Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. mars 2019 23:15 Róðurinn þyngist fyrir Theresu May. Vísir/EPA Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. Samþykkt tillögunnar þykir mikill ósigur fyrir May og ríkisstjórn hennar en samþykkt tillögunnar þýðir að á miðvikudaginn, þegar atkvæðagreiðslurnar fara, stýri ríkisstjórnin ekki ferðinni á þinginu en fréttaskýrendur í Bretlandi hafa bent á það í kvöld að dagskrárvaldið á þinginu sé miðpunktur í starfi hverrar ríkisstjórnar. Samþykkt tillögunnar, sem naut þverpólítisks stuðnings þýðir, að á miðvikudaginn fá þingmenn að greiða atkvæði um ýmsar aðrar tillögur en þann Brexit-samning sem May kom heim með frá Brussel fyrr á árinu.In our system to govern is to control the order paper of the House of Commons. That is now slipping away from the government. They cannot govern. — Lewis Goodall (@lewis_goodall) March 25, 2019 Munu þingmenn meðal annars greiða atkvæði um hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort afturkalla eigi virkjun 50. greinar Lissabon-sáttmálans eða hvort semja eigu um vægari Brexit, svo dæmi séu tekin. Meðal þeirra sem sögðu af sér ráðherraembætti til að styðja tillöguna var Richard Harrington, viðskiptamálaráðherra. Hefur hann að undanförnu ítrekað varað við því að Bretland yfirgefi ESB án þess að samningar náist. Leiðtogar ESB samþykktu að veita frest á útgöngu Bretlands úr sambandinu til 22. maí næstkomandi svo fremi sem þingið samþykkti Brexit-samning May í vikunni. Hún hefur þó ekki lagt samninginn, sem þegar hefur verið hafnað tvisvar af þingmönnum, til atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem alls óvíst er hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna. Í yfirlýsingu eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á þingi í dag sagði May að hún gæti ekki lofað því að ríkisstjórnin myndi fara eftir niðurstöðum þingsins á miðvikudaginn. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. Samþykkt tillögunnar þykir mikill ósigur fyrir May og ríkisstjórn hennar en samþykkt tillögunnar þýðir að á miðvikudaginn, þegar atkvæðagreiðslurnar fara, stýri ríkisstjórnin ekki ferðinni á þinginu en fréttaskýrendur í Bretlandi hafa bent á það í kvöld að dagskrárvaldið á þinginu sé miðpunktur í starfi hverrar ríkisstjórnar. Samþykkt tillögunnar, sem naut þverpólítisks stuðnings þýðir, að á miðvikudaginn fá þingmenn að greiða atkvæði um ýmsar aðrar tillögur en þann Brexit-samning sem May kom heim með frá Brussel fyrr á árinu.In our system to govern is to control the order paper of the House of Commons. That is now slipping away from the government. They cannot govern. — Lewis Goodall (@lewis_goodall) March 25, 2019 Munu þingmenn meðal annars greiða atkvæði um hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort afturkalla eigi virkjun 50. greinar Lissabon-sáttmálans eða hvort semja eigu um vægari Brexit, svo dæmi séu tekin. Meðal þeirra sem sögðu af sér ráðherraembætti til að styðja tillöguna var Richard Harrington, viðskiptamálaráðherra. Hefur hann að undanförnu ítrekað varað við því að Bretland yfirgefi ESB án þess að samningar náist. Leiðtogar ESB samþykktu að veita frest á útgöngu Bretlands úr sambandinu til 22. maí næstkomandi svo fremi sem þingið samþykkti Brexit-samning May í vikunni. Hún hefur þó ekki lagt samninginn, sem þegar hefur verið hafnað tvisvar af þingmönnum, til atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem alls óvíst er hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna. Í yfirlýsingu eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á þingi í dag sagði May að hún gæti ekki lofað því að ríkisstjórnin myndi fara eftir niðurstöðum þingsins á miðvikudaginn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04
May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12
Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43