Segja árás á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverkaárás Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2019 10:58 Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. AP/Bernat Armangue Yfirvöld Norður-Kóreu segja árásina á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverk. Þau krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað FBI og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Tvær alþjóðlegar handtökuskipanir hafa verið gefnar út vegna málsins.Sjá einnig: Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessiÍ fyrstu yfirlýsingu Norður-Kóreu vegna málsins, sem birt var á vef KCNA, fjölmiðils Norður-Kóreu í gær, segir að um „alvarlega hryðjuverkaárás“ sé að ræða og er því einnig haldið fram að starfsmenn sendiráðsins hafi verið pyntaðir.Þá er haft eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að ríkið búist við því að Spánverjar rannsaki málið, finni sökudólgana og þá sem eiga að halda í strengi þeirra.El País í Madríd hefur heimildir fyrir því að minnst tveir árásarmannanna tengist Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) með einhverjum hætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir þó að árásin komi Bandaríkjunum ekkert við.Rannsakendur hafa beint sjónum sínum að Adrian Hong Chang. Sá maður er 35 ára gamall og rekur uppruna sinn til Norður-Kóreu. Hann býr þó í Bandaríkjunum en er ríkisborgari Mexíkó. Heimildarmenn El País segir hann vara málaliða og verið er að rannsaka hvort hann hafi komið að öðrum aðgerðum gegn Norður-Kóreu. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu segja árásina á sendiráð ríkisins í Madríd vera hryðjuverk. Þau krefjast þess að málið verði rannsakað til hlítar og segjast hafa orðróma um aðkomu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) að árásinni í huga. Dularfull samtök, sem kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd í febrúar. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað FBI og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Tvær alþjóðlegar handtökuskipanir hafa verið gefnar út vegna málsins.Sjá einnig: Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessiÍ fyrstu yfirlýsingu Norður-Kóreu vegna málsins, sem birt var á vef KCNA, fjölmiðils Norður-Kóreu í gær, segir að um „alvarlega hryðjuverkaárás“ sé að ræða og er því einnig haldið fram að starfsmenn sendiráðsins hafi verið pyntaðir.Þá er haft eftir talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að ríkið búist við því að Spánverjar rannsaki málið, finni sökudólgana og þá sem eiga að halda í strengi þeirra.El País í Madríd hefur heimildir fyrir því að minnst tveir árásarmannanna tengist Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) með einhverjum hætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir þó að árásin komi Bandaríkjunum ekkert við.Rannsakendur hafa beint sjónum sínum að Adrian Hong Chang. Sá maður er 35 ára gamall og rekur uppruna sinn til Norður-Kóreu. Hann býr þó í Bandaríkjunum en er ríkisborgari Mexíkó. Heimildarmenn El País segir hann vara málaliða og verið er að rannsaka hvort hann hafi komið að öðrum aðgerðum gegn Norður-Kóreu.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Tengdar fréttir Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18 Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43 Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir. 1. apríl 2019 07:18
Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 22. mars 2019 18:43
Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samtök sem kallast Cheollima Civil Defense hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. 27. mars 2019 11:39