Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2019 09:00 Ekkert liggur fyrir um hvenær Boeing 737 vélarnar verða teknar aftur í notkun. Vísir/Vilhelm Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um 160 flugmenn hjá Icelandair séu þjálfaðir til að fljúga Boeing MAX vélum. Alls starfa 600 flugmenn hjá Icelandair.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þar sem flugmenn okkar fljúga einungis einni vélartegund á hverjum tíma, þá eru þessir flugmenn ekki að fljúga sem stendur. Einhverjir þeirra eru þó í öðrum verkefnum hjá okkur og þeir sem hafa flogið Boeing 757 og 767 vélum hafa verið í þjálfun að undanförnu til að fljúga þeim vélum.“ Aðspurð um skýrari skiptingu flugmanna, hve margir séu á launum án þess að sinna nokkrum verkefnum þessa dagana, sagðist Ásdís ekki geta veitt nákvæmari upplýsingar. Samkvæmt heimildum Vísis er það þó svo að stærstur hluti flugmannanna er aðgerðarlaus, í óvæntu launuðu leyfi. Flugfélagið hefur reynt að bregðast við stöðunni. Meðal annars með því að láta sem umrædda flugmenn taka vetrarfríið sitt og svo snemmsumarfrí í maí.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarUm nokkuð flókna stöðu er að ræða hjá Icelandair. 757 og 767 flugvélarnar eru vel mannaðar svo ekki er mikill skortur á flugmönnum í þann hóp. Þá þurfa flugmenn á Boeing MAX vélarnar að vera klárir þegar flugvélarnar verða settar aftur í umferð. Icelandair pantaði á sínum tíma alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX. Þær fyrstu voru teknar í notkun árið 2018 og voru fyrrnefndar þrjár komnar í notkun við kyrrsetninguna í mars. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hafði á orði nýtingu á vinnu flugmanna og flugþjóna í viðtali við Financial Times á dögunum. „Við erum að greiða flugmönnum okkar og flugþjónum góð laun en það er tækifæri til þess að fá meira ... út úr starfsfólkinu,“ sagði Bogi í viðtalinu sem lesa má hér. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira
Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um 160 flugmenn hjá Icelandair séu þjálfaðir til að fljúga Boeing MAX vélum. Alls starfa 600 flugmenn hjá Icelandair.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þar sem flugmenn okkar fljúga einungis einni vélartegund á hverjum tíma, þá eru þessir flugmenn ekki að fljúga sem stendur. Einhverjir þeirra eru þó í öðrum verkefnum hjá okkur og þeir sem hafa flogið Boeing 757 og 767 vélum hafa verið í þjálfun að undanförnu til að fljúga þeim vélum.“ Aðspurð um skýrari skiptingu flugmanna, hve margir séu á launum án þess að sinna nokkrum verkefnum þessa dagana, sagðist Ásdís ekki geta veitt nákvæmari upplýsingar. Samkvæmt heimildum Vísis er það þó svo að stærstur hluti flugmannanna er aðgerðarlaus, í óvæntu launuðu leyfi. Flugfélagið hefur reynt að bregðast við stöðunni. Meðal annars með því að láta sem umrædda flugmenn taka vetrarfríið sitt og svo snemmsumarfrí í maí.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/ArnarUm nokkuð flókna stöðu er að ræða hjá Icelandair. 757 og 767 flugvélarnar eru vel mannaðar svo ekki er mikill skortur á flugmönnum í þann hóp. Þá þurfa flugmenn á Boeing MAX vélarnar að vera klárir þegar flugvélarnar verða settar aftur í umferð. Icelandair pantaði á sínum tíma alls sextán flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX. Þær fyrstu voru teknar í notkun árið 2018 og voru fyrrnefndar þrjár komnar í notkun við kyrrsetninguna í mars. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hafði á orði nýtingu á vinnu flugmanna og flugþjóna í viðtali við Financial Times á dögunum. „Við erum að greiða flugmönnum okkar og flugþjónum góð laun en það er tækifæri til þess að fá meira ... út úr starfsfólkinu,“ sagði Bogi í viðtalinu sem lesa má hér.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira