Hallgrímur kláraði 60 kíló á átta vikum Þórarinn Þórarinsson skrifar 21. mars 2019 07:15 Hallgrímur gaf sig allan í upplesturinn á verðlaunabók sinni Sextíu kíló af sólskini og tók sér átta vikur í verkið og komst ekki í gegnum meira en 30 blaðsíður í senn en bókin er um átján klukkustunda löng. Mynd/Gassi Forlagið gefur út fjórar nýjar hljóðbækur í dag; Að vetrarlagi eftir Isabel Allende, Listamannalaun eftir Ólaf Gunnarsson, Barnið sem hrópaði í hljóði eftir Jónínu Leósdóttur og síðast en ekki síst Sextíu kíló af sólskini sem nýlega skilaði Hallgrími Helgasyni Íslensku bókmenntaverðlaununum. Hallgrímur leiklas hljóðbókarútgáfuna sjálfur með slíkum tilþrifum að hann komst ekki yfir nema 30 blaðsíður í hverri lotu. „Þetta tók sinn tíma. Ég gat aldrei lesið nema tvo tíma í einu,“ segir Hallgrímur. „Þá var ég bara alveg búinn.“ Hallgrímur var í átta vikur við upptökur á hljóðbókinni sem er um það bil átján klukkustunda löng þannig að verkið útheimti gríðarlega orku og vinnu af hálfu höfundarins. Hallgrímur reyndi eftir fremsta megni að blása enn meira í lífi í fjörugan texta sinn með því að gefa persónum mismunandi raddir. „Erfiðast við þetta var kannski líka að ég var ekki alveg viss um norðlenskuna, hvernig hún var töluð á þessum tíma. Mér finnst nú eiginlega engin norðlenska í Siglufirði núna, eða minni heldur en í Ólafsfirði og á Dalvík og Akureyri, en held hún hafi nú verið meiri í upphafi 20. aldar.“Fleiri ljá bókinni eyra Egill Örn Jóhannsson, forstjóri Forlagsins, segir að á undanförnum árum hafi vöxturinn í bókaútgáfu á alþjóðavísu verið mestur í hljóðbókum og Forlagið hafi brugðist við þeirri þróun. „Við í Forlaginu höfum ákveðið að fjárfesta töluvert á næstu misserum í útgáfu hljóðbóka,“ segir Egill. „Þessi hljóðbókamarkaður er mjög spennandi,“ segir Hallgrímur. „Sjálfur hef ég verið að hlusta á bækur og þetta er bara svolítið önnur upplifun á bókmenntunum og mjög skemmtileg. Síðan vill maður helst gera þetta sjálfur svo þetta sé þá til og ég lagði mig allan fram við að gera þetta vel. Og maður vonar bara að fólk muni stökkva á þetta vegna þess að þetta er form sem hentar nútímalífi.“Egill Örn er ákaflega stoltur af leiklestri Hallgríms og fullyrðir að útgáfan sæti tíðindum.Hallgrímur bendir á að fólk sé alltaf á ferð og flugi og þá nýtist hljóðbókin vel. „Svo er þetta mjög gott til að sofna út frá á kvöldin. Fólk sofnar yfirleitt ef það setur hljóðbók í eyrun. Bara verst að þegar það vaknar veit það ekkert hvar í bókinni það sofnaði.“ Forlagið hefur reist sitt eigið hljóðver þar sem stefnan er að taka upp að lágmarki 15-20 titla á ári auk þess sem stefnt er að því að nýta aðra aðila til þess að geta aukið verulega við útgáfuna á árinu.Stoltur útgefandi „Við setjum stefnuna á að gefa út allt að 30 hljóðbækur á árinu og nú er markmiðið fyrst og fremst að fjölga hlustendum og opna heim hljóðbókanna fyrir sem flestum og þess vegna höfum við ákveðið að fagna útkomu bókar Hallgríms á hljóðbók með því að selja hana á aðeins 490 krónur næstu daga,“ segir Egill. „Ég er ákaflega stoltur af þessari útgáfu og þetta er partur af þeirri viðleitni, að sem flestum verði gert kleift að kaupa og hlusta á verðlaunabók Hallgríms í algjörlega frábærum lestri. Ég leyfi mér að segja að þessi útgáfa sætir tíðindum.“ Forlagið sendi í fyrra frá sér smáforritið Hljóðbók, app fyrir bæði Android- og Apple-tæki til þess að streyma hljóðbókum. Egill segir uppfærslu á forritinu væntanlega á næstu vikum þar sem notendum verður meðal annars gert kleift að hlaða hljóðbókunum niður þannig að þeir geti hlustað þegar þeir eru utan netsambands. Athugið að hægt er að hlusta á Hallgrím lesa fyrsta kafla bókar sinnar á Fréttablaðið.is. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Sjá meira
Forlagið gefur út fjórar nýjar hljóðbækur í dag; Að vetrarlagi eftir Isabel Allende, Listamannalaun eftir Ólaf Gunnarsson, Barnið sem hrópaði í hljóði eftir Jónínu Leósdóttur og síðast en ekki síst Sextíu kíló af sólskini sem nýlega skilaði Hallgrími Helgasyni Íslensku bókmenntaverðlaununum. Hallgrímur leiklas hljóðbókarútgáfuna sjálfur með slíkum tilþrifum að hann komst ekki yfir nema 30 blaðsíður í hverri lotu. „Þetta tók sinn tíma. Ég gat aldrei lesið nema tvo tíma í einu,“ segir Hallgrímur. „Þá var ég bara alveg búinn.“ Hallgrímur var í átta vikur við upptökur á hljóðbókinni sem er um það bil átján klukkustunda löng þannig að verkið útheimti gríðarlega orku og vinnu af hálfu höfundarins. Hallgrímur reyndi eftir fremsta megni að blása enn meira í lífi í fjörugan texta sinn með því að gefa persónum mismunandi raddir. „Erfiðast við þetta var kannski líka að ég var ekki alveg viss um norðlenskuna, hvernig hún var töluð á þessum tíma. Mér finnst nú eiginlega engin norðlenska í Siglufirði núna, eða minni heldur en í Ólafsfirði og á Dalvík og Akureyri, en held hún hafi nú verið meiri í upphafi 20. aldar.“Fleiri ljá bókinni eyra Egill Örn Jóhannsson, forstjóri Forlagsins, segir að á undanförnum árum hafi vöxturinn í bókaútgáfu á alþjóðavísu verið mestur í hljóðbókum og Forlagið hafi brugðist við þeirri þróun. „Við í Forlaginu höfum ákveðið að fjárfesta töluvert á næstu misserum í útgáfu hljóðbóka,“ segir Egill. „Þessi hljóðbókamarkaður er mjög spennandi,“ segir Hallgrímur. „Sjálfur hef ég verið að hlusta á bækur og þetta er bara svolítið önnur upplifun á bókmenntunum og mjög skemmtileg. Síðan vill maður helst gera þetta sjálfur svo þetta sé þá til og ég lagði mig allan fram við að gera þetta vel. Og maður vonar bara að fólk muni stökkva á þetta vegna þess að þetta er form sem hentar nútímalífi.“Egill Örn er ákaflega stoltur af leiklestri Hallgríms og fullyrðir að útgáfan sæti tíðindum.Hallgrímur bendir á að fólk sé alltaf á ferð og flugi og þá nýtist hljóðbókin vel. „Svo er þetta mjög gott til að sofna út frá á kvöldin. Fólk sofnar yfirleitt ef það setur hljóðbók í eyrun. Bara verst að þegar það vaknar veit það ekkert hvar í bókinni það sofnaði.“ Forlagið hefur reist sitt eigið hljóðver þar sem stefnan er að taka upp að lágmarki 15-20 titla á ári auk þess sem stefnt er að því að nýta aðra aðila til þess að geta aukið verulega við útgáfuna á árinu.Stoltur útgefandi „Við setjum stefnuna á að gefa út allt að 30 hljóðbækur á árinu og nú er markmiðið fyrst og fremst að fjölga hlustendum og opna heim hljóðbókanna fyrir sem flestum og þess vegna höfum við ákveðið að fagna útkomu bókar Hallgríms á hljóðbók með því að selja hana á aðeins 490 krónur næstu daga,“ segir Egill. „Ég er ákaflega stoltur af þessari útgáfu og þetta er partur af þeirri viðleitni, að sem flestum verði gert kleift að kaupa og hlusta á verðlaunabók Hallgríms í algjörlega frábærum lestri. Ég leyfi mér að segja að þessi útgáfa sætir tíðindum.“ Forlagið sendi í fyrra frá sér smáforritið Hljóðbók, app fyrir bæði Android- og Apple-tæki til þess að streyma hljóðbókum. Egill segir uppfærslu á forritinu væntanlega á næstu vikum þar sem notendum verður meðal annars gert kleift að hlaða hljóðbókunum niður þannig að þeir geti hlustað þegar þeir eru utan netsambands. Athugið að hægt er að hlusta á Hallgrím lesa fyrsta kafla bókar sinnar á Fréttablaðið.is.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið