Stjórnarandstaðan boðar aðra vantrauststillögu gegn May Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 09:55 Miklar líkur eru taldar á að ríkisstjórn May fari í hundana. Vísir/EPA Talsmaður Verkamannaflokksins í utanríkismálum segir að sú stund gæti runnið upp að flokkurinn beri fram aðra vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra. Útgöngusamningi May var hafnað í þriðja skiptið í þinginu í fyrradag. Emily Thornberry, talsmaður Verkamannaflokksins, sagði Sky News-sjónvarpsstöðinni sagði augljóst að vantraust gæti komið til bráðlega. May stóð af sér vantrauststillögu í janúar, daginn eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í fyrsta skipti. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu í breska þinginu frá upphafi. Bretar hafa frest til 12. apríl til að samþykkja útgöngusamningi eða óska eftir langri frestun á útgöngunni. Að öðrum kosti þurfa þeir að ganga úr án samnings eftir rétt tæpar tvær vikur. Dagblaðið Sunday Times heldur því fram í dag að vaxandi líkur séu á því að May velji þann kost að boða til þingkosninga. Komi hún útgöngusamningi ekki í gegnum þingið á næstu dögum sé hætta á að ríkisstjórn hennar liðist í sundur. Að minnsta kosti sex ráðherrar sem styðja aðild að ESB séu tilbúnir að segja af sér ákveði hún að ganga úr ESB án samnings. Önnur fylking innan ráðherraliðsins sé á sama tíma tilbúin að segja af sér telji hún May ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við Evrópu. Breskir kjósendur mega þó ekki eiga von á mikilli stefnubreytingu hrökklist ríkisstjórn May frá og Verkamannaflokkurinn taki við. Thornberry sagði líklegt að undir stjórn flokksins myndi Bretland halda sig við þá stefnu að ganga úr Evrópusambandinu. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Talsmaður Verkamannaflokksins í utanríkismálum segir að sú stund gæti runnið upp að flokkurinn beri fram aðra vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra. Útgöngusamningi May var hafnað í þriðja skiptið í þinginu í fyrradag. Emily Thornberry, talsmaður Verkamannaflokksins, sagði Sky News-sjónvarpsstöðinni sagði augljóst að vantraust gæti komið til bráðlega. May stóð af sér vantrauststillögu í janúar, daginn eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í fyrsta skipti. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu í breska þinginu frá upphafi. Bretar hafa frest til 12. apríl til að samþykkja útgöngusamningi eða óska eftir langri frestun á útgöngunni. Að öðrum kosti þurfa þeir að ganga úr án samnings eftir rétt tæpar tvær vikur. Dagblaðið Sunday Times heldur því fram í dag að vaxandi líkur séu á því að May velji þann kost að boða til þingkosninga. Komi hún útgöngusamningi ekki í gegnum þingið á næstu dögum sé hætta á að ríkisstjórn hennar liðist í sundur. Að minnsta kosti sex ráðherrar sem styðja aðild að ESB séu tilbúnir að segja af sér ákveði hún að ganga úr ESB án samnings. Önnur fylking innan ráðherraliðsins sé á sama tíma tilbúin að segja af sér telji hún May ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við Evrópu. Breskir kjósendur mega þó ekki eiga von á mikilli stefnubreytingu hrökklist ríkisstjórn May frá og Verkamannaflokkurinn taki við. Thornberry sagði líklegt að undir stjórn flokksins myndi Bretland halda sig við þá stefnu að ganga úr Evrópusambandinu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54
Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49