Trump barmar sér yfir að hafa ekki fengið þakkir fyrir jarðarför McCain Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2019 20:59 Eins og oft áður fór Trump um víðan völl í ræðu sinni. Sagði hann McCain meðal annars ekki vera sína tegund af manni. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt árásum sínum á John McCain, fyrrverandi öldungadeildarþingmann repúblikana, áfram í ræðu í skriðdrekaverksmiðju í Ohio í dag þrátt fyrir að meira en hálft ár sé liðið frá andláti hans. Kvartaði forsetinn undan því að honum hefði ekki verið þakkað fyrir að samþykkja að McCain fengi opinbera útför. McCain var gagnrýninn á persónu og stefnu Trump en atkvæði hans sem átti þátt í að fella frumvarp repúblikana um að afnema sjúkratryggingalög Baracks Obama, fyrrverandi forseta, árið 2017 virðist vera það sem Trump hefur ekki getað fyrirgefið. Andlát McCain af völdum krabbameins í heila í ágúst í fyrra virðist ekki hafa sefað reiði Bandaríkjaforseta í garð hans. Undanfarna daga hefur Trump ítrekað gagnrýnt McCain bæði í ræðu og í tísti þrátt fyrir að félagar hans í Repúblikanaflokknum hafi biðlað til hans að láta af árásum sínum á þennan fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins sem margir telja stríðshetju. Á viðburði í skriðdrekaverksmiðju í Ohio sem Trump heimsótti í dag veik hann frá skrifaðri ræðu og fór enn og aftur mikinn um McCain, nú vegna þess að hann hefði ekki fengið hrós fyrir að veita McCain opinbera útför. „Ég lýsti yfir stuðningi við hann að hans beiðni og ég gaf honum jarðarförina sem hann vildi sem ég sem forseti varð að samþykkja. Mér er alveg sama um þetta. Ég fékk ekki þakkir fyrir. Það er allt í lagi. Við sendum hann áfram, en ég var ekki aðdáandi Johns McCain,“ sagði forseti Bandaríkjanna.Pres. Trump on the late Sen. John McCain: "I gave him the kind of funeral that he wanted—which as president I had to approve. I don't care about this. I didn't get a thank you. That's okay." https://t.co/oEDI3NdVLC pic.twitter.com/jMIU6WSfdj— ABC News (@ABC) March 20, 2019 Nokkrir þingmenn repúblikana hafa lofað McCain undanfarna daga en veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah, sagðist þó ekki skilja hvers vegna forsetinn vanvirti McCain. Johnny Isakson, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, sagði ummæli Trump „hörmuleg“. Ítrekaðar árásir Trump á McCain virðast einnig hafa kallað tröllaher yfir fjölskyldu öldungadeildarþingmannsins látna, að sögn Washington Post. Meghan McCain, dóttir hans, birti þannig mynd af skilaboðum sem hún hafði fengið frá konu sem kallaði föður hennar „svikara“ og fagnaði andláti hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt árásum sínum á John McCain, fyrrverandi öldungadeildarþingmann repúblikana, áfram í ræðu í skriðdrekaverksmiðju í Ohio í dag þrátt fyrir að meira en hálft ár sé liðið frá andláti hans. Kvartaði forsetinn undan því að honum hefði ekki verið þakkað fyrir að samþykkja að McCain fengi opinbera útför. McCain var gagnrýninn á persónu og stefnu Trump en atkvæði hans sem átti þátt í að fella frumvarp repúblikana um að afnema sjúkratryggingalög Baracks Obama, fyrrverandi forseta, árið 2017 virðist vera það sem Trump hefur ekki getað fyrirgefið. Andlát McCain af völdum krabbameins í heila í ágúst í fyrra virðist ekki hafa sefað reiði Bandaríkjaforseta í garð hans. Undanfarna daga hefur Trump ítrekað gagnrýnt McCain bæði í ræðu og í tísti þrátt fyrir að félagar hans í Repúblikanaflokknum hafi biðlað til hans að láta af árásum sínum á þennan fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins sem margir telja stríðshetju. Á viðburði í skriðdrekaverksmiðju í Ohio sem Trump heimsótti í dag veik hann frá skrifaðri ræðu og fór enn og aftur mikinn um McCain, nú vegna þess að hann hefði ekki fengið hrós fyrir að veita McCain opinbera útför. „Ég lýsti yfir stuðningi við hann að hans beiðni og ég gaf honum jarðarförina sem hann vildi sem ég sem forseti varð að samþykkja. Mér er alveg sama um þetta. Ég fékk ekki þakkir fyrir. Það er allt í lagi. Við sendum hann áfram, en ég var ekki aðdáandi Johns McCain,“ sagði forseti Bandaríkjanna.Pres. Trump on the late Sen. John McCain: "I gave him the kind of funeral that he wanted—which as president I had to approve. I don't care about this. I didn't get a thank you. That's okay." https://t.co/oEDI3NdVLC pic.twitter.com/jMIU6WSfdj— ABC News (@ABC) March 20, 2019 Nokkrir þingmenn repúblikana hafa lofað McCain undanfarna daga en veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah, sagðist þó ekki skilja hvers vegna forsetinn vanvirti McCain. Johnny Isakson, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, sagði ummæli Trump „hörmuleg“. Ítrekaðar árásir Trump á McCain virðast einnig hafa kallað tröllaher yfir fjölskyldu öldungadeildarþingmannsins látna, að sögn Washington Post. Meghan McCain, dóttir hans, birti þannig mynd af skilaboðum sem hún hafði fengið frá konu sem kallaði föður hennar „svikara“ og fagnaði andláti hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41
Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40