Heyrði kallað „Mayday“ í annað sinn á þrjátíu ára ferli Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. mars 2019 21:45 Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Skjáskot/Stöð 2 Í annað sinn á þrjátíu ára starfsferli heyrði framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar kallað „Mayday“ í stjórnstöðinni. Mikill viðbúnaður var þegar togbáturinn Dagur SK varð vélarvana fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á sveimi yfir skipinu en björgunarsveitinni barst tilkynning rétt fyrir klukkan 14 í dag eftir að leki kom upp í skipi þar sem fimm manns voru um borð. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. Fimmtán mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins að þeir hefðu náð stjórn á lekanum. Viðbragði var þó haldið áfram og meðal annars farið með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. „Þegar kallað er Mayday þá þýðir það neyð og þá þýðir ekkert annað en að setja allt á fullt. Það var gert í þessu tilviki. Smám saman fór áhöfnin að ná stjórn á lekanum og um hálftíma síðar var ljóst að þeir höfðu komist fyrir lekann og voru byrjaðir að dæla sjó úr vélarrúminu. Þá var smám saman dregið úr útkallinu,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði dró svo bátinn til hafnar og komu þeir í land á fimmta tímanum. Öllum skipverjum heilsast vel. „Ég er búin að vera starfandi hjá Landhelgisgæslunni í yfir þrjátíu ár. Þetta er í annað skiptið á mínu ferli sem ég heyri kallað „Mayday“. Við erum mjög sáttir við það vegna þess að þetta er alþjóðlegt uppkall þegar um neyð er að ræða. Þetta gerði það að verkum að allt fór á fullt hér til að byrja með. Það er svo alltaf hægt að draga úr útkallinu eftir því sem hlutirnir skána,“ segir Ásgrímur. Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður eftir að leki kom að togbáti Fimm manns um borð í skipinu. 21. mars 2019 14:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Í annað sinn á þrjátíu ára starfsferli heyrði framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar kallað „Mayday“ í stjórnstöðinni. Mikill viðbúnaður var þegar togbáturinn Dagur SK varð vélarvana fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á sveimi yfir skipinu en björgunarsveitinni barst tilkynning rétt fyrir klukkan 14 í dag eftir að leki kom upp í skipi þar sem fimm manns voru um borð. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. Fimmtán mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins að þeir hefðu náð stjórn á lekanum. Viðbragði var þó haldið áfram og meðal annars farið með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. „Þegar kallað er Mayday þá þýðir það neyð og þá þýðir ekkert annað en að setja allt á fullt. Það var gert í þessu tilviki. Smám saman fór áhöfnin að ná stjórn á lekanum og um hálftíma síðar var ljóst að þeir höfðu komist fyrir lekann og voru byrjaðir að dæla sjó úr vélarrúminu. Þá var smám saman dregið úr útkallinu,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði dró svo bátinn til hafnar og komu þeir í land á fimmta tímanum. Öllum skipverjum heilsast vel. „Ég er búin að vera starfandi hjá Landhelgisgæslunni í yfir þrjátíu ár. Þetta er í annað skiptið á mínu ferli sem ég heyri kallað „Mayday“. Við erum mjög sáttir við það vegna þess að þetta er alþjóðlegt uppkall þegar um neyð er að ræða. Þetta gerði það að verkum að allt fór á fullt hér til að byrja með. Það er svo alltaf hægt að draga úr útkallinu eftir því sem hlutirnir skána,“ segir Ásgrímur.
Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður eftir að leki kom að togbáti Fimm manns um borð í skipinu. 21. mars 2019 14:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira