Juncker telur útgöngu án samnings líklega á meðan May og Corbyn funda Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 14:09 May og Corbyn eru bæði afar óvinsæl vegna framgöngu þeirra í Brexit-málum. Þau hittast til fundar í dag. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að freista þess að finna lausn á Brexit-þráteflinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir mjög líklegt að Bretar gangi úr sambandinu án samnings í næstu viku. Frestur á útgöngu Bretlands sem Evrópusambandið veitti rennur út föstudaginn 12. apríl. Hvorki hefur gengið né rekið hjá May forsætisráðherra að koma útgöngusamningi við sambandið í gegnum breska þingið. Þingmenn höfnuðu honum í þriðja skipti í síðustu viku. Staðan hefur nú rekið May í fang Corbyn en þau byrjuðu að funda klukkan hálf eitt að íslenskum tíma í dag. Corbyn hefur boðað skuggaráðuneyti sitt til fundar síðdegis til að ræða það sem þeim May fór á milli. Ákvörðun May um að leita til Corbyn hefur fallið í grýttan jarðveg hjá flokkssystkinum hennar. Þannig sagði Nigel Adams, ráðherra málefna Wales, af sér vegna hennar. Fyrr í dag ávarpaði Juncker Evrópuþingið og ítrekaði að frekari skammtímafrestun á útgöngu Breta væri ekki í boði af hálfu sambandsins. Breskir þingmenn yrðu að samþykkja útgöngusamning May fyrir föstudag. Annað hvort yrðu Bretar að ganga úr sambandinu án samnings að biðja um langa frestun. „Eftir 12. apríl eigum við á hættu að setja Evrópuþingskosningar úr skorðum og ógna þannig starfsemi Evrópusambandsins,“ sagði Juncker Evrópuþingmönnum. Fyrir sitt leyti hefur May ekki útilokað að Bretar gætu tekið þátt í Evrópuþingskosningum neyðist hún til að fara fram á langtímafrestun á Brexit, að sögn The Guardian. Hennar markmið væri þó að samþykkja útgöngusamning sem fyrst þannig að af útgöngunni verði 22. maí. Evrópusambandið hefur sagst tilbúið að fresta útgöngunni þar til þá samþykki Bretar útgöngusamning fyrir 12. apríl. Juncker virtist þó ekki bjartsýnn á að breska þinginu auðnaðist að ná samkomulagi á næstunni. „Ég trúi því að „enginn samningur“ á miðnætti 12. apríl sé nú mjög líkleg sviðsmynd. Það er ekki niðurstaðan sem ég vil en það er niðurstaða sem ég hef tryggt að Evrópusambandið er tilbúið fyrir,“ sagði hann. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Fer fram á lengri Brexit-frest Ætlar að funda með Jeremy Corbyn. 2. apríl 2019 22:59 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, til að freista þess að finna lausn á Brexit-þráteflinu. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir mjög líklegt að Bretar gangi úr sambandinu án samnings í næstu viku. Frestur á útgöngu Bretlands sem Evrópusambandið veitti rennur út föstudaginn 12. apríl. Hvorki hefur gengið né rekið hjá May forsætisráðherra að koma útgöngusamningi við sambandið í gegnum breska þingið. Þingmenn höfnuðu honum í þriðja skipti í síðustu viku. Staðan hefur nú rekið May í fang Corbyn en þau byrjuðu að funda klukkan hálf eitt að íslenskum tíma í dag. Corbyn hefur boðað skuggaráðuneyti sitt til fundar síðdegis til að ræða það sem þeim May fór á milli. Ákvörðun May um að leita til Corbyn hefur fallið í grýttan jarðveg hjá flokkssystkinum hennar. Þannig sagði Nigel Adams, ráðherra málefna Wales, af sér vegna hennar. Fyrr í dag ávarpaði Juncker Evrópuþingið og ítrekaði að frekari skammtímafrestun á útgöngu Breta væri ekki í boði af hálfu sambandsins. Breskir þingmenn yrðu að samþykkja útgöngusamning May fyrir föstudag. Annað hvort yrðu Bretar að ganga úr sambandinu án samnings að biðja um langa frestun. „Eftir 12. apríl eigum við á hættu að setja Evrópuþingskosningar úr skorðum og ógna þannig starfsemi Evrópusambandsins,“ sagði Juncker Evrópuþingmönnum. Fyrir sitt leyti hefur May ekki útilokað að Bretar gætu tekið þátt í Evrópuþingskosningum neyðist hún til að fara fram á langtímafrestun á Brexit, að sögn The Guardian. Hennar markmið væri þó að samþykkja útgöngusamning sem fyrst þannig að af útgöngunni verði 22. maí. Evrópusambandið hefur sagst tilbúið að fresta útgöngunni þar til þá samþykki Bretar útgöngusamning fyrir 12. apríl. Juncker virtist þó ekki bjartsýnn á að breska þinginu auðnaðist að ná samkomulagi á næstunni. „Ég trúi því að „enginn samningur“ á miðnætti 12. apríl sé nú mjög líkleg sviðsmynd. Það er ekki niðurstaðan sem ég vil en það er niðurstaða sem ég hef tryggt að Evrópusambandið er tilbúið fyrir,“ sagði hann.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Felldu Brexit-tillögur May mun funda með ríkisstjórninni á morgun. 1. apríl 2019 23:30 Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51 May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Fer fram á lengri Brexit-frest Ætlar að funda með Jeremy Corbyn. 2. apríl 2019 22:59 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi. 2. apríl 2019 07:51
May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54
Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49