Evrópusambandið þurrkað út af breskum vegabréfum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. apríl 2019 11:25 Munurinn á bréfunum er ekki auðsjáanlegur en þó veigamikill. Twitter Búið er að breyta hönnun breskra vegabréfa lítillega en tvö efstu orðin á framsíðu þeirra hafa verið fjarlægð. Breytingin kann að virðast lítilvæg í fyrstu en verður þó að teljast nokkuð veigamikil. Orðin tvö sem ekki er hægt að finna framan á nýjustu útgáfu þeirra eru European Union (Evrópusambandið). Hin nýju vegabréf, sem líkjast þeim gömlu í einu og öllu, ef frá er talið Evrópusambandið, voru fyrst gefin út 30. mars, degi eftir að áætlað var að Bretar gengu út úr ESB. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem breskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að fá drög sín að útgöngusamningi samþykkt af þinginu. Evrópusambandið veitti Bretum því frest til 12. apríl til þess að vinna að útgöngusamningi. Verði ekki komin niðurstaða í samningamál fyrir þann tíma, er hætt við því að Bretland komi til með að hrynja út úr Evrópusambandinu án samnings, sem verður að teljast langt frá því að vera draumastaða fyrir Bretland. Twitternotandinn Susan Barone var ein þeirra sem hnaut um breytinguna og henni var langt frá því að vera skemmt. Hún tísti „SANNARLEGA OFBOÐIÐ. Náði í nýja vegabréfið mitt í dag – það gamla rennur út á næstu mánuðum. Sjá að neðan: Finnið muninn!“TRULY APPALLED. Picked up my new passport today - my old one expires in the next couple of months. See below: Spot the difference! pic.twitter.com/R7BW9lk6I5 — Susan Hindle Barone (@SpinHBarone) April 5, 2019 Í samtali við PA sagði hún viðbrögð sín við breytingunni hafa stafað af undrun, þar sem Bretland væri enn meðlimur Evrópusambandsins. „Ég var hissa að gerð hafi verið breyting þar sem við [Bretland] erum ekki farin [úr Evrópusambandinu] og þetta er áþreifanlegt merki einhvers sem ég tel vera algjörlega tilgangslaust. Hvað græðum við á því að fara? Það er í það minnst hellingur sem við töpum á því.“ Vegabréfin voru framleidd þar sem gengið var út frá því að Bretland kæmi til með að ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars. Talskona innanríkisráðuneytis Bretlands segir að vegabréf með yfirskrift Evrópusambandsins verði áfram gefin út, meðan birgðir endast, til þess að spara fé breskra skattgreiðenda. „Það verður enginn munur fyrir breska ríkisborgara, hvort sem þeir nota vegabréf með orðinu „Evrópusambandið“ framan á, eða ekki. Báðar útgáfur verða jafngildar við ferðalög,“ sagði talskonan. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Sjá meira
Búið er að breyta hönnun breskra vegabréfa lítillega en tvö efstu orðin á framsíðu þeirra hafa verið fjarlægð. Breytingin kann að virðast lítilvæg í fyrstu en verður þó að teljast nokkuð veigamikil. Orðin tvö sem ekki er hægt að finna framan á nýjustu útgáfu þeirra eru European Union (Evrópusambandið). Hin nýju vegabréf, sem líkjast þeim gömlu í einu og öllu, ef frá er talið Evrópusambandið, voru fyrst gefin út 30. mars, degi eftir að áætlað var að Bretar gengu út úr ESB. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem breskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að fá drög sín að útgöngusamningi samþykkt af þinginu. Evrópusambandið veitti Bretum því frest til 12. apríl til þess að vinna að útgöngusamningi. Verði ekki komin niðurstaða í samningamál fyrir þann tíma, er hætt við því að Bretland komi til með að hrynja út úr Evrópusambandinu án samnings, sem verður að teljast langt frá því að vera draumastaða fyrir Bretland. Twitternotandinn Susan Barone var ein þeirra sem hnaut um breytinguna og henni var langt frá því að vera skemmt. Hún tísti „SANNARLEGA OFBOÐIÐ. Náði í nýja vegabréfið mitt í dag – það gamla rennur út á næstu mánuðum. Sjá að neðan: Finnið muninn!“TRULY APPALLED. Picked up my new passport today - my old one expires in the next couple of months. See below: Spot the difference! pic.twitter.com/R7BW9lk6I5 — Susan Hindle Barone (@SpinHBarone) April 5, 2019 Í samtali við PA sagði hún viðbrögð sín við breytingunni hafa stafað af undrun, þar sem Bretland væri enn meðlimur Evrópusambandsins. „Ég var hissa að gerð hafi verið breyting þar sem við [Bretland] erum ekki farin [úr Evrópusambandinu] og þetta er áþreifanlegt merki einhvers sem ég tel vera algjörlega tilgangslaust. Hvað græðum við á því að fara? Það er í það minnst hellingur sem við töpum á því.“ Vegabréfin voru framleidd þar sem gengið var út frá því að Bretland kæmi til með að ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars. Talskona innanríkisráðuneytis Bretlands segir að vegabréf með yfirskrift Evrópusambandsins verði áfram gefin út, meðan birgðir endast, til þess að spara fé breskra skattgreiðenda. „Það verður enginn munur fyrir breska ríkisborgara, hvort sem þeir nota vegabréf með orðinu „Evrópusambandið“ framan á, eða ekki. Báðar útgáfur verða jafngildar við ferðalög,“ sagði talskonan.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Sjá meira