Setja upp níutíu hleðslustöðvar fyrir rafbíla í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 15:00 Byggðir verða upp innviðir fyrir hleðslubúnað rafbíla á níutíu stöðum í Reykjavík á næstu þremur árum samkvæmt samkomulagi sem Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og Veitur skrifuðu undir í dag. Þá verður komið á fót 120 milljóna króna sjóði sem á að styrkja húsfélög til að koma upp hleðslubúnaði. Þrjátíu hleðslustöðvar verða settar upp við starfsstöðvar Reykjavíkurborgar eða í næsta nágrenni þeirra. Þá verða lagðar lagnir að hleðslubúnaði og hann settur upp á sextíu stöðum á borgarlandi á næstu þremur ár, tuttugu á ári. Markmiðið er að þjóna íbúum sem ekki hafa bílastæði á eigin lóð, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu vegna samkomulagsins. Íbúum verður gefinn kostur á að hafa áhrif á staðsetningar síðarnefndu stöðvanna með því að senda inn tillögur en Reykjavíkurborg og Veitur munu velja endanlegar staðsetningar í samræmi við fjölda íbúa og önnur hagkvæmnissjónarmið. Hleðslustæðin eiga að vera vel merkt og eingöngu ætluð rafbílum. Uppsetning og rekstur hleðslubúnaðarins verður boðinn út og er gert ráð fyrir að hleðslan verði seld. OR og borgaryfirvöld ætlað að leggja tuttugu milljónir hvor í sjóð á ári í þrjú ár. Úr honum verður úthlutað styrkjum til húsfélaga íbúðarhúsa til að koma upp hleðslubúnaði. Auglýsa á eftir umsóknum og úthlutunarreglur verða kynntar síðar. Gert er ráð fyrir að hámarksstyrkur verði 1,5 milljónir króna og að hámarki tveir þriðju hlutar kostnaðar við að koma hleðslunum uppKort sem sýnir staðsetningu þrjátíu hleðslustöðva sem koma á upp við starfsstöðvar borgarinnar.Reykjavíkurborg/OR/Veitur Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Byggðir verða upp innviðir fyrir hleðslubúnað rafbíla á níutíu stöðum í Reykjavík á næstu þremur árum samkvæmt samkomulagi sem Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og Veitur skrifuðu undir í dag. Þá verður komið á fót 120 milljóna króna sjóði sem á að styrkja húsfélög til að koma upp hleðslubúnaði. Þrjátíu hleðslustöðvar verða settar upp við starfsstöðvar Reykjavíkurborgar eða í næsta nágrenni þeirra. Þá verða lagðar lagnir að hleðslubúnaði og hann settur upp á sextíu stöðum á borgarlandi á næstu þremur ár, tuttugu á ári. Markmiðið er að þjóna íbúum sem ekki hafa bílastæði á eigin lóð, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu vegna samkomulagsins. Íbúum verður gefinn kostur á að hafa áhrif á staðsetningar síðarnefndu stöðvanna með því að senda inn tillögur en Reykjavíkurborg og Veitur munu velja endanlegar staðsetningar í samræmi við fjölda íbúa og önnur hagkvæmnissjónarmið. Hleðslustæðin eiga að vera vel merkt og eingöngu ætluð rafbílum. Uppsetning og rekstur hleðslubúnaðarins verður boðinn út og er gert ráð fyrir að hleðslan verði seld. OR og borgaryfirvöld ætlað að leggja tuttugu milljónir hvor í sjóð á ári í þrjú ár. Úr honum verður úthlutað styrkjum til húsfélaga íbúðarhúsa til að koma upp hleðslubúnaði. Auglýsa á eftir umsóknum og úthlutunarreglur verða kynntar síðar. Gert er ráð fyrir að hámarksstyrkur verði 1,5 milljónir króna og að hámarki tveir þriðju hlutar kostnaðar við að koma hleðslunum uppKort sem sýnir staðsetningu þrjátíu hleðslustöðva sem koma á upp við starfsstöðvar borgarinnar.Reykjavíkurborg/OR/Veitur
Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira