Vara May við afleiðingum þess að Bretar kjósi til Evrópuþings Andri Eysteinsson skrifar 7. apríl 2019 10:42 Theresa May hefur verið í erfiðri stöðu megnið af embættistíð sinni. Getty/NurPhoto Uppreisnargjarnir þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa varað forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, við afleiðingum þess að Bretland taki þátt í kosningum til Evrópuþings sem fram fara 22. Maí næstkomandi. Mögulegt er að ef Evrópusambandið veitir Bretum frest til 30. júní eins og May hefur óskað eftir, og Bretar gangi ekki frá samningum um Brexit fyrir kosningar, munu Bretar neyðast til þess að kjósa sér nýja Evrópuþingmenn fyrir næsta kjörtímabil. Hópar þingmanna Íhaldsflokksins eru margir hverjir gríðarlega óánægðir með þá staðreynd að mögulegt sé að Bretar verði beðnir um að kjósa Evrópuþingmenn nærri þremur árum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. Áhyggjublikur eru á lofti um að stuðningsmenn Íhaldsflokksins muni sniðganga kosningarnar sem veiti UKIP og öðrum öfga-hægri flokkum möguleika á að komast til áhrifa.Virtir Íhaldsmenn hafa tjáð Guardian þá skoðun sína að það eina góða sem fylgi frestun Brexit til 30. Júní sé að þá gefist tími til að bola forsætisráðherranum May úr Downingstræti og halda formannskjör í flokknum. Slíkt sé jafnvel mögulegt í apríl mánuði.Nigel Adams, fyrrverandi varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins.Getty/ Ben BirchallVerði af kosningum í Bretlandi fer illa fyrir May Íhaldsmaðurinn Nigel Evans sagði um málið að ef May tækist ekki að framkvæma Brexit og hljóti langan Brexit-frest frá ráðamönnum ESB, muni hún finna fyrir háværum köllum um afsögn hennar. Guardian hefur eftir öðrum Íhaldsmanni, Nigel Adams að hópar þingmanna hafi skorað á May um að tryggja að Bretar haldi sig utan Evrópuþingkosninga. „Meira en 170 Íhaldsmenn á þingi, ráðherrar meðtaldir, skrifuðu undir bréf til forsætisráðherra í vikunni þar sem hún var hvött til þess að tryggja að Bretland taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings. Verði hins vegar af því mun það koma sér illa fyrir forsætisráðherra,“ sagði Adams. Adams þessi var varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins þar til á miðvikudaginn síðasta. Þann dag kaus Adams að segja af sér vegna viðræðna forsætisráðherra við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, formanns Verkamannaflokksins. Ákvörðun May að leita til síns helsta pólitíska andstæðings féll ekki í kramið hjá samflokksmönnum hennar, sér í lagi Brexit-sinnaðra Íhaldsmanna.Hætta á að Brexit renni Bretum úr greipum May hefur varið ákvörðun sína um að ræða við Corbyn. Í yfirlýsingu sinni á Laugardagskvöld sagði May að blákaldur veruleiki Breta væri sá að annaðhvort yrði Brexit framkvæmt með samningi við Evrópusambandið eða að af Brexit yrði alls ekki. Frá því hefur verið greint á BBC. „Við höfum engra annarra kosta völ en að leita til annarra flokka. Ef hún fundaði ekki með Verkamannaflokknum ættu Bretar hættu á að Brexit renni þeim úr greipum“. Formaður Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn sagði eftir fundinn að hann biði eftir því að sjá alvöru breytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Verkamannaflokksins hafa margir skorað á Corbyn að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvern þann Brexit-samning sem ríkisstjórnin gerir í samstarfi við hann. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu átti í fyrstu að vera framkvæmd 29.mars síðastliðinn, allt kom þó fyrir ekki og enn óvíst með nákvæma dagsetningu Brexit. Eitt er þó ljóst að Theresa May, forsætisráðherra hefur greint frá þeim fyrirætlunum sínum um afsögn um leið og Brexit-málum líkur með útgöngu úr Evrópusambandinu, hvenær sem það verður.Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í fulltrúadeild breska þingsins.Getty/ Anthony Devlin Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Uppreisnargjarnir þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa varað forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, við afleiðingum þess að Bretland taki þátt í kosningum til Evrópuþings sem fram fara 22. Maí næstkomandi. Mögulegt er að ef Evrópusambandið veitir Bretum frest til 30. júní eins og May hefur óskað eftir, og Bretar gangi ekki frá samningum um Brexit fyrir kosningar, munu Bretar neyðast til þess að kjósa sér nýja Evrópuþingmenn fyrir næsta kjörtímabil. Hópar þingmanna Íhaldsflokksins eru margir hverjir gríðarlega óánægðir með þá staðreynd að mögulegt sé að Bretar verði beðnir um að kjósa Evrópuþingmenn nærri þremur árum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. Áhyggjublikur eru á lofti um að stuðningsmenn Íhaldsflokksins muni sniðganga kosningarnar sem veiti UKIP og öðrum öfga-hægri flokkum möguleika á að komast til áhrifa.Virtir Íhaldsmenn hafa tjáð Guardian þá skoðun sína að það eina góða sem fylgi frestun Brexit til 30. Júní sé að þá gefist tími til að bola forsætisráðherranum May úr Downingstræti og halda formannskjör í flokknum. Slíkt sé jafnvel mögulegt í apríl mánuði.Nigel Adams, fyrrverandi varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins.Getty/ Ben BirchallVerði af kosningum í Bretlandi fer illa fyrir May Íhaldsmaðurinn Nigel Evans sagði um málið að ef May tækist ekki að framkvæma Brexit og hljóti langan Brexit-frest frá ráðamönnum ESB, muni hún finna fyrir háværum köllum um afsögn hennar. Guardian hefur eftir öðrum Íhaldsmanni, Nigel Adams að hópar þingmanna hafi skorað á May um að tryggja að Bretar haldi sig utan Evrópuþingkosninga. „Meira en 170 Íhaldsmenn á þingi, ráðherrar meðtaldir, skrifuðu undir bréf til forsætisráðherra í vikunni þar sem hún var hvött til þess að tryggja að Bretland taki ekki þátt í kosningum til Evrópuþings. Verði hins vegar af því mun það koma sér illa fyrir forsætisráðherra,“ sagði Adams. Adams þessi var varaþingflokksformaður Íhaldsflokksins þar til á miðvikudaginn síðasta. Þann dag kaus Adams að segja af sér vegna viðræðna forsætisráðherra við leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Jeremy Corbyn, formanns Verkamannaflokksins. Ákvörðun May að leita til síns helsta pólitíska andstæðings féll ekki í kramið hjá samflokksmönnum hennar, sér í lagi Brexit-sinnaðra Íhaldsmanna.Hætta á að Brexit renni Bretum úr greipum May hefur varið ákvörðun sína um að ræða við Corbyn. Í yfirlýsingu sinni á Laugardagskvöld sagði May að blákaldur veruleiki Breta væri sá að annaðhvort yrði Brexit framkvæmt með samningi við Evrópusambandið eða að af Brexit yrði alls ekki. Frá því hefur verið greint á BBC. „Við höfum engra annarra kosta völ en að leita til annarra flokka. Ef hún fundaði ekki með Verkamannaflokknum ættu Bretar hættu á að Brexit renni þeim úr greipum“. Formaður Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn sagði eftir fundinn að hann biði eftir því að sjá alvöru breytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar. Þingmenn Verkamannaflokksins hafa margir skorað á Corbyn að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvern þann Brexit-samning sem ríkisstjórnin gerir í samstarfi við hann. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu átti í fyrstu að vera framkvæmd 29.mars síðastliðinn, allt kom þó fyrir ekki og enn óvíst með nákvæma dagsetningu Brexit. Eitt er þó ljóst að Theresa May, forsætisráðherra hefur greint frá þeim fyrirætlunum sínum um afsögn um leið og Brexit-málum líkur með útgöngu úr Evrópusambandinu, hvenær sem það verður.Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í fulltrúadeild breska þingsins.Getty/ Anthony Devlin
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira