Rapparar hella sér yfir lögguna á Suðurnesjum Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2019 11:41 FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM segja tónlistarmennirnir en Ólafur Helgi veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Tveir af þekktustu röppurum og tónlistarmönnum landsins fordæma lögregluna á Suðurnesjum fortakslaust. Að hætti hússins. Unnsteinn Manúel Stefánsson segir á Twitterreikningi sínum: „án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit“Lögreglustjórinn veit ekki hvað hann vann sér til óyndis Og Emmsjé Gauti skefur ekki af því heldur á sama vettvangi: „Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?“án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit— unnsteinn (@unistefson) April 5, 2019 Til hvaða atviks nákvæmlega er að vísa liggur ekki fyrir. Og, ekki veit Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum það. Hann vissi reyndar ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Vísir setti sig í samband við hann. „Þú segir mér fréttir. Þetta heitir víst málfrelsi,“ segir Ólafur Helgi og veltir því fyrir sér hvað það er sem á hans borð hefur komið sem kallar á slíkar fordæmingar. „Ég kveiki ekki. Því miður. Ég man ekki eftir því að það hafi neitt sérstakt komið upp?“Tónlistarmenn telja sig sæta fordómum lögreglu Vísir ræddi jafnframt við Emmsjé Gauta sem taldi sig ekki í stöðu til að greina frá þeim atburðum gærdagsins sem eru kveikja þeirra ummæla sem um ræðir. Það yrði að vera með samþykki þeirra sem í hlut eiga. En, almennt sagði hann það mjög áberandi að lögreglan nánast ofsæki ungt fólk og tónlistamenn.Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?— Emmsjé (@emmsjegauti) April 5, 2019 „Ég er alltaf að heyra einhverjar sögur af því þegar verið er að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins og það fer í taugarnar á mér. Þetta er að gerast aftur og aftur. Lögreglan tekur tiltekinn hóp samfélagsins fyrir.“ Má segja að um sé að ræða kerfisbundnar ofsóknir og fordóma?„Þetta er fordóma-based. Það eru ákveðnar týpur teknar fyrir og þær pesteraðar. Þetta er klisjudæmi. En, ég hef ekki enn heyrt af því að lögreglan mæti á sinfóníutónleika, taki fólk þar til hliðar og geri á því líkamsleit. Ég hef lent í þessu ótrúlega oft. Baksviðs á tónleikum og á tónleikahátíðum. Þá eru sendir hundar. Á Aldrei fór ég suður, þar er lögreglan alltaf mætt með hunda. Og ég hef orðið vitni að rasisma baksviðs, þar sem hundurinn var sendur á okkur alla. Og á einu manneskjunni sem er lituð var leitað tvisvar,“ segir Emmsjé Gauti sem telur að lögreglan myndi ná betri árangri með öðrum aðferðum en stilla þessu upp með þessum hætti. Lögreglumál Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tveir af þekktustu röppurum og tónlistarmönnum landsins fordæma lögregluna á Suðurnesjum fortakslaust. Að hætti hússins. Unnsteinn Manúel Stefánsson segir á Twitterreikningi sínum: „án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit“Lögreglustjórinn veit ekki hvað hann vann sér til óyndis Og Emmsjé Gauti skefur ekki af því heldur á sama vettvangi: „Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?“án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit— unnsteinn (@unistefson) April 5, 2019 Til hvaða atviks nákvæmlega er að vísa liggur ekki fyrir. Og, ekki veit Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum það. Hann vissi reyndar ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Vísir setti sig í samband við hann. „Þú segir mér fréttir. Þetta heitir víst málfrelsi,“ segir Ólafur Helgi og veltir því fyrir sér hvað það er sem á hans borð hefur komið sem kallar á slíkar fordæmingar. „Ég kveiki ekki. Því miður. Ég man ekki eftir því að það hafi neitt sérstakt komið upp?“Tónlistarmenn telja sig sæta fordómum lögreglu Vísir ræddi jafnframt við Emmsjé Gauta sem taldi sig ekki í stöðu til að greina frá þeim atburðum gærdagsins sem eru kveikja þeirra ummæla sem um ræðir. Það yrði að vera með samþykki þeirra sem í hlut eiga. En, almennt sagði hann það mjög áberandi að lögreglan nánast ofsæki ungt fólk og tónlistamenn.Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?— Emmsjé (@emmsjegauti) April 5, 2019 „Ég er alltaf að heyra einhverjar sögur af því þegar verið er að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins og það fer í taugarnar á mér. Þetta er að gerast aftur og aftur. Lögreglan tekur tiltekinn hóp samfélagsins fyrir.“ Má segja að um sé að ræða kerfisbundnar ofsóknir og fordóma?„Þetta er fordóma-based. Það eru ákveðnar týpur teknar fyrir og þær pesteraðar. Þetta er klisjudæmi. En, ég hef ekki enn heyrt af því að lögreglan mæti á sinfóníutónleika, taki fólk þar til hliðar og geri á því líkamsleit. Ég hef lent í þessu ótrúlega oft. Baksviðs á tónleikum og á tónleikahátíðum. Þá eru sendir hundar. Á Aldrei fór ég suður, þar er lögreglan alltaf mætt með hunda. Og ég hef orðið vitni að rasisma baksviðs, þar sem hundurinn var sendur á okkur alla. Og á einu manneskjunni sem er lituð var leitað tvisvar,“ segir Emmsjé Gauti sem telur að lögreglan myndi ná betri árangri með öðrum aðferðum en stilla þessu upp með þessum hætti.
Lögreglumál Reykjanesbær Tónlist Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira