Króli var staddur í upptökustúdíói þegar Vísir náði tali af honum, en hann vildi lítið tjá sig um málið. „Ég var nú bara í klippingu,“ segir Króli. Hann birti hins vegar mynd af nýja „lúkkinu“ á Twittersíðu sinni með textanum „Tadaaaa“.
Króli er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins en samstarf hans og Jóa Pé er víðfrægt. Hafa þeir gefið út lög á borð við B.O.B.A., Í átt að tunglinu og Þráhyggja en öll hafa þau notið mikilla vinsælda.
Tadaaaaa pic.twitter.com/AIe7K1M6Kx
— Króli (@Kiddioli) April 17, 2019