Sjóðir Eaton Vance seldu fyrir nærri þrjá milljarða Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 3. apríl 2019 08:30 Fjárfestingar sjóða Eaton Vance hér á landi námu samanlagt um 63 milljörðum króna í lok janúar. Fréttablaðið/Ernir Fjárfestingarsjóðir á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, sem hófu fyrst að kaupa í íslenskum hlutabréfum síðla árs 2015, hafa frá því í byrjun nóvember í fyrra selt í fjölmörgum skráðum félögum fyrir samtals um nærri þrjá milljarða króna, ef miðað er við núverandi gengi hlutabréfa félaganna. Sjóðirnir hafa einkum minnkað við sig í fasteignafélögunum Regin og Reitum og smásölurisanum Festi. Þetta má lesa út úr yfirliti yfir fjárfestingar sjóða Eaton Vance, sem var nýlega birt á vef bandaríska verðbréfaeftirlitsins, og listum yfir tuttugu stærstu hluthafa í skráðum innlendum félögum. Á sama tíma – frá því í byrjun nóvember síðastliðins – hafa sjóðir í stýringu Eaton Vance keypt í Arion banka og Eimskip fyrir samanlagt um einn milljarð króna. Auk þess hafa sjóðirnir bætt við sig í ríkisskuldabréfum á tímabilinu en leiða má að því líkur að þar sé um að ræða fjármuni sem hafa nýverið losnað af sérstökum fjárstreymisreikningum hjá Seðlabanka Íslands. Fjárfestingar sjóða Eaton Vance, sem hefur undanfarin ár verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn hér á landi, í ríkisskuldabréfum, lánum og hlutafé íslenskra félaga námu samanlagt um 522 milljónum dala, jafnvirði liðlega 63 milljarða króna, í lok janúarmánaðar. Fimm sjóðir í stýringu Eaton Vance áttu þá samtals rúmlega 32 milljarða króna í óverðtryggðum ríkisskuldabréfum og 22 milljarða króna í íslenskum hlutabréfum. Að auki hafa sjóðirnir lánað Almenna leigufélaginu, Heimavöllum og WOW air samanlagt yfir átta milljarða króna. Fullvíst má telja að fjárfesting sjóðanna í íslenska lággjaldaflugfélaginu – en sjóðirnir keyptu fyrir um tíu milljónir evra í skuldabréfaútboði félagsins síðasta haust – sé að öllu leyti töpuð. Það eru einkum tveir sjóðir Eaton Vance – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – sem hafa látið hvað mest til sín taka eftir að sjóðastýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan hlutabréfamarkað fyrir rúmum þremur árum en sjóðirnir hafa báðir verið áberandi á listum yfir stærstu hluthafa skráðra félaga. Sjóðsstjórinn Patrick Campbell hefur haft yfirumsjón með fjárfestingum bandaríska fyrirtækisins hér á landi. Samkvæmt samantekt Markaðarins hafa fjárfestingarsjóðir Eaton Vance selt fyrir liðlega 1,2 milljarða króna í Regin og Reitum frá því í byrjun nóvember, miðað við núverandi gengi hlutabréfa í fasteignafélögunum, en á sama tíma hafa sjóðirnir minnkað við sig í Festi fyrir um 510 milljónir króna og í tryggingafélögunum þremur – Sjóvá, TM og VÍS – fyrir samanlagt um 440 milljónir króna. Á móti hafa sjóðirnir bætt við hlut sinn í Arion banka fyrir hátt í 780 milljónir króna á undanförnum fimm mánuðum – en þeir fara með 3,35 prósenta hlut í bankanum samkvæmt nýjasta hluthafalista hans – og þá hafa þeir á sama tíma keypt í Eimskip fyrir um 270 milljónir króna.Ekkert innflæði í skuldabréf Ekkert innflæði erlends gjaldeyris var til nýfjárfestingar á ríkisskuldabréfamarkaði frá nóvember í fyrra til febrúar síðastliðins, samkvæmt tölum frá Seðlabankanum sem birtust í nýlegum hagvísum bankans. Á sama tíma nam fjármagnsinnflæði vegna fjárfestinga erlendra fjárfesta í hlutabréfum 8,8 milljörðum króna en sennilegt er að innflæðið hafi að mestu farið í hlutabréf í Marel. Nýtt innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestingar í ríkisskuldabréfum dróst töluvert saman í fyrra miðað við árið á undan. Það nam um 4,3 milljörðum króna á síðasta ári en þar af var 2,7 milljörðum króna ráðstafað til kaupa á ríkisbréfum en 1,7 milljarðar króna fóru í sérstaka bindingu í samræmi við reglur Seðlabankans. Innstreymi fjár í skráð hlutabréf, sem féllu ekki undir hina sérstöku bindiskyldu bankans, minnkaði einnig á milli ára og nam um 18,5 milljörðum króna á síðasta ári. Þá tók útflæði einnig að aukast þegar leið á árið og á síðasta fjórðungi ársins mældist í fyrsta sinn hreint útflæði vegna nýfjárfestingar. Áðurnefnd bindiskylda, sem fól í sér að ákveðið hlutfall af innflæði vegna fjárfestinga í skráðum skuldabréfum og innlánum þurfti að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum, var sem kunnugt er lækkuð í núll prósent í byrjun síðasta mánaðar. Bindingarhlutfallið var lengst af 40 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Fjárfestingarsjóðir á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, sem hófu fyrst að kaupa í íslenskum hlutabréfum síðla árs 2015, hafa frá því í byrjun nóvember í fyrra selt í fjölmörgum skráðum félögum fyrir samtals um nærri þrjá milljarða króna, ef miðað er við núverandi gengi hlutabréfa félaganna. Sjóðirnir hafa einkum minnkað við sig í fasteignafélögunum Regin og Reitum og smásölurisanum Festi. Þetta má lesa út úr yfirliti yfir fjárfestingar sjóða Eaton Vance, sem var nýlega birt á vef bandaríska verðbréfaeftirlitsins, og listum yfir tuttugu stærstu hluthafa í skráðum innlendum félögum. Á sama tíma – frá því í byrjun nóvember síðastliðins – hafa sjóðir í stýringu Eaton Vance keypt í Arion banka og Eimskip fyrir samanlagt um einn milljarð króna. Auk þess hafa sjóðirnir bætt við sig í ríkisskuldabréfum á tímabilinu en leiða má að því líkur að þar sé um að ræða fjármuni sem hafa nýverið losnað af sérstökum fjárstreymisreikningum hjá Seðlabanka Íslands. Fjárfestingar sjóða Eaton Vance, sem hefur undanfarin ár verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn hér á landi, í ríkisskuldabréfum, lánum og hlutafé íslenskra félaga námu samanlagt um 522 milljónum dala, jafnvirði liðlega 63 milljarða króna, í lok janúarmánaðar. Fimm sjóðir í stýringu Eaton Vance áttu þá samtals rúmlega 32 milljarða króna í óverðtryggðum ríkisskuldabréfum og 22 milljarða króna í íslenskum hlutabréfum. Að auki hafa sjóðirnir lánað Almenna leigufélaginu, Heimavöllum og WOW air samanlagt yfir átta milljarða króna. Fullvíst má telja að fjárfesting sjóðanna í íslenska lággjaldaflugfélaginu – en sjóðirnir keyptu fyrir um tíu milljónir evra í skuldabréfaútboði félagsins síðasta haust – sé að öllu leyti töpuð. Það eru einkum tveir sjóðir Eaton Vance – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – sem hafa látið hvað mest til sín taka eftir að sjóðastýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan hlutabréfamarkað fyrir rúmum þremur árum en sjóðirnir hafa báðir verið áberandi á listum yfir stærstu hluthafa skráðra félaga. Sjóðsstjórinn Patrick Campbell hefur haft yfirumsjón með fjárfestingum bandaríska fyrirtækisins hér á landi. Samkvæmt samantekt Markaðarins hafa fjárfestingarsjóðir Eaton Vance selt fyrir liðlega 1,2 milljarða króna í Regin og Reitum frá því í byrjun nóvember, miðað við núverandi gengi hlutabréfa í fasteignafélögunum, en á sama tíma hafa sjóðirnir minnkað við sig í Festi fyrir um 510 milljónir króna og í tryggingafélögunum þremur – Sjóvá, TM og VÍS – fyrir samanlagt um 440 milljónir króna. Á móti hafa sjóðirnir bætt við hlut sinn í Arion banka fyrir hátt í 780 milljónir króna á undanförnum fimm mánuðum – en þeir fara með 3,35 prósenta hlut í bankanum samkvæmt nýjasta hluthafalista hans – og þá hafa þeir á sama tíma keypt í Eimskip fyrir um 270 milljónir króna.Ekkert innflæði í skuldabréf Ekkert innflæði erlends gjaldeyris var til nýfjárfestingar á ríkisskuldabréfamarkaði frá nóvember í fyrra til febrúar síðastliðins, samkvæmt tölum frá Seðlabankanum sem birtust í nýlegum hagvísum bankans. Á sama tíma nam fjármagnsinnflæði vegna fjárfestinga erlendra fjárfesta í hlutabréfum 8,8 milljörðum króna en sennilegt er að innflæðið hafi að mestu farið í hlutabréf í Marel. Nýtt innstreymi erlends gjaldeyris til nýfjárfestingar í ríkisskuldabréfum dróst töluvert saman í fyrra miðað við árið á undan. Það nam um 4,3 milljörðum króna á síðasta ári en þar af var 2,7 milljörðum króna ráðstafað til kaupa á ríkisbréfum en 1,7 milljarðar króna fóru í sérstaka bindingu í samræmi við reglur Seðlabankans. Innstreymi fjár í skráð hlutabréf, sem féllu ekki undir hina sérstöku bindiskyldu bankans, minnkaði einnig á milli ára og nam um 18,5 milljörðum króna á síðasta ári. Þá tók útflæði einnig að aukast þegar leið á árið og á síðasta fjórðungi ársins mældist í fyrsta sinn hreint útflæði vegna nýfjárfestingar. Áðurnefnd bindiskylda, sem fól í sér að ákveðið hlutfall af innflæði vegna fjárfestinga í skráðum skuldabréfum og innlánum þurfti að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum, var sem kunnugt er lækkuð í núll prósent í byrjun síðasta mánaðar. Bindingarhlutfallið var lengst af 40 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira