Sleit viðskiptum sem rúmast ekki innan áhættustefnu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2019 07:15 Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar. Borgun sagði í lok síðasta árs upp viðskiptasamböndum við seljendur sem ekki rúmast innan nýrrar áhættustefnu kortafyrirtækisins, að því er fram kemur í ársreikningi fyrirtækisins fyrir síðasta ár. Forsvarsmenn Borgunar segjast þannig setja langtímahagsmuni framar skammtímasjónarmiðum og telja að uppsagnirnar muni vera fyrirtækinu til hagsbóta til framtíðar. Sem kunnugt er gerði Fjármálaeftirlitið á árinu 2017 margvíslegar athugasemdir við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Krafðist eftirlitið þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að fyrirtækið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Í skýringum við ársreikning Borgunar fyrir síðasta ár er bent á að síðla árs 2017 hafi viðskiptasamböndum verið sagt upp við töluverðan fjölda seljenda sem seldu þjónustu eingöngu yfir internetið utan heimamarkaða. Ekki hafi verið stofnað til nýrra viðskiptasambanda við slíka seljendur á síðasta ári. Þá hafi Borgun ákveðið, í samræmi við nýja áhættustefnu sína, að segja upp viðskiptasamböndum sem ekki rúmist innan stefnunnar. Eins og Markaðurinn hefur greint frá nam tap Borgunar tæplega 1,1 milljarði króna í fyrra. Í ársreikningnum er tekið fram að tapið skýrist fyrst og fremst af hratt minnkandi tekjum af erlendum viðskiptum hjá seljendum sem selja vöru og þjónustu eingöngu yfir internetið. Auk þess megi rekja lægri hreinar þjónustutekjur til aukins kostnaðar umfram tekjur af innlendri færsluhirðingu sem skýrist aðallega af drætti í innleiðingu á nýjum lögum um lækkun milligjalda. Þá hafi hreinar þjónustutekjur einnig lækkað vegna neikvæðrar framlegðar af stórum erlendum seljanda sem Borgun tók í viðskipti í lok árs 2017. Hreinar rekstrartekjur Borgunar voru 2.031 milljón króna í fyrra og drógust saman um 52 prósent á milli ára. Rekstrargjöld voru 3.312 milljónir á síðasta ári og lækkuðu um tæp 11 prósent frá fyrra ári. Íslandsbanki ákvað í byrjun ársins að hefja að nýju söluferli á 63,5 prósenta hlut bankans í Borgun, eins og fram hefur komið í Markaðinum, en alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Corestar Partners stýrir ferlinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Borgun sagði í lok síðasta árs upp viðskiptasamböndum við seljendur sem ekki rúmast innan nýrrar áhættustefnu kortafyrirtækisins, að því er fram kemur í ársreikningi fyrirtækisins fyrir síðasta ár. Forsvarsmenn Borgunar segjast þannig setja langtímahagsmuni framar skammtímasjónarmiðum og telja að uppsagnirnar muni vera fyrirtækinu til hagsbóta til framtíðar. Sem kunnugt er gerði Fjármálaeftirlitið á árinu 2017 margvíslegar athugasemdir við eftirlit kortafyrirtækisins með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Krafðist eftirlitið þess meðal annars að Borgun sliti viðskiptasambandi sínu við tíu erlend fyrirtæki vegna þess að fyrirtækið kannaði ekki áreiðanleika upplýsinga um þau með fullnægjandi hætti. Í skýringum við ársreikning Borgunar fyrir síðasta ár er bent á að síðla árs 2017 hafi viðskiptasamböndum verið sagt upp við töluverðan fjölda seljenda sem seldu þjónustu eingöngu yfir internetið utan heimamarkaða. Ekki hafi verið stofnað til nýrra viðskiptasambanda við slíka seljendur á síðasta ári. Þá hafi Borgun ákveðið, í samræmi við nýja áhættustefnu sína, að segja upp viðskiptasamböndum sem ekki rúmist innan stefnunnar. Eins og Markaðurinn hefur greint frá nam tap Borgunar tæplega 1,1 milljarði króna í fyrra. Í ársreikningnum er tekið fram að tapið skýrist fyrst og fremst af hratt minnkandi tekjum af erlendum viðskiptum hjá seljendum sem selja vöru og þjónustu eingöngu yfir internetið. Auk þess megi rekja lægri hreinar þjónustutekjur til aukins kostnaðar umfram tekjur af innlendri færsluhirðingu sem skýrist aðallega af drætti í innleiðingu á nýjum lögum um lækkun milligjalda. Þá hafi hreinar þjónustutekjur einnig lækkað vegna neikvæðrar framlegðar af stórum erlendum seljanda sem Borgun tók í viðskipti í lok árs 2017. Hreinar rekstrartekjur Borgunar voru 2.031 milljón króna í fyrra og drógust saman um 52 prósent á milli ára. Rekstrargjöld voru 3.312 milljónir á síðasta ári og lækkuðu um tæp 11 prósent frá fyrra ári. Íslandsbanki ákvað í byrjun ársins að hefja að nýju söluferli á 63,5 prósenta hlut bankans í Borgun, eins og fram hefur komið í Markaðinum, en alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Corestar Partners stýrir ferlinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira