Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2019 08:32 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, birti í gær aftur myndband af árásinni í Cristchurch á Nýja-Sjálandi þar sem hvítur þjóðernissinni myrti 50 manns í tveimur moskum. Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. Erdogan gagnrýndi Nýja-Sjáland og Ástralíu einnig harðlega fyrir að hafa sent hermenn til Tyrklands í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann sagði það hafa verið gert vegna fordóma gegn íslam. Ríkin sendur hermenn til Gallipoli-skaga árið 1915 en innrásin misheppnaðist og kostaði hundruð þúsunda mannslífa. „Hvað höfðuð til að sækja hingað? Við áttum ekki í deilum við ykkur, af hverju komu þið alla leið hingað?“ hefur AP fréttaveitan eftir Erdogan. „Eina ástæðan er sú að við erum múslimar og þau eru kristin.“Erdogan gaf einnig í skyn að allir þeir sem kæmu til Tyrklands og sýndu andúð gegn múslimum yrðu sendur heim í líkkistum, „eins og afar þeirra“ voru í Gallipoli-innrásinni. Erdogan sagði einnig að ef yfirvöld Nýja-Sjálands myndu ekki refsa árásarmanninum harðlega myndu Tyrkiri sjá til þess að honum yrði refsað, samkvæmt Guardian.Kosningasamkoma Erdogan var í Canakkale í Tyrklandi þar sem margar orrustur fóru fram. Þann 25. apríl á hverju ári ferðast hundruð manna frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi til héraðsins til að minnast innrásarinnar og þeirra sem féllu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, fordæmdi ummæli Erdogan og kallaði sendiherra Tyrklands í Ástralíu á teppið í nótt og krafðist þess að Erdogan drægi ummæli sín til baka. Þá hefur ríkisstjórn hans varað Ástrala við því að ferðast til Canakkale vegna afmælis innrásarinnar. Morrison sagði ummæli Erdogan vera móðgandi og glæfraleg.Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig komið mótmælum á framfæri við yfirvöld Tyrklands. Erdogan hefur notað myndbönd frá árásinni, sem árásarmaðurinn streymdi á Facebook í beinni útsendingu, á kosningasamkomum sínum í aðdraganda kosninga í lok mars. Erdogan hefur lengi verið sakaður um einræðistilburði í Tyrklandi og hefur hann meðal annars fangelsað þúsundir andstæðinga sinna og lokað fjölmiðlum sem eru ekki hliðhollir ríkisstjórn hans. Ástralía Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tyrkland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ferðir hryðjuverkamanns um Ísland Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 18. mars 2019 17:31 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, birti í gær aftur myndband af árásinni í Cristchurch á Nýja-Sjálandi þar sem hvítur þjóðernissinni myrti 50 manns í tveimur moskum. Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. Erdogan gagnrýndi Nýja-Sjáland og Ástralíu einnig harðlega fyrir að hafa sent hermenn til Tyrklands í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann sagði það hafa verið gert vegna fordóma gegn íslam. Ríkin sendur hermenn til Gallipoli-skaga árið 1915 en innrásin misheppnaðist og kostaði hundruð þúsunda mannslífa. „Hvað höfðuð til að sækja hingað? Við áttum ekki í deilum við ykkur, af hverju komu þið alla leið hingað?“ hefur AP fréttaveitan eftir Erdogan. „Eina ástæðan er sú að við erum múslimar og þau eru kristin.“Erdogan gaf einnig í skyn að allir þeir sem kæmu til Tyrklands og sýndu andúð gegn múslimum yrðu sendur heim í líkkistum, „eins og afar þeirra“ voru í Gallipoli-innrásinni. Erdogan sagði einnig að ef yfirvöld Nýja-Sjálands myndu ekki refsa árásarmanninum harðlega myndu Tyrkiri sjá til þess að honum yrði refsað, samkvæmt Guardian.Kosningasamkoma Erdogan var í Canakkale í Tyrklandi þar sem margar orrustur fóru fram. Þann 25. apríl á hverju ári ferðast hundruð manna frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi til héraðsins til að minnast innrásarinnar og þeirra sem féllu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, fordæmdi ummæli Erdogan og kallaði sendiherra Tyrklands í Ástralíu á teppið í nótt og krafðist þess að Erdogan drægi ummæli sín til baka. Þá hefur ríkisstjórn hans varað Ástrala við því að ferðast til Canakkale vegna afmælis innrásarinnar. Morrison sagði ummæli Erdogan vera móðgandi og glæfraleg.Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig komið mótmælum á framfæri við yfirvöld Tyrklands. Erdogan hefur notað myndbönd frá árásinni, sem árásarmaðurinn streymdi á Facebook í beinni útsendingu, á kosningasamkomum sínum í aðdraganda kosninga í lok mars. Erdogan hefur lengi verið sakaður um einræðistilburði í Tyrklandi og hefur hann meðal annars fangelsað þúsundir andstæðinga sinna og lokað fjölmiðlum sem eru ekki hliðhollir ríkisstjórn hans.
Ástralía Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tyrkland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ferðir hryðjuverkamanns um Ísland Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 18. mars 2019 17:31 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40
Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ferðir hryðjuverkamanns um Ísland Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 18. mars 2019 17:31
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54