Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 11:34 Teikning af loftsteinsárekstrinum sem er talinn hafa grandað risaeðlunum. Við áreksturinn flaug ofurhitað berg yfir þúsunda kílómetra svæði og jafnvel út úr lofthjúpi jarðarinnar. Vísir/Getty Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið steingerðar leifar fiska og trjáa sem bera merki um loftsteinsáreksturinn sem er talinn hafa valdið aldauða risaeðlanna fyrir um 66 milljónum ára. Steingervingarnir eru jafnvel taldir vísbendingar um hvað gerðist á fyrstu mínútunum og klukkustundunum eftir að loftsteinnin skall á jörðinni. Leifarnar fundust við uppgröft í Tanis í Norður-Dakóta í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á meðal þess sem fannst hafi verið steingerðir fiskar og tré sem urðu fyrir berg- og glerbrotum sem rigndi af himnum ofan þegar hamfarirnar dundu yfir. Vísbendingar séu einnig um að berglögin hafi verið böðuð í vatni og er það talið afleiðing tröllvaxinnar flóðbylgju og sjávarflóða sem áreksturinn hratt af stað. Talið er að loftsteinninn sem skall á jörðinni í grunnu hafi þar sem Júkatanskagi við Mexíkóflóa er í dag hafi verið um tólf kílómetra breiður. Við áreksturinn hafi milljarðar tonna af bráðnu bergi þeyst upp í loftið og dreifst yfir þúsunda kílómetra svæði. Steingervingarnir í Tanis eru sagðir bera merki um þetta bergregn. Jarðefnafræðingar eru sagðir hafa tengt efnið sem fannst í Tanis beint við Chicxulub-loftsteinagíginn á Júkatanskaga í Mexíkó. Aldursgreining leiði enn fremur í ljós að aldur þess stemmi við loftsteinsáreksturinn. Flóðbylgjan þurfti að ferðast þrjú þúsund kílómetra frá Mexíkóflóa til svæðisins sem nú er Norður-Dakóta og hefði tekið um sautján klukkustundir. Vísindamennirnir telja því líklegra að jarðskjálftabylgja af völdum árekstursins hafi valdið flóðbylgju í vatni á svæðinu. Bylgjan hafi jafnast á við jarðskjálfta af stærðinni tíu eða ellefu. Hún hefði náð norður til Dakóta á nokkrum tugum mínútna. Grein með niðurstöðum jarðvísindamannanna birtist í vísindaritinu PNAS á mánudaginn. Á meðal höfunda þeirra er Walter Alvarez en honum og föður hans Luis, hefur verið eignaður heiður af kenningunni um að loftsteinn hafi valdið aldauða risaeðlanna. Bandaríkin Vísindi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið steingerðar leifar fiska og trjáa sem bera merki um loftsteinsáreksturinn sem er talinn hafa valdið aldauða risaeðlanna fyrir um 66 milljónum ára. Steingervingarnir eru jafnvel taldir vísbendingar um hvað gerðist á fyrstu mínútunum og klukkustundunum eftir að loftsteinnin skall á jörðinni. Leifarnar fundust við uppgröft í Tanis í Norður-Dakóta í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á meðal þess sem fannst hafi verið steingerðir fiskar og tré sem urðu fyrir berg- og glerbrotum sem rigndi af himnum ofan þegar hamfarirnar dundu yfir. Vísbendingar séu einnig um að berglögin hafi verið böðuð í vatni og er það talið afleiðing tröllvaxinnar flóðbylgju og sjávarflóða sem áreksturinn hratt af stað. Talið er að loftsteinninn sem skall á jörðinni í grunnu hafi þar sem Júkatanskagi við Mexíkóflóa er í dag hafi verið um tólf kílómetra breiður. Við áreksturinn hafi milljarðar tonna af bráðnu bergi þeyst upp í loftið og dreifst yfir þúsunda kílómetra svæði. Steingervingarnir í Tanis eru sagðir bera merki um þetta bergregn. Jarðefnafræðingar eru sagðir hafa tengt efnið sem fannst í Tanis beint við Chicxulub-loftsteinagíginn á Júkatanskaga í Mexíkó. Aldursgreining leiði enn fremur í ljós að aldur þess stemmi við loftsteinsáreksturinn. Flóðbylgjan þurfti að ferðast þrjú þúsund kílómetra frá Mexíkóflóa til svæðisins sem nú er Norður-Dakóta og hefði tekið um sautján klukkustundir. Vísindamennirnir telja því líklegra að jarðskjálftabylgja af völdum árekstursins hafi valdið flóðbylgju í vatni á svæðinu. Bylgjan hafi jafnast á við jarðskjálfta af stærðinni tíu eða ellefu. Hún hefði náð norður til Dakóta á nokkrum tugum mínútna. Grein með niðurstöðum jarðvísindamannanna birtist í vísindaritinu PNAS á mánudaginn. Á meðal höfunda þeirra er Walter Alvarez en honum og föður hans Luis, hefur verið eignaður heiður af kenningunni um að loftsteinn hafi valdið aldauða risaeðlanna.
Bandaríkin Vísindi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira