Ítalir hrífa íslenska Eurovision aðdáendur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2019 09:42 FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. Söngvarinn Mahmood flytur lagið Soldi, eða Peningar eins og það heitir á íslensku, fyrir hönd Ítalíu en hann syngur lagið á ítölsku. Inntak lagsins fjallar þó ekki um dásömun peninga. Þvert á móti fjallar lagið um hvernig peningar geta spillt fólki og byrgt því sýn. Hinn 27 ára gamli Mahmood samdi textann sjálfur sem er sjálfsævisögulegur. Textinn fjallar um uppvaxtarár hans og föðurleysið. Mahmood fæddist í Mílanó en faðir hans, sem er frá Egyptalandi, yfirgaf fjölskylduna þegar Mahmood var aðeins sex ára. Sjálfur ólst Mahood upp hjá einstæðri móður frá Sardiníu. Hann segist alltaf hafa skort föðurímynd og þannig hafi hann með ýmsum ráðum reynt að fylla upp í tómarúm föðursins. Hefð er fyrir því að aðdáendaklúbbar allra landa sem hafa aðild að OGAE, alþjóðlegum samtökum um Eurovision, skili af sér niðurstöðum atkvæðagreiðslna um uppröðun laganna sem taka þátt í keppninni eftir styrkleika skömmu fyrir keppnina sjálfa. Veðbankar hafa lengi spáð Soldi góðu gengi og talið er að sigurinn falli annað hvort til Ítalíu eða Hollands. FÁSES setur ítalska framlagið í fyrsta sætið en fast á hæla fylgir framlag Hollands sem fær tíu stig hjá klúbbnum. Átta stig fara þá til Sviss, sjö til Kýpur, sex til frænda okkar í Svíþjóð og fimm stig til Noregs. Áhugamannaklúbburinn gefur framlagi Spánar fjögur stig, þrjú fara til Grikklands, tvö til Rússlands og San Marínó fær að lokum eitt stig. Eurovision Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí. Söngvarinn Mahmood flytur lagið Soldi, eða Peningar eins og það heitir á íslensku, fyrir hönd Ítalíu en hann syngur lagið á ítölsku. Inntak lagsins fjallar þó ekki um dásömun peninga. Þvert á móti fjallar lagið um hvernig peningar geta spillt fólki og byrgt því sýn. Hinn 27 ára gamli Mahmood samdi textann sjálfur sem er sjálfsævisögulegur. Textinn fjallar um uppvaxtarár hans og föðurleysið. Mahmood fæddist í Mílanó en faðir hans, sem er frá Egyptalandi, yfirgaf fjölskylduna þegar Mahmood var aðeins sex ára. Sjálfur ólst Mahood upp hjá einstæðri móður frá Sardiníu. Hann segist alltaf hafa skort föðurímynd og þannig hafi hann með ýmsum ráðum reynt að fylla upp í tómarúm föðursins. Hefð er fyrir því að aðdáendaklúbbar allra landa sem hafa aðild að OGAE, alþjóðlegum samtökum um Eurovision, skili af sér niðurstöðum atkvæðagreiðslna um uppröðun laganna sem taka þátt í keppninni eftir styrkleika skömmu fyrir keppnina sjálfa. Veðbankar hafa lengi spáð Soldi góðu gengi og talið er að sigurinn falli annað hvort til Ítalíu eða Hollands. FÁSES setur ítalska framlagið í fyrsta sætið en fast á hæla fylgir framlag Hollands sem fær tíu stig hjá klúbbnum. Átta stig fara þá til Sviss, sjö til Kýpur, sex til frænda okkar í Svíþjóð og fimm stig til Noregs. Áhugamannaklúbburinn gefur framlagi Spánar fjögur stig, þrjú fara til Grikklands, tvö til Rússlands og San Marínó fær að lokum eitt stig.
Eurovision Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
Ítalskir ráðamenn gagnrýna framlag landsins til Eurovision Ekki eru allir Ítalir á eitt sáttir með hvernig framlagið er valið. 11. febrúar 2019 20:43