Gaslýsing þá og nú Þórarinn Þórarinsson skrifar 4. apríl 2019 10:00 Ingrid Bergman er stórkostleg í hlutverki ungrar eiginkonu sem eiginmaðurinn tekur á taugum með markvissri gaslýsingu. Gaslýsing er stunduð grimmt í samtímapólitík en hugtakið má rekja til Gaslight frá 1944 sem öllum væri hollt að horfa á. Gaslýsingin er til dæmis talin einkenna stjórnunarstíl Donalds Trump Bandaríkjaforseta og nægir í því sambandi að nefna bókina Gaslighting America: Why We Love It When Trump Lies to Us, eftir Amöndu Carpenter. Og þótt gaslýsing hljóti að hljóma nokkuð einkennilega í okkar raflýsta samfélagi þá stunda íslenskir stjórnmálamenn hana af allnokkru kappi. Þórður Snær Júlísson, ritstjóri Kjarnans, gastengdi íslenska pólitík í leiðara í september 2017 þar sem hann sagði meðal annars: „Tæknin sem beitt er kallast á ensku „gaslighting“, eða gaslýsing, og er þekkt pólitískt bragð. Í henni felst að neita stanslaust allri sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir, ljúga upp á fólk afstöðu, hengja sig í öll aukaatriði og hanna nýja atburðarás eftir á sem hentar málstað þess sem er að verja sig.“ Kunnuglegt en ennþá fyrirfinnst ekki betri útskýring á eðli gaslýsingar en sjálf uppsprettan, kvikmyndin Gaslight frá 1944. Hún er að vísu byggð á samnefndu leikriti frá 1938, var áður kvikmynduð 1940. Þekktasta útgáfan er þó sú frá 1944, með Ingrid Bergman og Charles Boyer í aðalhlutverkum. Frábær mynd sem eldist vel og kallast í nýju gasljósi skemmtilega átakanlega á við samtímann.Charles Boyer leikur sikkópatískan eiginmanninn sem kynnir gaslýsinguna til leiks sem stjórnunartæki.Í Gaslight leikur Bergman unga konu sem giftist ósköp ljúfum manni sem byrjar fljótt að grafa undan sjálfsöryggi hennar og geðheilsu. Hann klifar stöðugt á því að hún sé gleymin og alltaf að týna hlutum sem væri rétt ef hann sjálfur væri ekki á fullu í því að fela hluti og skamma hana síðan fyrir að hafa glatað þeim. Hún verður í raun stofufangi á eigin heimili enda karlinn búinn að sannfæra hana um að hún sé of heilsutæp til þess að vera að spóka sig á almannafæri. Á kvöldin heyrir hún brölt og bank í veggjum hússins og gaslýsingin dofnar kerfisbundið fyrir augum hennar en allt á þetta víst bara að vera ímyndun í henni. Gaslýsingin er þannig ekki bundin við stjórnmálamenn og í upphafi var hún kynnt til leiks sem kúgunartæki innan veggja heimilisins, en einræðisherrar og leiðtogar sértrúarsafnaða hafa einnig í gegnum tíðina sýnt fram á nokkra leikni í gaslýsingum. Kjarninn í hugtakinu eins og það birtist í bíómyndinni er að einn lýgur ítrekað að öðrum af svo mikilli sannfæringu að nánast er um heilaþvott að ræða og sá sem beittur er blekkingunni endar með að efast um eigin geðheilsu. Þróar í raun með sér einhvers konar Stokkhólmsheilkenni og endar með að trúa og treysta í algerri blindni á gaslýsarann. Kunnuglegt? Í því þrúgandi pólitíska andrúmi vorra tíma sem er hlaðið falsfréttum, lygum, hálfsannleik og útpældum blekkingum er óhætt að mæla með því við allt hugsandi fólk og ekki síður þá sem eru þegar blindaðir af gasljósunum að drífa sig í að horfa á Gaslight frá 1944. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Gaslýsing er stunduð grimmt í samtímapólitík en hugtakið má rekja til Gaslight frá 1944 sem öllum væri hollt að horfa á. Gaslýsingin er til dæmis talin einkenna stjórnunarstíl Donalds Trump Bandaríkjaforseta og nægir í því sambandi að nefna bókina Gaslighting America: Why We Love It When Trump Lies to Us, eftir Amöndu Carpenter. Og þótt gaslýsing hljóti að hljóma nokkuð einkennilega í okkar raflýsta samfélagi þá stunda íslenskir stjórnmálamenn hana af allnokkru kappi. Þórður Snær Júlísson, ritstjóri Kjarnans, gastengdi íslenska pólitík í leiðara í september 2017 þar sem hann sagði meðal annars: „Tæknin sem beitt er kallast á ensku „gaslighting“, eða gaslýsing, og er þekkt pólitískt bragð. Í henni felst að neita stanslaust allri sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir, ljúga upp á fólk afstöðu, hengja sig í öll aukaatriði og hanna nýja atburðarás eftir á sem hentar málstað þess sem er að verja sig.“ Kunnuglegt en ennþá fyrirfinnst ekki betri útskýring á eðli gaslýsingar en sjálf uppsprettan, kvikmyndin Gaslight frá 1944. Hún er að vísu byggð á samnefndu leikriti frá 1938, var áður kvikmynduð 1940. Þekktasta útgáfan er þó sú frá 1944, með Ingrid Bergman og Charles Boyer í aðalhlutverkum. Frábær mynd sem eldist vel og kallast í nýju gasljósi skemmtilega átakanlega á við samtímann.Charles Boyer leikur sikkópatískan eiginmanninn sem kynnir gaslýsinguna til leiks sem stjórnunartæki.Í Gaslight leikur Bergman unga konu sem giftist ósköp ljúfum manni sem byrjar fljótt að grafa undan sjálfsöryggi hennar og geðheilsu. Hann klifar stöðugt á því að hún sé gleymin og alltaf að týna hlutum sem væri rétt ef hann sjálfur væri ekki á fullu í því að fela hluti og skamma hana síðan fyrir að hafa glatað þeim. Hún verður í raun stofufangi á eigin heimili enda karlinn búinn að sannfæra hana um að hún sé of heilsutæp til þess að vera að spóka sig á almannafæri. Á kvöldin heyrir hún brölt og bank í veggjum hússins og gaslýsingin dofnar kerfisbundið fyrir augum hennar en allt á þetta víst bara að vera ímyndun í henni. Gaslýsingin er þannig ekki bundin við stjórnmálamenn og í upphafi var hún kynnt til leiks sem kúgunartæki innan veggja heimilisins, en einræðisherrar og leiðtogar sértrúarsafnaða hafa einnig í gegnum tíðina sýnt fram á nokkra leikni í gaslýsingum. Kjarninn í hugtakinu eins og það birtist í bíómyndinni er að einn lýgur ítrekað að öðrum af svo mikilli sannfæringu að nánast er um heilaþvott að ræða og sá sem beittur er blekkingunni endar með að efast um eigin geðheilsu. Þróar í raun með sér einhvers konar Stokkhólmsheilkenni og endar með að trúa og treysta í algerri blindni á gaslýsarann. Kunnuglegt? Í því þrúgandi pólitíska andrúmi vorra tíma sem er hlaðið falsfréttum, lygum, hálfsannleik og útpældum blekkingum er óhætt að mæla með því við allt hugsandi fólk og ekki síður þá sem eru þegar blindaðir af gasljósunum að drífa sig í að horfa á Gaslight frá 1944.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira