Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Sigurður Mikael Jónsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 23. mars 2019 08:30 Frá upphafi göngu nemenda við Hagaskóla í gær vísir/vilhelm Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. Mótmæltu fyrirætlunum um að vísa hinni 14 ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar úr landi. „Ég held að starfsmenn Hagaskóla standi algjörlega með nemendum í þessu. Það eru allir stoltir og ánægðir með þetta,“ segir Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnisstjóri í Hagaskóla. Bróðurpartur allra nemenda skólans skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu gegn brottvísun afganskrar skólasystur sinnar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Hundruð nemenda gengu síðan fylktu liði og afhentu útlendinganefnd kærumála og dómsmálaráðuneytinu ríflega sex þúsund undirskriftir þar sem þess er krafist að hinni fjórtán ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar verði ekki vísað úr landi. „Þetta gekk ótrúlegavel,“ sagði Svava Þóra Árna dóttir, nemandi í tíunda bekk í Haga skóla, og einn skipuleggjenda mót mælanna, í samtali við Fréttablaðið eftir aðgerðirnar í gærmorgun. Hún segir að af hentar hafi verið á milli 500 og 600 hand skrifaðar undirskriftir frá nemendum Hagaskóla og 6.200 rafrænar undirskriftir. Nemendur Hagaskóla eru um 600 og skrifuðu því langflestir, ef ekki allir, undir yfir lýsinguna. Nú vonist þau eftir viðbrögðum frá nýjum dómsmálaráðherra. „Núna tekur bara við bið. Við sjáum svo hvað gerist og hvernig verður tekið í undir skriftirnar. En ef ekkert gerist þá munum við halda á fram að berjast.“ Ómar Örn situr einnig í réttindaráði Hagaskóla sem ályktaði um málið fyrir rúmri viku þar sem því er beint til kærunefndarinnar að mál fjölskyldunnar verði tekið upp aftur. „Við lýstum eindregnum stuðningi við nemandann og fjölskyldu hennar og mótmælum öllum fyrirætlunum um að vísa þeim úr landi,“ segir Ómar og vísar í ályktun ráðsins. „Ég er gríðarlega stoltur af framgöngu krakkanna og hvað þau framkvæmdu þetta allt fagmannlega. Öll skipulagningin var þeirra og var hún öll til fyrirmyndar.“ Ómar Örn segist ekki halda að skrópið sem fylgdi stuðningsaðgerðum nemenda komi niður á þeim. „Ef ég væri nemandi að mótmæla þarna þá myndi ég bara vilja fá skróp í kladdann við tilefni sem þetta og ég held að þessir krakkar séu á þeirri línu.“ Ekki náðist í dómsmálaráðherra vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. Mótmæltu fyrirætlunum um að vísa hinni 14 ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar úr landi. „Ég held að starfsmenn Hagaskóla standi algjörlega með nemendum í þessu. Það eru allir stoltir og ánægðir með þetta,“ segir Ómar Örn Magnússon, kennari og verkefnisstjóri í Hagaskóla. Bróðurpartur allra nemenda skólans skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu gegn brottvísun afganskrar skólasystur sinnar og fjölskyldu hennar til Grikklands. Hundruð nemenda gengu síðan fylktu liði og afhentu útlendinganefnd kærumála og dómsmálaráðuneytinu ríflega sex þúsund undirskriftir þar sem þess er krafist að hinni fjórtán ára gömlu Zainab og fjölskyldu hennar verði ekki vísað úr landi. „Þetta gekk ótrúlegavel,“ sagði Svava Þóra Árna dóttir, nemandi í tíunda bekk í Haga skóla, og einn skipuleggjenda mót mælanna, í samtali við Fréttablaðið eftir aðgerðirnar í gærmorgun. Hún segir að af hentar hafi verið á milli 500 og 600 hand skrifaðar undirskriftir frá nemendum Hagaskóla og 6.200 rafrænar undirskriftir. Nemendur Hagaskóla eru um 600 og skrifuðu því langflestir, ef ekki allir, undir yfir lýsinguna. Nú vonist þau eftir viðbrögðum frá nýjum dómsmálaráðherra. „Núna tekur bara við bið. Við sjáum svo hvað gerist og hvernig verður tekið í undir skriftirnar. En ef ekkert gerist þá munum við halda á fram að berjast.“ Ómar Örn situr einnig í réttindaráði Hagaskóla sem ályktaði um málið fyrir rúmri viku þar sem því er beint til kærunefndarinnar að mál fjölskyldunnar verði tekið upp aftur. „Við lýstum eindregnum stuðningi við nemandann og fjölskyldu hennar og mótmælum öllum fyrirætlunum um að vísa þeim úr landi,“ segir Ómar og vísar í ályktun ráðsins. „Ég er gríðarlega stoltur af framgöngu krakkanna og hvað þau framkvæmdu þetta allt fagmannlega. Öll skipulagningin var þeirra og var hún öll til fyrirmyndar.“ Ómar Örn segist ekki halda að skrópið sem fylgdi stuðningsaðgerðum nemenda komi niður á þeim. „Ef ég væri nemandi að mótmæla þarna þá myndi ég bara vilja fá skróp í kladdann við tilefni sem þetta og ég held að þessir krakkar séu á þeirri línu.“ Ekki náðist í dómsmálaráðherra vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42
Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48