Vætutíð og vinsældir Hengifoss léku göngustíginn grátt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2019 16:45 Göngustígurinn er víða illa farinn. Mynd/Adolf Ingi Erlingsson Tekin hefur verið ákvörðun um loka fyrir aðgengi að Hengifossi á Austurlandi. Göngustígar að fossinum er orðnir illa farnir vegna vinsælda fossins samfara vætutíð. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru í gær, eru hluti göngustígsins að fossinum orðinn að drullusvaði. Í samtali við Vísi segir Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarð, að starfsmenn muni loka hluta göngustígsins síðar í dag. „Við vorum að útbúa skilti, semja texta og finna heftibyssu og staura. Við erum tilbúin með þetta og nú er bara að hoppa úr húsi til að fara að loka frá Litlanesfossi og upp. Það er ennþá alveg hægt að stoppa við Hengifoss og ganga að Litlanesfossi. Hann er mjög fallegur og maður sér alveg upp að Hengifossi,“ segir Agnes.Stígurinn er forarsvað á köflum.Mynd/Adolf Ingi ErlingssonÆ fleiri sækja fossinn heim á ári hverju Hengifoss er ekki í umsjá Vatnajökulsþjóðgarð nema þrjá mánuði ári yfir sumartímann samkvæmt samningi við Fljótsdalshrepp. Það tímabil er ekki hafið en engu að síður var ákveðið í samráði við hreppinn og landeigendur að þjóðgarðsverðir myndu loka fyrir aðgengi að fossinum á meðan ástandið er líkt og það er nú, til að forða frekari gróðurskemmdum.Agnes segir fossin vera afar vinsælan, um 60 þúsund manns heimsæki hann á hverju ári og æ fleiri komi utan sumartíma þegar landverðir eru ekki til staðar við fossinn.„Við höfum með veikum mætti verið að reyna að stjórna umferð þarna á sumrin með köðlum en við erum ekki að sjá um þetta svæði á jaðartíma, því miður. En við erum vonandi að komast þangað,“ segir Agnes og bætir við að viðræður hafi farið fram um að lengja þurfi þann tíma sem landverðir séu með fasta viðveru við fossinn.Þá hafi hreppurinn ráðist í framkvæmdir við fossinn og að göngustígurinn sé að mestu leyti í ágætu horfi fyrir utan efsta hluta hans við Hengifoss þar sem ráðast þurfi í frekari framkvæmdir.„Þetta er allt í góðu ferli myndi ég segja en núna er bara bleyta. Það er aukning í jaðartúrismanum og það fer ekki alltaf saman með íslenskri náttúru,“ segir Agnes. Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshreppur Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um loka fyrir aðgengi að Hengifossi á Austurlandi. Göngustígar að fossinum er orðnir illa farnir vegna vinsælda fossins samfara vætutíð. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru í gær, eru hluti göngustígsins að fossinum orðinn að drullusvaði. Í samtali við Vísi segir Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarð, að starfsmenn muni loka hluta göngustígsins síðar í dag. „Við vorum að útbúa skilti, semja texta og finna heftibyssu og staura. Við erum tilbúin með þetta og nú er bara að hoppa úr húsi til að fara að loka frá Litlanesfossi og upp. Það er ennþá alveg hægt að stoppa við Hengifoss og ganga að Litlanesfossi. Hann er mjög fallegur og maður sér alveg upp að Hengifossi,“ segir Agnes.Stígurinn er forarsvað á köflum.Mynd/Adolf Ingi ErlingssonÆ fleiri sækja fossinn heim á ári hverju Hengifoss er ekki í umsjá Vatnajökulsþjóðgarð nema þrjá mánuði ári yfir sumartímann samkvæmt samningi við Fljótsdalshrepp. Það tímabil er ekki hafið en engu að síður var ákveðið í samráði við hreppinn og landeigendur að þjóðgarðsverðir myndu loka fyrir aðgengi að fossinum á meðan ástandið er líkt og það er nú, til að forða frekari gróðurskemmdum.Agnes segir fossin vera afar vinsælan, um 60 þúsund manns heimsæki hann á hverju ári og æ fleiri komi utan sumartíma þegar landverðir eru ekki til staðar við fossinn.„Við höfum með veikum mætti verið að reyna að stjórna umferð þarna á sumrin með köðlum en við erum ekki að sjá um þetta svæði á jaðartíma, því miður. En við erum vonandi að komast þangað,“ segir Agnes og bætir við að viðræður hafi farið fram um að lengja þurfi þann tíma sem landverðir séu með fasta viðveru við fossinn.Þá hafi hreppurinn ráðist í framkvæmdir við fossinn og að göngustígurinn sé að mestu leyti í ágætu horfi fyrir utan efsta hluta hans við Hengifoss þar sem ráðast þurfi í frekari framkvæmdir.„Þetta er allt í góðu ferli myndi ég segja en núna er bara bleyta. Það er aukning í jaðartúrismanum og það fer ekki alltaf saman með íslenskri náttúru,“ segir Agnes.
Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshreppur Umhverfismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira