Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 12:38 Margar Airbnb-íbúðir eru í Reykjavík. Áhrifa falls Wow air hefur gætt á þeim markaði síðustu daga. Vísir/vilhelm Formaður félags fólk með íbúðir í skammtímaleigu segir talsvert hafa verið um afbókanir á Airbnb síðustu daga vegna gjaldþrots WOW air og hefur Airbnb gripið inn í og endurgreitt ferðamönnum sem áttu bókað síðustu daga. Hann telur að gjaldþrotið muni þó ekki hafa áfhrif til lengri tíma þar sem flestir leigusalar séu með slíka skilmála að ekki fáist endurgreitt ef hætt er við bókun innan við sextíu daga. Um 6.000 gistieiningar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi. Sölvi Melax, formaður félags fólks með íbúðir í skammtímaleigu, segir gjaldþrot WOW air hafa haft mikil áhrif á markaðinn. „Þetta hefur allavega mjög mikil áhrif til skamms tíma og yfir helgina núna. Airbnb hefur verið að grípa inn í og endurgreiða bókanir þegar ferðamenn hafa ekki geta fundið sér nýtt flug á svona einhverjum venjulegum kjörum,“ segir Sölvi. Eitthvað sé um afbókanir til lengri tíma en klárlega séu áhrifin mest nú næstu daga.Sölvi Melax.„Þannig að þeir sem bóka í sumar hafa gífurlega langan tíma til að finna sér aðra leið til að koma til Íslands og það er þá þeirra ákvörðun hvort þeir afbóka eða ekki og hvernig þeirra skilmálar eru en til skamms tíma þá er kannski bara ekki hægt að finna sér flug til Íslands því allt í einu minnkaði framboðið til Íslands um þrjátíu present,“ segir Sölvi. Þá velti það á þeim skilmálum sem leigusalinn hefur valið, hvort hann fái greitt. „Algengustu skilmálarnir eru þeir að þegar það er afbókað meira en sextíu daga fram í tímann þá færðu fimmtíu prósent borgað út. Síðan ef það er innan við sextíu daga þá fær leigusalinn allt, hvort sem leigjandinn kemur eða ekki,“ segir Sölvi og bætir við að þó að beina tjónið sé kannski ekki mikið til lengri tíma þá sé gjaldþrotið ákveðin skellur. „Auðvitað, ef ferðamönnum fækkar þá eru færri að leita sér að gistingu og þar af leiðandi munu íbúðirnar bókast minna,“ segir Sölvi. Airbnb Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. 31. mars 2019 12:30 Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Formaður félags fólk með íbúðir í skammtímaleigu segir talsvert hafa verið um afbókanir á Airbnb síðustu daga vegna gjaldþrots WOW air og hefur Airbnb gripið inn í og endurgreitt ferðamönnum sem áttu bókað síðustu daga. Hann telur að gjaldþrotið muni þó ekki hafa áfhrif til lengri tíma þar sem flestir leigusalar séu með slíka skilmála að ekki fáist endurgreitt ef hætt er við bókun innan við sextíu daga. Um 6.000 gistieiningar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi. Sölvi Melax, formaður félags fólks með íbúðir í skammtímaleigu, segir gjaldþrot WOW air hafa haft mikil áhrif á markaðinn. „Þetta hefur allavega mjög mikil áhrif til skamms tíma og yfir helgina núna. Airbnb hefur verið að grípa inn í og endurgreiða bókanir þegar ferðamenn hafa ekki geta fundið sér nýtt flug á svona einhverjum venjulegum kjörum,“ segir Sölvi. Eitthvað sé um afbókanir til lengri tíma en klárlega séu áhrifin mest nú næstu daga.Sölvi Melax.„Þannig að þeir sem bóka í sumar hafa gífurlega langan tíma til að finna sér aðra leið til að koma til Íslands og það er þá þeirra ákvörðun hvort þeir afbóka eða ekki og hvernig þeirra skilmálar eru en til skamms tíma þá er kannski bara ekki hægt að finna sér flug til Íslands því allt í einu minnkaði framboðið til Íslands um þrjátíu present,“ segir Sölvi. Þá velti það á þeim skilmálum sem leigusalinn hefur valið, hvort hann fái greitt. „Algengustu skilmálarnir eru þeir að þegar það er afbókað meira en sextíu daga fram í tímann þá færðu fimmtíu prósent borgað út. Síðan ef það er innan við sextíu daga þá fær leigusalinn allt, hvort sem leigjandinn kemur eða ekki,“ segir Sölvi og bætir við að þó að beina tjónið sé kannski ekki mikið til lengri tíma þá sé gjaldþrotið ákveðin skellur. „Auðvitað, ef ferðamönnum fækkar þá eru færri að leita sér að gistingu og þar af leiðandi munu íbúðirnar bókast minna,“ segir Sölvi.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. 31. mars 2019 12:30 Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00
Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15
Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. 31. mars 2019 12:30
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent