Ekki jafn fýsilegt og áður að sækja erlent vinnuafl að utan Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. apríl 2019 09:30 Ásgeir Jónsson forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Þær hækkanir á lægstu launum, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum, eru til þess fallnar að verðleggja hluta af erlenda vinnuaflinu hér á landi út af vinnumarkaðinum. Þannig munum við ekki sjá sömu krafta og áður ýta hagkerfinu áfram að sögn Ásgeirs Jónssonar, forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands. „Áður fyrr var mikið um yfirborganir og það var eiginlega enginn á taxtakaupi. Þess vegna lögðu verkalýðsfélögin ekki svo mikla áherslu á lægstu taxta. Þau horfðu fremur til þess að tryggja atvinnu og halda atvinnuleysi lágu,“ segir Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að síðustu ár hafi mikið af erlendu vinnuafli verið flutt inn og unnið á taxtakaupi. „Núna með því að hækka lægstu taxtana má segja að þessi leið sem mörg fyrirtæki hafa farið, það er að segja, að flytja inn erlent vinnuafl í miklu magni og láta það vinna á lágmarkstöxtum, sé ekki jafn greið. Líklega munu mörg fyrirtæki reyna að auka sjálfvirkni eins og við sjáum í Krónunni og Bónus en þetta mun breyta ansi miklu fyrir vöxt ferðaþjónustunnar.“ Hlutfall útlendinga af heildarfjölda atvinnulausra á Íslandi hefur vaxið síðustu misseri. Hlutfallið nam 28 prósentum í ársbyrjun 2018 en jókst jafnt og þétt, og var komið í 36 prósent í febrúar 2019. Í mars lækkaði það niður í 33 prósent og má ætla að gjaldþrot WOW air í lok mars hafi átt þátt í því. Ásgeir nefnir að hvergi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hafi verið minni launamunur á milli menntaðra og ómenntaðra en á Íslandi. „Við höfum séð síðustu árin að það hefur verið mikil eftirspurn eftir ófaglærðu vinnuafli en ekki í jafn miklum mæli eftir fólki með háskólagráðu. Það má velta því fyrir sér hversu lengi við hefðum getað haldið áfram á þessari braut. Að fljúga ferðamönnum til landsins í massavís og flytja inn erlent vinnuafl til að þjónusta þá. Í langtímasamhengi er nauðsynlegt að leggja áherslu á gæði fremur en fjölda starfa.“ Samkvæmt nýjum kjarasamningum sem undirritaðir voru í byrjun apríl nema launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum 90 þúsund krónum yfir samningstímann sem nær frá 2019 til 2022. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um samninginn á meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Þær hækkanir á lægstu launum, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum, eru til þess fallnar að verðleggja hluta af erlenda vinnuaflinu hér á landi út af vinnumarkaðinum. Þannig munum við ekki sjá sömu krafta og áður ýta hagkerfinu áfram að sögn Ásgeirs Jónssonar, forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands. „Áður fyrr var mikið um yfirborganir og það var eiginlega enginn á taxtakaupi. Þess vegna lögðu verkalýðsfélögin ekki svo mikla áherslu á lægstu taxta. Þau horfðu fremur til þess að tryggja atvinnu og halda atvinnuleysi lágu,“ segir Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að síðustu ár hafi mikið af erlendu vinnuafli verið flutt inn og unnið á taxtakaupi. „Núna með því að hækka lægstu taxtana má segja að þessi leið sem mörg fyrirtæki hafa farið, það er að segja, að flytja inn erlent vinnuafl í miklu magni og láta það vinna á lágmarkstöxtum, sé ekki jafn greið. Líklega munu mörg fyrirtæki reyna að auka sjálfvirkni eins og við sjáum í Krónunni og Bónus en þetta mun breyta ansi miklu fyrir vöxt ferðaþjónustunnar.“ Hlutfall útlendinga af heildarfjölda atvinnulausra á Íslandi hefur vaxið síðustu misseri. Hlutfallið nam 28 prósentum í ársbyrjun 2018 en jókst jafnt og þétt, og var komið í 36 prósent í febrúar 2019. Í mars lækkaði það niður í 33 prósent og má ætla að gjaldþrot WOW air í lok mars hafi átt þátt í því. Ásgeir nefnir að hvergi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hafi verið minni launamunur á milli menntaðra og ómenntaðra en á Íslandi. „Við höfum séð síðustu árin að það hefur verið mikil eftirspurn eftir ófaglærðu vinnuafli en ekki í jafn miklum mæli eftir fólki með háskólagráðu. Það má velta því fyrir sér hversu lengi við hefðum getað haldið áfram á þessari braut. Að fljúga ferðamönnum til landsins í massavís og flytja inn erlent vinnuafl til að þjónusta þá. Í langtímasamhengi er nauðsynlegt að leggja áherslu á gæði fremur en fjölda starfa.“ Samkvæmt nýjum kjarasamningum sem undirritaðir voru í byrjun apríl nema launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum 90 þúsund krónum yfir samningstímann sem nær frá 2019 til 2022. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um samninginn á meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira