Klórar sér í höfðinu yfir markaðsvirði HB Granda Helgi Vífill Júlíusson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Greinandi Capacent klórar sér alla jafna mikið í kollinum yfir verði HB Granda á markaði. Capacent á mjög erfitt með að sjá hvernig hægt er að fá út markaðsvirði GB Granda með hefðbundnu sjóðstreymisverðmati,“ segir í greiningu. Capacent verðmetur HB Granda á 20,3 krónur á hlut en markaðsvirði útgerðarinnar er 29,95 krónur á hlut. Önnur leið til að meta markaðsvirði útgerðar er að reikna upplausnarvirði hennar en verðmætustu eignirnar eru aflaheimildir. Capacent metur virði aflaheimilda HB Granda á 54-60 milljarða króna. Til samanburðar er markaðsvirði HB Granda 54 milljarðar króna og sjóðstreymismat Capacent hljóðar upp á 37 milljarða króna. „Vissulega henta félög eins og HB Grandi vel í hlutabréfasafn en þegar harðnar í ári gengur sjávarútvegurinn gjarnan vel líkt og eftir bankahrunið. Lágt gengi krónu og slaki á vinnumarkaði í kjölfar efnahagssamdráttar eykur hagnað félags líkt og HB Granda. Hins vegar er spurning hversu hátt verð fjárfestar eru til í að greiða fyrir þennan eiginleika,“ segir í Capacent. Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum, framlegð HB Granda hefur til að mynda dregist saman um 20 prósent á þremur árum, og því vekur það athygli Capacent að verðmæti aflaheimilda hafi hækkað síðastliðið ár. Samkvæmt einfaldri greiningu Capacent má ekki rekja hækkunina til útlánaaukningar þótt ekki sé hægt að útiloka að það hafi haft einhver áhrif. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Greinandi Capacent klórar sér alla jafna mikið í kollinum yfir verði HB Granda á markaði. Capacent á mjög erfitt með að sjá hvernig hægt er að fá út markaðsvirði GB Granda með hefðbundnu sjóðstreymisverðmati,“ segir í greiningu. Capacent verðmetur HB Granda á 20,3 krónur á hlut en markaðsvirði útgerðarinnar er 29,95 krónur á hlut. Önnur leið til að meta markaðsvirði útgerðar er að reikna upplausnarvirði hennar en verðmætustu eignirnar eru aflaheimildir. Capacent metur virði aflaheimilda HB Granda á 54-60 milljarða króna. Til samanburðar er markaðsvirði HB Granda 54 milljarðar króna og sjóðstreymismat Capacent hljóðar upp á 37 milljarða króna. „Vissulega henta félög eins og HB Grandi vel í hlutabréfasafn en þegar harðnar í ári gengur sjávarútvegurinn gjarnan vel líkt og eftir bankahrunið. Lágt gengi krónu og slaki á vinnumarkaði í kjölfar efnahagssamdráttar eykur hagnað félags líkt og HB Granda. Hins vegar er spurning hversu hátt verð fjárfestar eru til í að greiða fyrir þennan eiginleika,“ segir í Capacent. Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum, framlegð HB Granda hefur til að mynda dregist saman um 20 prósent á þremur árum, og því vekur það athygli Capacent að verðmæti aflaheimilda hafi hækkað síðastliðið ár. Samkvæmt einfaldri greiningu Capacent má ekki rekja hækkunina til útlánaaukningar þótt ekki sé hægt að útiloka að það hafi haft einhver áhrif.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira