Fótbolti

Fékk rautt fyrir ummæli um mömmu dómarans

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Costa var heitt í hamsi í leiknum í gær
Costa var heitt í hamsi í leiknum í gær vísir/getty
Diego Costa var sendur snemma í sturtu í stórleik Barcelona og Atletico Madrid í La Liga deildinni í gær þegar hann fékk rautt spjald á 28. mínútu leiksins.

Dómarinn, Jesus Gil Manzano, sagði rauða spjaldið hafa verið vegna dónalegra ummæla Costa um mömmu Manzano samkvæmt frétt ESPN.

Manzano skrifaði í skýrslu sína eftir leikinn hvað það var sem Costa sagði.

„Ég spurði dómarann hvort að það sem Costa sagði hafi verið svo slæmt því við höfum séð leikmenn Barcelona gera þetta sama, segja eitthvað í andlitið á dómurunum og þeir sleppa við rauð spjöld,“ sagði Diego Simeone, stjóri Atletico, eftir leikinn.

„Ef Costa sagði það sem dómarinn sagði hann hafa sagt þá var hann réttilega sendur út af.“

„Við erum samt greinilega að gera eitthvað vitlaust því við höfum misst mann af velli í 11 leikjum.“

Barcelona vann leikinn 2-0 en mörkin komu ekki fyrr en undir lokin, þrátt fyrir að Börsungar hafi verið manni fleiri bróðurpart leiksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×