May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2019 21:11 Theresa May ávarpaði þjóð sína fyrr í kvöld. EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu .„Ég er með ykkur í liði,“ sagði May í kvöld. May ávarpaði þjóð sína frá Downingstræti fyrr í kvöld þar sem hún varpaði ábyrgðinni á herðar þingmanna að enn hafi ekki tekist að leysa úr málum er varða útgönguna. Sagði hún að það væri komið að ögurstund – stjórnmálamenn verði nú að taka ákvörðun um næstu skref. Fyrr í dag óskaði May formlega eftir því að útgöngu Bretlands verði frestað þar sem breskur þingheimur hefur enn ekki samþykkt útgöngusáttmála bresku stjórnarinnar og ESB. Miðað hefur verið við að Bretland gangi úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi en May óskaði í dag eftir að dagsetningunni yrði frestað um þrjá mánuði eða til 30. júní. May sagði í ávarpi í kvöld sínu að frestunin væri „mikill, persónulegur harmur“ fyrir sig sjálfa. Hún útilokaði jafnframt að boðað yrði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún bresku þjóðina þegar hafa sagt sína skoðun.Heldur til Brussel Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir að sambandið gæti samþykkt að útganga Bretlands frestist um skemmri tíma, gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. May heldur til Brussel í fyrramálið þar sem hún mun funda með öðrum leiðtogum aðildarríkjanna. Má búast við að málefni Brexit verði fyrsta mál á dagskrá.Sjá má ávarp May að neðan. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu .„Ég er með ykkur í liði,“ sagði May í kvöld. May ávarpaði þjóð sína frá Downingstræti fyrr í kvöld þar sem hún varpaði ábyrgðinni á herðar þingmanna að enn hafi ekki tekist að leysa úr málum er varða útgönguna. Sagði hún að það væri komið að ögurstund – stjórnmálamenn verði nú að taka ákvörðun um næstu skref. Fyrr í dag óskaði May formlega eftir því að útgöngu Bretlands verði frestað þar sem breskur þingheimur hefur enn ekki samþykkt útgöngusáttmála bresku stjórnarinnar og ESB. Miðað hefur verið við að Bretland gangi úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi en May óskaði í dag eftir að dagsetningunni yrði frestað um þrjá mánuði eða til 30. júní. May sagði í ávarpi í kvöld sínu að frestunin væri „mikill, persónulegur harmur“ fyrir sig sjálfa. Hún útilokaði jafnframt að boðað yrði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún bresku þjóðina þegar hafa sagt sína skoðun.Heldur til Brussel Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir að sambandið gæti samþykkt að útganga Bretlands frestist um skemmri tíma, gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. May heldur til Brussel í fyrramálið þar sem hún mun funda með öðrum leiðtogum aðildarríkjanna. Má búast við að málefni Brexit verði fyrsta mál á dagskrá.Sjá má ávarp May að neðan.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14