GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. mars 2019 07:00 Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management. Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. Til samanburðar hagnaðist verðbréfafyrirtækið um 626 milljónir króna árið 2017. Heildartekjur GAMMA voru 1.443 milljónir króna á síðasta ári og drógust saman um ríflega 36 prósent frá fyrra ári þegar þær voru samanlagt 2.264 milljónir króna. Þá kemur fram í lýsingunni að eignir í stýringu GAMMA hafi numið 135 milljörðum króna í lok síðasta árs en þær voru tæpir 139 milljarðar króna í lok árs 2017. Kvika banki og hluthafar GAMMA skrifuðu sem kunnugt er undir samning um viðskiptin í nóvember í fyrra og lá samþykki hluthafa bankans og viðeigandi eftirlitsstofnana fyrir 6. mars síðastliðinn. Samanlagðar eignir í stýringu hjá Kviku og rekstrarfélögum í eigu bankans verða um 400 milljarðar króna í kjölfar kaupanna á GAMMA. Eins og fram kemur í lýsingunni er kaupverðið á GAMMA tæplega 2,6 milljarðar króna miðað við bókfært virði árangurstengdra þóknana hjá verðbréfafyrirtækinu í lok síðasta árs en verðið getur breyst til hækkunar eða lækkunar eftir því hvernig rekstur og verðmæti fyrirtækisins þróast á næstu misserum. Gert er ráð fyrir að áhrif kaupanna á afkomu Kviku fyrir skatta verði um 300 til 400 milljónir króna á ársgrundvelli. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Með 15 til 20 prósenta hlutdeild á markaði fyrir eignastýringu Í kjölfar kaupa Kviku banka á GAMMA Capital Management verður sameinað félag með 15 til 20 prósenta hlutdeild, eða áþekka hlutdeild og samstæða Landsbankans, á eignastýringarmarkaði. 13. mars 2019 07:30 Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Kviku á Gamma Kaupin enn háð samþykki breska fjármálaeftirlitsins. 6. mars 2019 18:39 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar. Til samanburðar hagnaðist verðbréfafyrirtækið um 626 milljónir króna árið 2017. Heildartekjur GAMMA voru 1.443 milljónir króna á síðasta ári og drógust saman um ríflega 36 prósent frá fyrra ári þegar þær voru samanlagt 2.264 milljónir króna. Þá kemur fram í lýsingunni að eignir í stýringu GAMMA hafi numið 135 milljörðum króna í lok síðasta árs en þær voru tæpir 139 milljarðar króna í lok árs 2017. Kvika banki og hluthafar GAMMA skrifuðu sem kunnugt er undir samning um viðskiptin í nóvember í fyrra og lá samþykki hluthafa bankans og viðeigandi eftirlitsstofnana fyrir 6. mars síðastliðinn. Samanlagðar eignir í stýringu hjá Kviku og rekstrarfélögum í eigu bankans verða um 400 milljarðar króna í kjölfar kaupanna á GAMMA. Eins og fram kemur í lýsingunni er kaupverðið á GAMMA tæplega 2,6 milljarðar króna miðað við bókfært virði árangurstengdra þóknana hjá verðbréfafyrirtækinu í lok síðasta árs en verðið getur breyst til hækkunar eða lækkunar eftir því hvernig rekstur og verðmæti fyrirtækisins þróast á næstu misserum. Gert er ráð fyrir að áhrif kaupanna á afkomu Kviku fyrir skatta verði um 300 til 400 milljónir króna á ársgrundvelli.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Með 15 til 20 prósenta hlutdeild á markaði fyrir eignastýringu Í kjölfar kaupa Kviku banka á GAMMA Capital Management verður sameinað félag með 15 til 20 prósenta hlutdeild, eða áþekka hlutdeild og samstæða Landsbankans, á eignastýringarmarkaði. 13. mars 2019 07:30 Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Kviku á Gamma Kaupin enn háð samþykki breska fjármálaeftirlitsins. 6. mars 2019 18:39 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Með 15 til 20 prósenta hlutdeild á markaði fyrir eignastýringu Í kjölfar kaupa Kviku banka á GAMMA Capital Management verður sameinað félag með 15 til 20 prósenta hlutdeild, eða áþekka hlutdeild og samstæða Landsbankans, á eignastýringarmarkaði. 13. mars 2019 07:30
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Kviku á Gamma Kaupin enn háð samþykki breska fjármálaeftirlitsins. 6. mars 2019 18:39