Heiti potturinn, fréttir úr borgarráði frá síðustu viku, 21. mars 2019 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 25. mars 2019 14:15 Nú er sá árstími að inn í borgarráð koma mörg mál sem snúa að undirbúningi fyrir sumarið. Vorboðinn ljúfi er því kominn á pappír þó úti séu hret og umhleypingar. Hverfið mitt Borgarráð samþykkti að bjóða út framkvæmdir á uppbyggingarverkefnum sem valin voru í rafrænni kosningu af í búum borgarinnar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 15 ára og eldri og voru 105.987 þúsund íbúar á kjörskrá, af þeim nýttu 13.003 rétt sinn til að kjósa eða 12,3%. Verkefnin 2019 eru 88 talsins og er áætlaður kostnaður vegna þeirra 450 milljónir króna. Þátttaka í verkefninu Hverfið mitt hefur aukist frá ári til árs. Þá er þátttaka að koma mjög vel út borið saman við sambærileg alþjóðleg lýðræðisverkefni. Einnig er jákvætt að verkefnin sem valin voru fyrir fáum mánuðum síðan séu nú þegar í undirbúningi og framkvæmd. Borgarbúar eru metnaðarfullir og hafa fjölbreyttar hugmyndir um ný uppbyggingarverkefni í hverfunum og með þessu, Hverfið mitt 2019, er kraftur fjöldans nýttur í allra hag. Sjálf bíð ég spennt eftir verkefni sem ég kaus í fyrra, kaldur pottur, í Árbæjarlaug sem nú er í framkvæmd.Gatnaframkvæmdir Borgarráð samþykkti að farið yrði í útboð á malbikunarframkvæmdum 2019 og er gert ráð fyrir að malbikað verði fyrir 1,2 miljarða króna í ár. Stórátak í malbikun hófst árið 2016 og náði hámarki á síðasta ári. Séu árin 2017, 2018 og 2019 tekin saman er um að ræða meira en 100 km af nýmalbikuðum götum í Reykjavík. Framkvæmdir ársins 2019 eru í samræmi við átaksáætlun um endurnýjun á malbiki á götum Reykjavíkur. Á fjárhagsáætlun 2018-2022 er gert ráð fyrir rúmlega 6 milljörðum króna til endurnýjunar á malbiksyfirlögum auk hefðbundinna malbiksviðgerða. Í ár er áætlað að malbikaðar verði um 35 kílómetrar af götum. Það eru um 8,5% af heildarlengd gatnakerfisins en jafnvægisástand er talið vera þegar um 6% gatnakerfisins eru endurnýjuð á hverju ári. Að auki verður endurnýjað malbik á götum þar sem framkvæmdir eru við endurnýjun gatna í miðborginni. Vonandi verður sumarið í borginni gott svo malbikunarframkvæmdir gangi samkvæmt áætlun.Þjónustukönnun Maskínu Árleg þjónustukönnun Maskínu var kynnt á borgaráðsfundinum. Um er að ræða netkönnun sem var lögð fyrir íbúa Reykjavíkur, 18 ára og eldri, sem valdir voru með slembivali úr Þjóðgátt Maskínu og 2.400 einstaklingar svöruðu könnuninni. Könnunin hefur verið framkvæmd með svipuðum hætti síðan 2008 og gefur góða vísbendingu um viðhorf borgarbúa til þjónustu borgarinnar. Könnunin sýnir að íbúar Reykjavíkur eru ánægðir með þjónustu menningarstofnana í borginni, eða rúmlega 85% aðspurðra. Samkvæmt könnuninni er ánægja með þjónustu borgarinnar örlítið meiri nú en í fyrra. Þá skora sundlaugarnar einnig mjög hátt en um 86% eru ánægð með laugarnar og þjónustuna þar. Þjónusta velferðarsviðs fær góða einkunn borgarbúa, en um sex af hverjum tíu voru ánægðir með þjónustuna. Þá eru sjö af hverjum tíu ánægðir með viðmót starfsfólks velferðarsviðs. Þessar niðurstöður byggja á reynslu þeirra sem svara könnuninni, en mikil ánægja er með flesta þjónustuþætti borgarinnar sem notendur þekkja af eigin raun. Þjónustuver Reykjavíkurborgar fær einnig góða einkunn en átta af hverjum tíu sem hafa nýtt sér þjónustu þar eru ánægðir með þjónustuna sem eru afar góðar fréttir. Sjö af hverjum tíu eru ánægðir með Mínar síður á Rafrænu Reykjavík og sex af hverjum tíu ánægðir með heimasíðu Reykjavíkurborgar reykjavik.is en þar er aðgengi að allri þjónustu borgarinnar auk frétta, fjármála, viðburða og mælaborðs borgarbúa. Samkvæmt könnuninni telja aðspurðir að bæta megi umhirðu og þrif borgarlandsins. Þannig eru aðeins tæp 24,5% ánægð með hreinsun á lausu rusli í sínu hverfi og nær 52% óánægð. Niðurstöðum var vísað inn á fagsviðin svo þau geti brugðist við þeim atriðum sem þau varða. Þetta gefur okkur tækifæri til að bæta þjónustu og halda áfram að þróa þjónustuborgina Reykjavík. Loks verð ég að nefna að 55% af íbúum segjast hafa einhverskonar reynslu af íbúasamráði, sem er ánægjulegt og góðar fréttir á tímum þegar við viljum einnmitt auka samráð og samtal.Húsnæðismál Uppbygging án hagnaðarsjónarmiða hefur verið hryggjarstykkið í húsnæðisáætlun borgarinnar á undanförnum árum og á þessum fundi úthlutaði borgarráð 153 íbúðum til Búseta og Bjargs. Heilmiklar framkvæmdir eru því framundan í Bryggjuhverfi á næstu árum. Þetta og margt fleira var til umfjöllunar í borgarráði sl. fimmtudag og lesa má allt um það í fundargerð borgarráðs inná reykjavik.is en ég læt hér við sitja í bili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Nú er sá árstími að inn í borgarráð koma mörg mál sem snúa að undirbúningi fyrir sumarið. Vorboðinn ljúfi er því kominn á pappír þó úti séu hret og umhleypingar. Hverfið mitt Borgarráð samþykkti að bjóða út framkvæmdir á uppbyggingarverkefnum sem valin voru í rafrænni kosningu af í búum borgarinnar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 15 ára og eldri og voru 105.987 þúsund íbúar á kjörskrá, af þeim nýttu 13.003 rétt sinn til að kjósa eða 12,3%. Verkefnin 2019 eru 88 talsins og er áætlaður kostnaður vegna þeirra 450 milljónir króna. Þátttaka í verkefninu Hverfið mitt hefur aukist frá ári til árs. Þá er þátttaka að koma mjög vel út borið saman við sambærileg alþjóðleg lýðræðisverkefni. Einnig er jákvætt að verkefnin sem valin voru fyrir fáum mánuðum síðan séu nú þegar í undirbúningi og framkvæmd. Borgarbúar eru metnaðarfullir og hafa fjölbreyttar hugmyndir um ný uppbyggingarverkefni í hverfunum og með þessu, Hverfið mitt 2019, er kraftur fjöldans nýttur í allra hag. Sjálf bíð ég spennt eftir verkefni sem ég kaus í fyrra, kaldur pottur, í Árbæjarlaug sem nú er í framkvæmd.Gatnaframkvæmdir Borgarráð samþykkti að farið yrði í útboð á malbikunarframkvæmdum 2019 og er gert ráð fyrir að malbikað verði fyrir 1,2 miljarða króna í ár. Stórátak í malbikun hófst árið 2016 og náði hámarki á síðasta ári. Séu árin 2017, 2018 og 2019 tekin saman er um að ræða meira en 100 km af nýmalbikuðum götum í Reykjavík. Framkvæmdir ársins 2019 eru í samræmi við átaksáætlun um endurnýjun á malbiki á götum Reykjavíkur. Á fjárhagsáætlun 2018-2022 er gert ráð fyrir rúmlega 6 milljörðum króna til endurnýjunar á malbiksyfirlögum auk hefðbundinna malbiksviðgerða. Í ár er áætlað að malbikaðar verði um 35 kílómetrar af götum. Það eru um 8,5% af heildarlengd gatnakerfisins en jafnvægisástand er talið vera þegar um 6% gatnakerfisins eru endurnýjuð á hverju ári. Að auki verður endurnýjað malbik á götum þar sem framkvæmdir eru við endurnýjun gatna í miðborginni. Vonandi verður sumarið í borginni gott svo malbikunarframkvæmdir gangi samkvæmt áætlun.Þjónustukönnun Maskínu Árleg þjónustukönnun Maskínu var kynnt á borgaráðsfundinum. Um er að ræða netkönnun sem var lögð fyrir íbúa Reykjavíkur, 18 ára og eldri, sem valdir voru með slembivali úr Þjóðgátt Maskínu og 2.400 einstaklingar svöruðu könnuninni. Könnunin hefur verið framkvæmd með svipuðum hætti síðan 2008 og gefur góða vísbendingu um viðhorf borgarbúa til þjónustu borgarinnar. Könnunin sýnir að íbúar Reykjavíkur eru ánægðir með þjónustu menningarstofnana í borginni, eða rúmlega 85% aðspurðra. Samkvæmt könnuninni er ánægja með þjónustu borgarinnar örlítið meiri nú en í fyrra. Þá skora sundlaugarnar einnig mjög hátt en um 86% eru ánægð með laugarnar og þjónustuna þar. Þjónusta velferðarsviðs fær góða einkunn borgarbúa, en um sex af hverjum tíu voru ánægðir með þjónustuna. Þá eru sjö af hverjum tíu ánægðir með viðmót starfsfólks velferðarsviðs. Þessar niðurstöður byggja á reynslu þeirra sem svara könnuninni, en mikil ánægja er með flesta þjónustuþætti borgarinnar sem notendur þekkja af eigin raun. Þjónustuver Reykjavíkurborgar fær einnig góða einkunn en átta af hverjum tíu sem hafa nýtt sér þjónustu þar eru ánægðir með þjónustuna sem eru afar góðar fréttir. Sjö af hverjum tíu eru ánægðir með Mínar síður á Rafrænu Reykjavík og sex af hverjum tíu ánægðir með heimasíðu Reykjavíkurborgar reykjavik.is en þar er aðgengi að allri þjónustu borgarinnar auk frétta, fjármála, viðburða og mælaborðs borgarbúa. Samkvæmt könnuninni telja aðspurðir að bæta megi umhirðu og þrif borgarlandsins. Þannig eru aðeins tæp 24,5% ánægð með hreinsun á lausu rusli í sínu hverfi og nær 52% óánægð. Niðurstöðum var vísað inn á fagsviðin svo þau geti brugðist við þeim atriðum sem þau varða. Þetta gefur okkur tækifæri til að bæta þjónustu og halda áfram að þróa þjónustuborgina Reykjavík. Loks verð ég að nefna að 55% af íbúum segjast hafa einhverskonar reynslu af íbúasamráði, sem er ánægjulegt og góðar fréttir á tímum þegar við viljum einnmitt auka samráð og samtal.Húsnæðismál Uppbygging án hagnaðarsjónarmiða hefur verið hryggjarstykkið í húsnæðisáætlun borgarinnar á undanförnum árum og á þessum fundi úthlutaði borgarráð 153 íbúðum til Búseta og Bjargs. Heilmiklar framkvæmdir eru því framundan í Bryggjuhverfi á næstu árum. Þetta og margt fleira var til umfjöllunar í borgarráði sl. fimmtudag og lesa má allt um það í fundargerð borgarráðs inná reykjavik.is en ég læt hér við sitja í bili.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun