Gistinóttum Airbnb fækkað eftir að reglur voru hertar Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 14:41 Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Vísir/Vilhelm Eftir að hafa komið sem stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað á síðustu árum virðist heldur hafa dregið úr áhuga fólks á að leigja fasteignir út í Airbnb. Greint er frá þessu á vef Hagsjár Landsbankans. Þar segir að gistinóttum á hótelum og gistiheimilum hafi fjölgað um 5,1 prósent á síðasta ári. Það er talsvert önnur þróun en varðandi gistinætur í Airbnb þar sem gistinóttum fækkaði um 3,3 prósent á milli ára. Fækkun gistinátta í Airbnb má einungis rekja til fækkunar gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Fækkunin nam 9,4% á höfuðborgarsvæðinu og 11,4% á Suðurnesjum en gistinóttum fjölgaði á öðrum svæðum landsins. Mesta hlutfallslega fjölgunin var á Vesturlandi, 18,6% en einnig var mikil fjölgun á Norðurlandi vestra (15,6%) og Austurlandi (12,3%). Airbnb kom eins og stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað eins og víða annars staðar í heiminum en eftirlit með starfseminni hefur verið eflt á síðustu misserum og tekið fastar á því að sköttum sé skilað af tekjum sem innheimtast af slíkri starfsemi.Eins hafa líka verið sett þrengri skilyrði fyrir slíkri starfsemi og felast þau meðal annars í því að ekki megi leigja út fasteignir til meira en 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum króna á ári. Sé annað skilyrði brotið er litið svo á að þar sé um atvinnustarfsemi að ræða og gilda aðrar reglur um slíkt. Eins þarf að skrá slík heimili sérstaklega sem heimagististað. Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Á síðasta ári dróst fjöldi heimagististaða á höfuðborgarsvæðinu saman um 11,3% borið saman við 31,5% fjölgun árið Svipaða sögu má segja af Suðurnesjum en þar dróst fjöldinn saman um 9,8% á síðasta ári eftir 24,7% aukningu árið áður. Fjöldi heimagististaða á nokkrum öðrum landsvæðum dróst einnig saman en í heild sinni dróst fjöldi heimagististaða, yfir landið í heild, saman um 4,7% milli ára. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Eftir að hafa komið sem stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað á síðustu árum virðist heldur hafa dregið úr áhuga fólks á að leigja fasteignir út í Airbnb. Greint er frá þessu á vef Hagsjár Landsbankans. Þar segir að gistinóttum á hótelum og gistiheimilum hafi fjölgað um 5,1 prósent á síðasta ári. Það er talsvert önnur þróun en varðandi gistinætur í Airbnb þar sem gistinóttum fækkaði um 3,3 prósent á milli ára. Fækkun gistinátta í Airbnb má einungis rekja til fækkunar gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Fækkunin nam 9,4% á höfuðborgarsvæðinu og 11,4% á Suðurnesjum en gistinóttum fjölgaði á öðrum svæðum landsins. Mesta hlutfallslega fjölgunin var á Vesturlandi, 18,6% en einnig var mikil fjölgun á Norðurlandi vestra (15,6%) og Austurlandi (12,3%). Airbnb kom eins og stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað eins og víða annars staðar í heiminum en eftirlit með starfseminni hefur verið eflt á síðustu misserum og tekið fastar á því að sköttum sé skilað af tekjum sem innheimtast af slíkri starfsemi.Eins hafa líka verið sett þrengri skilyrði fyrir slíkri starfsemi og felast þau meðal annars í því að ekki megi leigja út fasteignir til meira en 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum króna á ári. Sé annað skilyrði brotið er litið svo á að þar sé um atvinnustarfsemi að ræða og gilda aðrar reglur um slíkt. Eins þarf að skrá slík heimili sérstaklega sem heimagististað. Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Á síðasta ári dróst fjöldi heimagististaða á höfuðborgarsvæðinu saman um 11,3% borið saman við 31,5% fjölgun árið Svipaða sögu má segja af Suðurnesjum en þar dróst fjöldinn saman um 9,8% á síðasta ári eftir 24,7% aukningu árið áður. Fjöldi heimagististaða á nokkrum öðrum landsvæðum dróst einnig saman en í heild sinni dróst fjöldi heimagististaða, yfir landið í heild, saman um 4,7% milli ára.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira