt fyrir góða færni eða virðist gefast upp eða verða vonlaus í kjölfar mistaka eða annars konar mótlætis.Hvað er til ráða? Foreldrar geta svo sannarlega rætt við börn sín og spurt út í hugsanir við krefjandi aðstæður og gefið leiðbeiningar um hvernig megi nálgast krefjandi verkefni með uppbyggilegu hugarfari. Iðkandi veit að oft er þörf á „fullkominni“ frammistöðu til að eiga möguleika á árangri eða sigri, og er það því mikil áskorun að hjálpa honum að skilja að þessi krafa um engin mistök er mjög til trafala og leiðir yfirleitt til lakari frammistöðu. Hjálpa þarf iðkanda að endurskilgreina mistök. Til dæmis það að skjóta á markið þrátt fyrir að skora ekki eru ekki mistök. Foreldrar ættu að gefa börnum sínum hrós fyrir að reyna og taka áhættur. Því miður geta foreldrar lent í þeirri gildru að ýta óafvitandi undir óhóflegar kröfur iðkanda til sjálf síns með því að hrósa sérstaklega (jafnvel einungis) fyrir stig og mörk og það sem verra er að gagnrýna allar misheppnaðar tilraunir. Þetta eykur hræðslu við mistök hjá iðkandanum með fyrrnefndum afleiðingum. Foreldrar eru mikilvægt bakland fyrir börn sín og geta svo sannarlega hjálpað þeim að tileinka sér uppbyggilega siði og venjur við íþróttaiðkun.Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Héðinsson Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Margt íþróttafólk dreymir um að ná fullkominni frammistöðu í keppni og uppskera árangur í samræmi við það. Slæmu fréttirnar eru þær að það að reyna að vera fullkominn er oft það versta sem hægt er að hugsa um fyrir og í keppni. Þegar iðkanda finnst hann þurfa að standa sig fullkomlega þá er í raun ekkert svigrúm fyrir mistök og verður hugurinn heltekinn af því að forðast að gera mistök.Afleiðingarnar Kröfuharðar og ósveigjanlegar hugsanir eins og „ég verð að vinna“, og „ég má ekki vera lélegur í dag“ geta haft veruleg áhrif. Fyrir það fyrsta eykur þetta andlegt álag sem birtist í auknum kvíða og streitu. Í öðru lagi getur þetta hæglega stýrt hegðuninni sem kemur í kjölfarið. Þessar hugsanir vekja upp sterka tilhneigingu til að forðast að gera mistök sem leiðir til þess að iðkandi verður of varkár. Dæmi um þetta: Iðkandi í boltaíþrótt sendir bara einfaldar sendingar til hliðar eða til baka, reynir ekki krefjandi sendingar og tekur helst engar áhættur. Í tennis, badminton og blaki byrjar iðkandi að hugsa meira um að verjast frekar en að sækja og sendir boltann/fluguna nær miðjusvæði andstæðingsins í stað þess að senda til hliðanna og gera andstæðingnum erfiðara fyrir. Einnig er sterk tilhneiging til að gefast fyrr upp þegar illa gengur því iðkanda finnst hann búinn að klúðra og betra sé að lágmarka skaðann í stað þess að taka sénsinn á að snúa vörn í sókn. Í þriðja lagi hefur þetta veruleg áhrif á einbeitingu því þessar hugsanir heltaka athyglina. Það gefur auga leið að á sama tíma er minni athygli á þeim afmörkuðu verkefnum sem krefjast einbeitingar svo hægt sé að ná góðri frammistöðu. Þó ber að taka fram að það er gott að vera meðvitaður um mistök svo hægt sé að læra af þeim en þegar þegar hugur iðkanda er orðinn heltekinn af ótta við mistök grefur það undan bæði frammistöðu hans og sjálfstrausti. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir vísbendingum um þetta, eins og þegar iðkandi forðast krefjandi aðstæður t.d. að taka vítaskot þrátt fyrir góða færni eða virðist gefast upp eða verða vonlaus í kjölfar mistaka eða annars konar mótlætis.Hvað er til ráða? Foreldrar geta svo sannarlega rætt við börn sín og spurt út í hugsanir við krefjandi aðstæður og gefið leiðbeiningar um hvernig megi nálgast krefjandi verkefni með uppbyggilegu hugarfari. Iðkandi veit að oft er þörf á „fullkominni“ frammistöðu til að eiga möguleika á árangri eða sigri, og er það því mikil áskorun að hjálpa honum að skilja að þessi krafa um engin mistök er mjög til trafala og leiðir yfirleitt til lakari frammistöðu. Hjálpa þarf iðkanda að endurskilgreina mistök. Til dæmis það að skjóta á markið þrátt fyrir að skora ekki eru ekki mistök. Foreldrar ættu að gefa börnum sínum hrós fyrir að reyna og taka áhættur. Því miður geta foreldrar lent í þeirri gildru að ýta óafvitandi undir óhóflegar kröfur iðkanda til sjálf síns með því að hrósa sérstaklega (jafnvel einungis) fyrir stig og mörk og það sem verra er að gagnrýna allar misheppnaðar tilraunir. Þetta eykur hræðslu við mistök hjá iðkandanum með fyrrnefndum afleiðingum. Foreldrar eru mikilvægt bakland fyrir börn sín og geta svo sannarlega hjálpað þeim að tileinka sér uppbyggilega siði og venjur við íþróttaiðkun.Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun