Rapparar hella sér yfir lögguna á Suðurnesjum Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2019 11:41 FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM segja tónlistarmennirnir en Ólafur Helgi veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Tveir af þekktustu röppurum og tónlistarmönnum landsins fordæma lögregluna á Suðurnesjum fortakslaust. Að hætti hússins. Unnsteinn Manúel Stefánsson segir á Twitterreikningi sínum: „án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit“Lögreglustjórinn veit ekki hvað hann vann sér til óyndis Og Emmsjé Gauti skefur ekki af því heldur á sama vettvangi: „Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?“án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit— unnsteinn (@unistefson) April 5, 2019 Til hvaða atviks nákvæmlega er að vísa liggur ekki fyrir. Og, ekki veit Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum það. Hann vissi reyndar ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Vísir setti sig í samband við hann. „Þú segir mér fréttir. Þetta heitir víst málfrelsi,“ segir Ólafur Helgi og veltir því fyrir sér hvað það er sem á hans borð hefur komið sem kallar á slíkar fordæmingar. „Ég kveiki ekki. Því miður. Ég man ekki eftir því að það hafi neitt sérstakt komið upp?“Tónlistarmenn telja sig sæta fordómum lögreglu Vísir ræddi jafnframt við Emmsjé Gauta sem taldi sig ekki í stöðu til að greina frá þeim atburðum gærdagsins sem eru kveikja þeirra ummæla sem um ræðir. Það yrði að vera með samþykki þeirra sem í hlut eiga. En, almennt sagði hann það mjög áberandi að lögreglan nánast ofsæki ungt fólk og tónlistamenn.Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?— Emmsjé (@emmsjegauti) April 5, 2019 „Ég er alltaf að heyra einhverjar sögur af því þegar verið er að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins og það fer í taugarnar á mér. Þetta er að gerast aftur og aftur. Lögreglan tekur tiltekinn hóp samfélagsins fyrir.“ Má segja að um sé að ræða kerfisbundnar ofsóknir og fordóma?„Þetta er fordóma-based. Það eru ákveðnar týpur teknar fyrir og þær pesteraðar. Þetta er klisjudæmi. En, ég hef ekki enn heyrt af því að lögreglan mæti á sinfóníutónleika, taki fólk þar til hliðar og geri á því líkamsleit. Ég hef lent í þessu ótrúlega oft. Baksviðs á tónleikum og á tónleikahátíðum. Þá eru sendir hundar. Á Aldrei fór ég suður, þar er lögreglan alltaf mætt með hunda. Og ég hef orðið vitni að rasisma baksviðs, þar sem hundurinn var sendur á okkur alla. Og á einu manneskjunni sem er lituð var leitað tvisvar,“ segir Emmsjé Gauti sem telur að lögreglan myndi ná betri árangri með öðrum aðferðum en stilla þessu upp með þessum hætti. Lögreglumál Reykjanesbær Tónlist Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Tveir af þekktustu röppurum og tónlistarmönnum landsins fordæma lögregluna á Suðurnesjum fortakslaust. Að hætti hússins. Unnsteinn Manúel Stefánsson segir á Twitterreikningi sínum: „án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit“Lögreglustjórinn veit ekki hvað hann vann sér til óyndis Og Emmsjé Gauti skefur ekki af því heldur á sama vettvangi: „Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?“án djóks. FOKK LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM @sudurnespolice Galnar áherslur hjá ykkur. @logreglan mætti endilega fylgjast með hvað er í gangi þarna. #innraeftirlit— unnsteinn (@unistefson) April 5, 2019 Til hvaða atviks nákvæmlega er að vísa liggur ekki fyrir. Og, ekki veit Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum það. Hann vissi reyndar ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar Vísir setti sig í samband við hann. „Þú segir mér fréttir. Þetta heitir víst málfrelsi,“ segir Ólafur Helgi og veltir því fyrir sér hvað það er sem á hans borð hefur komið sem kallar á slíkar fordæmingar. „Ég kveiki ekki. Því miður. Ég man ekki eftir því að það hafi neitt sérstakt komið upp?“Tónlistarmenn telja sig sæta fordómum lögreglu Vísir ræddi jafnframt við Emmsjé Gauta sem taldi sig ekki í stöðu til að greina frá þeim atburðum gærdagsins sem eru kveikja þeirra ummæla sem um ræðir. Það yrði að vera með samþykki þeirra sem í hlut eiga. En, almennt sagði hann það mjög áberandi að lögreglan nánast ofsæki ungt fólk og tónlistamenn.Hey @logreglan þið ættuð að tjékka á vinum ykkar í Keflavík. Hvenær ætla aular ykkar megin að átta sig á friðhelgi einkalífsins. Er draumurinn að ná listamönnum með drugs á sér til að eiga hetjusögur yfir kjúllanum?— Emmsjé (@emmsjegauti) April 5, 2019 „Ég er alltaf að heyra einhverjar sögur af því þegar verið er að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins og það fer í taugarnar á mér. Þetta er að gerast aftur og aftur. Lögreglan tekur tiltekinn hóp samfélagsins fyrir.“ Má segja að um sé að ræða kerfisbundnar ofsóknir og fordóma?„Þetta er fordóma-based. Það eru ákveðnar týpur teknar fyrir og þær pesteraðar. Þetta er klisjudæmi. En, ég hef ekki enn heyrt af því að lögreglan mæti á sinfóníutónleika, taki fólk þar til hliðar og geri á því líkamsleit. Ég hef lent í þessu ótrúlega oft. Baksviðs á tónleikum og á tónleikahátíðum. Þá eru sendir hundar. Á Aldrei fór ég suður, þar er lögreglan alltaf mætt með hunda. Og ég hef orðið vitni að rasisma baksviðs, þar sem hundurinn var sendur á okkur alla. Og á einu manneskjunni sem er lituð var leitað tvisvar,“ segir Emmsjé Gauti sem telur að lögreglan myndi ná betri árangri með öðrum aðferðum en stilla þessu upp með þessum hætti.
Lögreglumál Reykjanesbær Tónlist Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira