Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2019 10:58 Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. AP/Bernat Armangue Yfirvöld Norður-Kóreu segja árásina á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverk. Þau krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað FBI og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Tvær alþjóðlegar handtökuskipanir hafa verið gefnar út vegna málsins.Sjá einnig: Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessiÍ fyrstu yfirlýsingu Norður-Kóreu vegna málsins, sem birt var á vef KCNA, fjölmiðils Norður-Kóreu í gær, segir að um „alvarlega hryðjuverkaárás“ sé að ræða og er því einnig haldið fram að starfsmenn sendiráðsins hafi verið pyntaðir.Þá er haft eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að ríkið búist við því að Spánverjar rannsaki málið, finni sökudólgana og þá sem eiga að halda í strengi þeirra.El País í Madríd hefur heimildir fyrir því að minnst tveir árásarmannanna tengist Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) með einhverjum hætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir þó að árásin komi Bandaríkjunum ekkert við.Rannsakendur hafa beint sjónum sínum að Adrian Hong Chang. Sá maður er 35 ára gamall og rekur uppruna sinn til Norður-Kóreu. Hann býr þó í Bandaríkjunum en er ríkisborgari Mexíkó. Heimildarmenn El País segir hann vara málaliða og verið er að rannsaka hvort hann hafi komið að öðrum aðgerðum gegn Norður-Kóreu. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu segja árásina á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverk. Þau krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað FBI og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Tvær alþjóðlegar handtökuskipanir hafa verið gefnar út vegna málsins.Sjá einnig: Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessiÍ fyrstu yfirlýsingu Norður-Kóreu vegna málsins, sem birt var á vef KCNA, fjölmiðils Norður-Kóreu í gær, segir að um „alvarlega hryðjuverkaárás“ sé að ræða og er því einnig haldið fram að starfsmenn sendiráðsins hafi verið pyntaðir.Þá er haft eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að ríkið búist við því að Spánverjar rannsaki málið, finni sökudólgana og þá sem eiga að halda í strengi þeirra.El País í Madríd hefur heimildir fyrir því að minnst tveir árásarmannanna tengist Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) með einhverjum hætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir þó að árásin komi Bandaríkjunum ekkert við.Rannsakendur hafa beint sjónum sínum að Adrian Hong Chang. Sá maður er 35 ára gamall og rekur uppruna sinn til Norður-Kóreu. Hann býr þó í Bandaríkjunum en er ríkisborgari Mexíkó. Heimildarmenn El País segir hann vara málaliða og verið er að rannsaka hvort hann hafi komið að öðrum aðgerðum gegn Norður-Kóreu.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18
Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43
Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39